Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 26

Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 26
26 16. desember 2007 SUNNUDAGUR Ljós og litbrigði í borginni Höfuðborgin á sér ótal andlit og fjölbreytnin ræður ríkjum í byggingum, mannlífi, veðráttu og umhverfi. Hvarvetna eru andstæður, gamall tími og nýr. Ljósmyndarinn góðkunni Gunnar Andrésson hefur sín listrænu augu opin er hann ferðast um borgina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. KNATTSPYRNA Á TJÖRNINNI Menntskælingar í Reykjavík iðka gjarnan íþróttir utanhúss vegna plássleysis inni. Hér hafa þeir fengið forgengilegan knattspyrnuvöll skammt frá skólalóðinni. Gamla iðnaðarmannahúsið við Vonarstræti stendur vörð á bakkanum og byggingarkranar í bakgrunni boða nýtt tónlistarhús. ÖLDUGANGUR VIÐ GRÓTTU Brimið brýtur á Setjarnarnesinu og þeir sem ganga þar um fá saltbragð í munninn en Gróttu- vitinn sendir sjó farendum kveðju sína. LITRÍK TRÉ Hér má ekki á milli sjá hvort hefur skreytt betur trén í sínum garði, Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi ráðherra, (fjær) eða forseti Íslands. Hallgrímskirkja horfir á. SVARTUR SKÝSTRÓKUR? Í morgun- skímunni virðast gufustrókarnir svartir sem stíga upp frá borholum virkjunarinnar á Hellisheiði en rafljósin lýsa nær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.