Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 40

Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 40
ATVINNA 16. desember 2007 SUNNUDAGUR102 Vefhönnuður Við leitum að framúrskarandi grafískum hönnuði sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni. Viðkomandi kemur til með að vinna að skjálausnum af ýmsu tagi, meðal annars vef-, vefborða- og viðmótshönnun. Hæfnis- og menntunarkröfur: • Háskólamenntun á sviði grafískrar hönnunar eða sambærileg starfsreynsla • Reynsla af hönnun vefsvæða er æskileg • Þekking og reynsla af Photoshop og Illustrator • Hugmyndaauðgi • Frumkvæði • Sjálfstæði • Hæfni í mannlegum samskiptum og hópvinnu Nánari upplýsingar veita Snæbjörn Konráðsson deildarstjóri vefdeildar í síma 410 7079 og Berglind Ingvarsdóttir á starfsmannasviði í síma 410 7914. Umsóknir fyllist út og sendist ásamt fylgigögnum á www.landsbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. desember nk.ÍSLE N S K A /S IA .I S /L B I 40 36 3 12 /0 7 Í vefdeild Landsbankans starfa 18 starfsmenn sem sinna margskonar verkefnum í alþjóðlegu starfsumhverfi. Meðal helstu verkefna deildarinnar má telja hönnun, ritstjórn og hugbúnaðarsmíði. Vefdeild Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Í anda sóknar og útrásar hefur bankinn byggt upp starfsstöðvar í 17 löndum víðs vegar um heiminn. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. Húsavík Rekstrarstjóri Húsasmiðjan hf. er stærsti söluaðili byggingarvara á Íslandi og eitt af 25 stærstu fyrirtækjum landsins. Húsasmiðjuverslanir eru 21 á landsvísu. Í verslunum okkar höfum við á boðstólum yfir 100.000 vörutegundir. Hjá Húsasmiðjunni starfa að jafnaði um 1000 manns á öllum aldri. Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi. Umsóknir berist til Guðrúnar Kristinsdóttur atvinna@husa.is, fyrir 15. janúar n.k. Öllum umsóknum verður svarað. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Húsasmiðjunnar www.husa.is. Húsasmiðjan hvetur alla, á hvaða aldri sem er sem vilja starfa hjá traustu og góðu fyrir- tæki til að sækja um. Fyrir alla Viljum ráða rekstrarstjóra til starfa í verslun okkar á Húsavík. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarstarf hjá traustu fyrirtæki. Helstu verkefni • Daglegur rekstur verslunarinnar • Mannahald • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Byggja upp og viðhalda jákvæðum tengslum við viðskiptavini • Vöruinnkaup og samskipti við birgja • Tilboðs- og áætlunargerð Hæfniskröfur • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Reynsla af stjórnun • Skipulögð vinnubrögð • Rík þjónustulund og samskiptahæfni • Góð almenn tölvukunnátta

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.