Fréttablaðið - 16.12.2007, Page 32

Fréttablaðið - 16.12.2007, Page 32
2 matur Fyrir matgæðinga er gaman að spá og spekúl-era í hátíðarmatinn fyrir jólin. Margir eru þó að stíga sín fyrstu skref í hátíðarundirbún- ingnum og eru jafnvel enn að prófa sig áfram með hvað virkar og virkar ekki. Sumir vilja hafa hlutina alveg eins og hjá mömmu á meðan aðrir eru nýjungagjarnari og vilja finna sína eigin leið. Auk þess getur verið mikilvægt samningsatriði meðal sambýlinga hvað hafa skal í jólamatinn. Hvað sem því líður er ljóst að sælkeramatargerð jólanna vex mörgum í augum. Flott skal það vera og ekkert má fara úrskeiðis á hátíð ljóss og friðar. Í stað þess að lifa og njóta getur matargerðin stundum valdið valkvíða og áhyggjum. Þá er mikilvægt að sníða sér stakk eftir vexti og velja rétti sem hæfa getu, tilefni og fjárráðum. Það er algjör óþarfi að spenna bogann of hátt og í matargerð gildir oft sú regla að minna er meira. Þegar verið er að útbúa margrétta máltíð er gott að hafa hlutina einfalda. Það kannski segir sig sjálft að einna mest er lagt í aðalréttinn og þá er kjörið að hafa forrétti og eftirrétti einfalda. Þeir þurfa alls ekki að vera neitt verri fyrir vikið. Þvert á móti nýtur hvert hráefni sín jafnvel betur ef ekki er verið að hræra of miklu saman. Góð skipulagning er þó lykilatriði og margborgar sig að vera aðeins búin að setjast niður og hugsa hvernig framkvæma skal gjörninginn. Auk þess er hægt að vinna sér í haginn með því að vera búin að sneiða niður grænmeti, setja kjöt í kryddlög og svo framvegis. Þannig áskotnast manni aukatími, og matreiðslu er best að stunda í streitulausu umhverfi. Þannig tekst frekar að færa gleði og nautn í góðgætið og það fullkomnar jólamáltíðina. VERSLUN SÆLKERANS MATREIÐSLUBÓKIN EINFALDLEGA EINFALT Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir, Sigríður Hjálmarsdóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Stefán P. Jones spj@frettabladid.is SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: Allt svo gott er ný matreiðslubók frá Gestgjafan- um. Tímaritið Gestgjafinn hefur fylgt þjóðinni í 25 ár og hefur á þeim tíma skráð sögu matarmenningar Íslendinga á síðum blaðsins enda fylgir matargerð líkt og allt annað tísku- straumum. Nú hafa valdar upp- skriftir verið gefnar út í eigulegri bók ásamt nýjum og spennandi réttum. Hún nefnist Allt svo gott og skiptist í níu kafla. Þar er að finna súpur og forrétti, aðalrétti bæði úr kjöti og fiski, meðlæti og eftirrétti auk þess sem uppskriftir eru að brauði, bökum og kökum. Inn á milli er flétt- að fróðleiksmolum og gagnlegum ráðum þar sem við á. Auk þess eru nokkr- ar síður fyrir eigin uppskriftir. Hér er semsagt bók sem hæfir öllum sem fást við matargerð, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir í listinni. Fyrir byrjendur og lengra komna Í Ostabúðinni að Skólavörðustíg 8 er mikið úrval af ostum og annarri sæl- keravöru. Þar er forréttaborð með hátt í tíu tegundum, þar á meðal heitreyktri gæsabringu og villibráðarpaté. Þá er þar áleggsborð með íslenskum og spænsk- um pylsum sem er hægt að fá niður- sneiddar og eru þær vinsælar á hvers kyns veisluborð. Einnig er boðið upp á ítalska og spænska hráskinku sem er sneidd á staðnum. Að auki er í búðinni mikið úrval af olíum og ediki frá Olivi- ers & Co í Suður-Frakklandi. Jóhann Jónsson, eigandi verslunarinn- ar, segir desember dásamlegan tíma og mikla jólastemningu ríkja á Skólavörðu- stígnum. Verslunin var opnuð fyrir átta árum og er í hugum margra orðin ómiss- andi hluti af miðborginni. Jóhann segir mikla eftirspurn eftir gjafakörfum á þessum árstíma. „Þær eru af ýmsum stærðum og gerðum og getur fólk ýmist sérvalið í þær eða keypt með stöðluðu innihaldi. Boðið er upp á osta-, sælkera- og vinnustaðakörfur og eru þær tilvalin jóla- eða tækifærisgjöf,“ segir Jóhann. „Meðalverð körfu er í kringum sjö til tíu þúsund krónur,“ bætir hann við. Á staðnum er einnig veisluþjónusta auk þess sem boðið er upp á létta hádegisrétti sem hægt er að borða á staðnum eða taka með sér. Ostabúðin Skólavörðustíg Hangikjöt með uppstúf og kartöflum er vissulega gott og stendur alltaf fyrir sínu, enda hefur það unnið sér fastan sess á jóla- matarborði langflestra Íslend- inga. Stundum er þó gaman að breyta til og prófa að nota hráefnið á nýjan máta. Einar Gústavsson yfirkokkur á Einari Ben veitir hér uppskrift að hangikjöti, sem er allt öðruvísi en við eigum að venjast. „Á Einari Ben vinnum við mikið með íslenskt hráefni þó nauðsynlegt sé að krydda það til með utanaðkomandi áhrifum til þess að gera matinn frábrugðinn og sérstakan á allan hátt. Hérna er ég með gamla góða hangikjötið en elda það ekki á hefðbundinn máta. Í staðinn sker ég það í þunnar sneiðar, svo nefnt „carpacció“ og er það svo borið fram með fersku grænu salati, feta- osti, beikoni og hnetum,“ segir Einar en af myndinni að dæma er hér kominn réttur sem myndi sóma sér vel á hvaða hlaðborði sem er yfir hátíðarnar. HANGIKJÖT NÚTÍMANS Stökkt beikon fer vel með hangikjötinu skornu í þunnar sneiðar. Hefðin hefur ráðið því hvernig fólk eldar og framreiðir hangikjötið á jólunum. Margir vilja halda í þá hefð en aðrir eru nýjungagjarnir. Einar Gústavsson yfirkokkur á Einari Ben tók áskorun okkar og færði hangikjötið til nútímans. HANGIKJÖTSSALAT MEÐ BRÚNUÐUM GEITAOSTI, SYKRUÐUM PISTASÍUM, VALHNETUM OG STÖKKU BEIKONI Fyrir fjóra 400 g hangikjöt (hrátt) 80 g geitaostur 20 g brúnn sykur 50 g pistasíur 50 g walhnetur 100 g beikon 400 g blandað salat 40 ml balsamikedik 20 ml olífurolía 1 msk. hunang 20 g sykur blandaðar shiso jurtir maldon-salt svartur pipar Frystið og skerið hangikjötið í þunnar sneiðar og leggið í hring á diskinn með gati í miðjunni. Steikið hneturnar á pönnu með sykrinum, þar til sykurinn létt brúnast. Passið að brenna ekki. Bakið beikonið á bökunarplötu við 170°c þar til stökkt og leggið á tusku svo fitan leki af. Skerið geitaostinn í bita og stráið brúnum sykri yfir, bakið í ofni við 190°C í 3mínútur Veltið salatinu upp úr balsamik ediki, olíu og hunangi. Kryddið með salt og pipar. Gott á jólunum! F For-réttur A Aðal-réttur E Eftir-réttur M Meðlæti Til hátíða- brigða Hvunndags og til hátíðabrigða Annað kjöt en fuglakjöt Fuglakjöt Grænmeti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.