Fréttablaðið - 16.12.2007, Page 62

Fréttablaðið - 16.12.2007, Page 62
12 matur FORRÉTTIR UPPHAF AÐ GÓÐRI MÁLTÍÐ Wagyu nauta- carpaccio með perum og asískættaðri dressingu. Ilmurinn af jólahlaðborði Lækjarbrekku hefur sjálfsagt lokkað marga inn á veit-ingastaðinn síðustu ár, þar sem mikið er lagt upp úr fyrsta flokks hráefni og góðri þjónustu. Óhætt er að segja að borðin svigni undan kræsingum í hádeginu og á kvöldin á jóla- hlaðborðinu; síld, reykt og grafið lamb, heimalöguð lifrarkæfa, hunangsgljáður reyktur lax, hangikjöt, gljáðar anda- bringur, súkkulaðimús og sérrífrómas eru á meðal þess sem hægt er að gæða sér á og víst að enginn ætti að fara hungraður út svartnættið. Þegar kokkar Lækjarbrekku, þau Krist- ófer Þórðarson og Jóna Margrét Konráðs- dóttir, voru beðin um að galdra eitthvað gott úr eldhúsinu voru þau ekki lengi að hrista fram úr erminni girnilegan forrétt. Heitreykta gæs með apríkósusultu og brios-brauði, sem Jóna Margrét segir ekki mjög flókið að útbúa þótt hún krefjist góðs undirbúnings. Hér að neðan er uppskriftin að þessum gómsæta rétti, sem gefur ágætis innsýn í hvað er í boði á jólahlaðborðinu. - rve Heitreykt gæs með apríkósusultu og brios-brauði er tilvalinn forréttur um jólin. Rétturinn krefst góðs undirbúnings en er ekki flókinn í framkvæmd. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I Heitreykt gæs með apríkósu- sultu og brios- brauði. Ilmurinn ÚR ELDHÚSINU HEITREYKT GÆS MEÐ APRÍKÓSU Fyrir 10 manns heitreykt gæs 5 gæsabringur pipar, nýmalaður salt Notið kolagrill með loki eða sérstakt reykgrill. Kveikið upp í grillinu og látið loga þar til mesti hitinn er rokinn úr kolunum. Þerrið gæsina vel og kryddið með pipar og salti. Stráið yfir kolin þremur til fjórum matskeiðum af hikkoríspónum, sem hafa verið látnir liggja í bleyti í um 30 mínútur, setjið gæsina á grindina og lokið grillinu. Látið standa í um það bil 15 mínútur. Takið gæsina af grillinu og látið kólna. Berið fram kalda eða volga. APRÍKÓSUSULTA 250 g apríkósur saxaðar 120 g sykur 1 dl vatn 1/8 chillí saxað Saxið apríkósurnar og setjið í pott ásamt vatni og sykri. Látið malla við hægan hita þar til apríkósurnar eru meyrar og vatnið gufað upp að mestu. Stappið þær þá eða setjið í matvinnsluvél og maukið. Setjið chillí út í. Kælt. BRIOS-BRAUÐ 250 g hveiti 10 g ger 3 msk. mjólk (volg) 1 msk. sykur smá salt 2 egg 175 g smjör eggjarauður til að pensla Sigtið hveiti í skál og gerið laut í miðjuna. Hrærið gerið úr með mjólk, sykri og salti og látið bíða í smástund en hellið síðan í lautina ásamt eggjum og linu smjöri. Hrærið vel og dragið hveiti smám saman inn í. Hnoðið saman í kúlu og látið lyfta sér í um 3 klukku- stundir við um 20 gráðu hita. Hnoðið deigið þá einu sinni enn og setjið í hátt form, klæðið með pappír sem nær vel upp fyrir brúnirnar. Látið lyfta sér í 2 klukkustundir til viðbótar. Hitið ofninn í 210 gráður. Penslið með eggjarauðu og bakið í hálftíma. Lækkið hitannn í 180 gráður og bakið áfram í 10 til 15 mínútur. Grillið sjálft er lokað á aðfangadag og jóladag en við verðum með þjónustu við hótelgesti niðri í Súlnasal,“ segir Bjarni og bætir við: „Það verður nýtísku- legt og flott jólahlaðborð á aðfangadag en á jóladag verður hátíðarmatseðill.“ Bjarni segir mikið af gestum hótelsins yfir hátíðirnar vera útlendinga og því verði sérstaklega reynt að höfða til þeirra þó fólki sé velkomið að koma í Súlnasal þó það sé ekki gestir hótelsins. „Það er orðið mjög vinsælt að vera hér á landi yfir jólin alveg eins og Íslendingar fara til Kanarí,“ segir Bjarni og bætir því við að allt að 200-300 manns hafi verið í mat á Hótel Sögu yfir jólin undanfarið. „Það sem útlendingarnir vilja smakka er þessi íslenski matur eins og hamborgarhryggur og hangikjöt en annars höfum við bæði verið með íslenska og alþjóðlega matargerð á þessum tíma.“ - sig Bjóralið og NUDDAÐ NAUT Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Grillinu á Hótel Sögu, segir fólk vera að prófa sig áfram með villibráðina ýmist á jóladag eða annan í jólum en á aðfangadag sé hefðin svo sterk að þar megi engu hnika. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N WAGYU NAUTA-CARPACCIO MEÐ PERUM OG ASÍSKÆTTAÐRI DRESSINGU Wagyu-nautakynið er sérstakt fyrir þær sakir að nautin eru alin á bjór og nudduð til að gera kjötið meyrara. Kjötið er mjög dýrt, kostar allt að 16.000 krónur kílóið. Þá er góð lausn að matreiða það sem þunnt skorinn forrétt eins og gert er á jólamatseðli Grillsins. Fyrir 6 300 g Wagyu-nautahryggur salt pipar villisveppaduft (þurrkaðir villisveppir unnir í matvinnsluvél) 10 stk. mulin einiber Carpaccio er oftast hrátt en við viljum brúna það á sjóðandi heitri pönnu, til að fá reykt bragð í kjötið, þessu má þó sleppa. Gott er að láta kjötið inn í frost í nokkrar mínútur til að auðveldara sé að skera kjötið þunnt (með flugbeittum hníf). ASÍSKÆTTUÐ DRESSING 100 ml gott soð (vatn og kraftur) 1 msk. sojasósa 1 tsk. sesamolía 1 tsk. engifer 1 hvítlauks rif 1 poki gott te Hitið soðið að suðu og látið kryddið standa í 10 mínútur. Hellið köldum vökvanum yfir carpaccio-réttinn stuttu- áður en það er borið á borð. Framreiðið með ferskum perum, stökku brauði og fersku salati. F F

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.