Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 70

Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 70
34 16. desember 2007 SUNNUDAGUR S katan er farin að renna út í fiskbúðum landsins. „Fyrir jól fer oft af stað sá orðrómur að skatan sé af skornum skammti og þá tekur fólk við sér til að lenda nú örugglega ekki í skötu- hallæri,“ segir Jörgen Sigurðsson, verslunarstjóri í Fiskisögu við Háaleitisbraut. „Svo eru það aðrir sem kaupa hana núna vakúmpakk- aða til að senda vinum og vanda- mönnum í útlöndum. Þá er eins gott að pakka hana vel svo það fari ekki eins og hjá einum sem sótti pakka sem þarlendum þótti illa lyktandi því það kom gat á pakkn- inguna. Hann þurfti ekki að sýna kvittun fyrir pakkanum og var vel fagnað á Pósthúsinu þegar hann kom að sækja þennan ólukkans böggul.“ Sumir taka skötuveisluna snemma, en Kjartan Halldórsson og Elísabet Skúladóttir verða vör við þá. „Þeir sem eyða jólunum í útlöndum vilja fá sér skötu áður en þeir fara svo þeir séu ekki með hana undir koddanum á Kanarí- eyjum,“ segir Kjartan. „En skatan er ekki aðeins á borðum hér í Sægreifanum í desember enda veit ég það vel að margir vilja fá skötu eða saltfisk á laugardögum. Ég man það líka frá því ég var kokkur á togara að maður átti ekki sjö dagana sæla ef það var ekki saltfiskur eða skata á þeim drottins degi,“ segir Kjart- an. Skata og Steingrímur með rjómar- önd Elísabet segir að nokkrir hafi tekið sig til á Þorláksmessu í fyrra og pantað borð á skötuveislunni í ár. „Það eru bæði ungir sem aldnir að kaupa skötu og borða hana hér á Þor- láksmessu. Og það eru engu síður konur en karlmenn. Svo það þarf ekki endi- lega að vera eitthvert merki um karl- mennsku að borða mikið af vel kæstri skötu.“ Á annarri hæð í Sægreifan- um hefur Kjartan breytt gömlu ver- búðinni í veislusal. Hann hefur þó haldið nokkrum kojum svo menn geti lagt sig eftir matinn. „Stundum leggur hann sig þarna sjálfur,“ segir Elísabet, „og það hefur komið fyrir að hann hafi vaknað fyrir framan fullan sal af fólki sem komið er til að borða,“ segir hún og brosir við. Hefð er fyrir því að bjóða upp á Steingrím með rjómarönd í eftir- rétt á Sægreifanum en eins og fróðir menn vita kalla margir grjónagrautinn eftir Steingrími Hermannssyni, fyrrverandi for- sætisráðherra, eftir að hann hvatti landsmenn til að metta sig með grautnum í harðæri sem þá stóð. „Hann sagði grjónagrautinn bæði saðsaman og ódýran,“ segir Kjart- an. Leyndardómurinn liggur í þvaginu Fólk er einnig löngu farið að bóka sig í skötuveislu á Gallerí fiski en þar verður skata á borðum fram á kvöld. Meðhöndl- un skötunnar er listgrein í hugum þeirra bræðra Ásmundar og Lúðvíks Karls- sona. „Það eru til yfir 300 tegund- ir af skötu og hún er útbreidd um öll heims- ins höf,“ útskýrir Ásmundur meðan hann tínir hana upp úr körunum. „Við Íslandsstrendur eru fimmtán tegundir en algengustu matfisk- arnir eru skata eða pálskata sem er sú stærsta sem hér veiðist og svo náskata og tindskata. Verkun- in er kannski ekki flókin. Skatan er sett í kör og geymd í kæli en síðan ber að huga að því að tappa vökvanum af reglulega. Það sem gerist er það að þegar brjóskfisk- ur eins og skatan deyr breytist þvagefnið sem þeir bera í holdi sínu í ammoníak sem síðan rotver fiskinn. Það er áríðandi að ekki komist loft eða birta í skötuna á meðan verið er að kæsa hana og ef þetta er rétt gert er hún orðin góð eftir svona sex vikur. Að þessu loknu er hún yfirleitt hengd upp ósöltuð að vestfirskum sið í þrjár til fjórar vikur en sumir hafa sunnlenska hátt- inn á og salta hana eins og saltfisk.“ Forréttindin sem fylgja fnyknum Fleiri hefðir eru til sem bundnar eru við landshluta. Til dæmis eru Vestfirðingar og Norðlendingar vanari því að borða tindskötu eða tindabikkju meðan fólk af öðrum landshlutum sækir meira í stórskötuna. „Svo eru Vestfirðingar vanir hnoð mörn- um en Norðlendingar hamsatólg- inni,“ segir Jörgen. „Hér í Fiski- sögu er hnoðmörinn merktur með bókstafnum X. Einhverjir vilja meina að það sé svo að djöfullinn láti hann í friði, ég sel það nú ekki dýrar en ég keypti það,“ segir hann kankvís. Hnoðmör er búinn til úr lamba- fitu sem sett er í strigapoka og síðan barin. Jörgen kemst í jólaskap þegar skötuilmurinn fyllir verslunina en því fylgja svo viss óþægindi sem reyndar geta komið honum til góðs. „Ég þurfti að skjótast um daginn í Vodafone-verslun og fljót- lega var mér sagt að ég þyrfti ekki að taka númer því þeir vildu glað- ir afgreiða mig strax,“ segir versl- unarstjórinn og brostir við. Hann á von á því að selja rúm- lega tonn af skötu fyrir þessi jól í fiskbúðinni við Háaleitisbraut en á Sægreifanum og í Gallerí fiski vilja menn ekkert nefna í þessu samhengi. Það verður því að vera um sinn einn af leyndardómunum um þennan ófrýnilega fisk. Ég þurfti að skjótast um daginn í Vodafone- verslun og fljótlega var mér sagt að ég þyrfti ekki að taka númer því þeir vildu glaðir af- greiða mig strax. JÖRGEN SIGURÐSSON VERSLUNARSTJÓRI Í FISKISÖGU Fnykurinn kemur með jólafjörið Nú styttist í Þorláksmessu og margir farnir að huga að skötuveislunni. Jón Sigurður Eyjólfsson þefaði uppi fólk sem þekkir leyndar- dóma þessa ófrýnilega fisks sem lítið ber á uns desember rennur upp og hann verður allt í einu ómissandi. SKATAN TEKIN UPP ÚR KARINU Öll meðhöndlun skötunnar er listgrein hjá Ásmundi enda heitir verslunin og veitingastaðurinn Gallerí fiskur. Hann var í óða- önn að taka skötuna upp úr körum þegar blaðamann bar að garði. SKATA OG STEINGRÍMUR Á BORÐUM Sægreifinn Kjartan Halldórsson og Elísabet Skúladóttir sitja hér yfir kræsingum. Á diskum er tindabikkja og lóðskata en einnig þjóðlegur eftirréttur sem kallaður er Steingrímur á þessum bæ. ÞVÍLÍKUR ILMUR Jörgen Sigurðsson var ekki svikinn af skötunni sem borist hefur í búð. Lyktinni geta líka fylgt nokkur forréttindi sem geta komið sér vel í amstri dagsins. JÓN SIGURÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.