Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2007, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 16.12.2007, Qupperneq 69
SUNNUDAGUR 16. desember 2007 33 STEFÁN HILMARSSON GARÐAR THÓR CORTES SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR EDGAR SMÁRI BJÖRGVIN FRANZ EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON OG FÉLAGAR ÚR GOSPELKÓR REYKJAVÍKUR Einnig fáanleg Jólagestir 1-3 í sérstakri hátíðarútgáfu Björgvin Halldórsson áritar í Hagkaupum í dag Hagkaup Holtagörðum kl. 15:00 Hagkaup Kringlunni kl. 16:00 Hagkaup Smáralind kl. 17:00 Prinsessukökur Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólnum fyrir viðskiptavini okkar. að tökustað fyrir Óvinafagnað. Ákváðu þeir að keyra að Langjökli til að skoða fýsilegan töku- stað, voru á sumardekkjum og töldu sig geta komist áfram að jöklinum. „Við festum okkur í snjóskafli, tökum upp símana og þá erum við sambandslausir. Nóttin nálgast og veðurspáin var mjög slæm. Við vorum í kuldagöllum og byrjuðum að labba í vitlausa átt og vorum komnir aftur að bílnum eftir klukkutíma. Reglan segir auðvitað að maður eigi ekki að fara út úr bílnum við svona aðstæð- ur. Við skoðuðum kortið betur og reiknuðum það út að við gætum náð í Húsafell á fjórum klukku- tímum. Við lögðum af stað og náðum símasam- bandi við lögregluna í Borgarnesi eftir að hafa gengið í kolniðamyrkri í þrjá tíma. Á göngunni læddist að manni sú hugsun hvað það yrði kald- hæðnislegur endir á lífinu að verða úti á Skúla- skeiði, eftir að hafa nýlokið við að skrifa handrit að kvikmynd um hvað það væri heimskulegt að æða til fjalla treystandi aðeins á farsímann.“ Fjölskyldan hjálpast öll að Ævintýrið í kringum gerð Duggholufólksins hefur verið lærdómsríkt að sögn Ara. Myndin var tekin á Vestfjörðum og svo að miklu leyti í stúdíói Latabæjar. Ari, sem alla tíð hefur verið mikill filmumaður, dembdi sér í stafræna heim- inn og segir að það hafi verið ótrúlega skemmti- legt og gert myndina að nokkru sem hann hafði ekki getað ímyndað sér. „Eftirvinnslan var ofsa- lega skemmtileg því við gátum gert hvað sem er með myndina. En á móti kom að nú þurfti maður að eyða tíma í að velja á milli einhverra þúsund möguleika í stað tveggja til þriggja áður þegar maður var að vinna úr filmunni. Svo var magnað að sjá þetta á tjaldinu í Háskólabíói – ég var búinn að lesa um að þetta ætti að virka vel en hafði ekki séð það fyrr en þá!“ Ari sagði í frumsýningarræðunni að við gerð myndarinnar hefði konan hans veðsett húsið fyrir myndina – enn einu sinni. Er þetta sá harði heimur sem kvikmyndagerðarmenn búa við? „Já, því miður. Ég hef einu sinni keypt íbúðina á uppboði og þegar ég gerði Pappírspésa var ég tíu ár að borga skuldirnar. Ef ég hefði drepið mann hefði ég trú- lega sloppið með að sitja inni í átta ár, en ég gerði barnamynd og lenti í tíu ára þrælk unarvinnu. Þetta er því miður harður raunveruleiki og oft er hann kvikmyndagerðarmönnum sjálfum að kenna. Þeir hafa borið sig vel og ekki horfst í augu við raunveruleikann – sleppt að borga sjálfum sér laun og bjartsýnin sem fleytt hefur mörgum áfram hefur um leið samt sett mörg kvikmynda- fyrirtækin á hausinn. Það eru líka ríkjandi ranghugmyndir um barnamyndir. Þær fá minni styrki og til dæmis fékk Pappírspési helmingi minni styrk en aðrar myndir og hluta af styrknum sem lán! Kvik- myndasjóður leit svo á að barnamyndir væru gróðatæki. Slíkt er því miður fjarri lagi því að börn eru alltaf minnihlutahópur.“ Barnvæni kvikmyndagerðarmaðurinn lætur þó ekki deigan síga enda hjálpast öll fjölskyldan að. Dóttir hans Bergþóra er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, eiginkonan og sonurinn starfa þarna líka og þannig hefur það verið frá upphafi. „Við erum bara eins og gamaldags sveitafjöl- skylda, nema í staðinn fyrir að fara út í fjósið og mjólka gerum við kvikmyndir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.