Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 72

Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 72
36 16. desember 2007 SUNNUDAGUR Stjörnur við sjóndeildarhringinn Á hverju ári koma einstaklingar fram á sjónarsviðið sem eiga það sameiginlegt að vekja athygli fyrir góðan árangur í starfi og leik. Þetta eru einstaklingar sem ná að skapa sér ákveðinn sess innan þjóðfélagsins og eignast jafnvel sinn eigin aðdáendahóp. Fréttablaðið skoðaði hvert svið fyrir sig og leitaði að verðandi stjörnum – þeim einstaklingum sem líklegir eru til að skara fram úr á næsta ári. LEIKLIST JÖRUNDUR RAGNARSSON Þessi 28 ára gamli leikari, sem útskrif- aðist úr Leiklistarskólanum á síðasta ári, hefur slegið í gegn í vetur í hlut- verki hins óörugga og þunglynda Dan- íels Sævarssonar í sjónvarpsþáttunum Næturvaktinni á Stöð 2. Þá var hann í stórum hlutverkum í kvikmyndunum Astrópía og Veðramót, og fyrir frammi- stöðu sína sem misþroska drengur í síðarnefndu myndinni hlaut Jörund- ur Edduverðlaun. Þá hefur Jörund- ur ekki síður verið duglegur á sviðinu og hefur meðal annars komið fram í Footloose, Lík í óskilum, Killer Joe og fleiri verkum. Ef afköst Jörundar frá út- skrift verða sambærileg á næsta ári má búast við því að hann verði orðinn einn af eftirlætisleikur- um þjóðarinnar áður en langt um líður. ÍÞRÓTTIR ERLA DÖGG HARALDSDÓTTIR Hin nítján ára gamla Erla Dögg komst í sviðsljósið fyrir nokkrum vikum þegar hún hófst handa við að bæta fjölmörg Íslands- met í bringu- og fjórsundi kvenna, meðal annars allt að fimmtán ára gömul met Ragnheiðar Runólfsdóttur. Erla Dögg hefur bætt sig gríðarlega mikið á síðustu mán- uðunum og sér ekki fyrir endann á þeim framförum. Næsta ár er Ólympíuár og ef Erla Dögg heldur rétt á spöðunum gæti hún auðveldlega orðið ein af vonarstjörn- um íslenska hópsins. Fyrst þarf Erla þó að ná lágmörkunum, en miðað við formið sem hún er í ætti það að vera formsatriði. Hún hefur öll þau persónueinkenni sem þarf til að ná langt, geysilega metnaðarfull og skynsöm stúlka sem þó passar sig að halda báðum fótum á jörð- inni. MYNDLIST Ragnar Kjartansson Þótt Ragnar sé enginn nýgræðing- ur á sviði listanna hefur hann líklega verið þekktastur fyrir afrek sín á tón- listarsviðinu, sem söngvari hljómsveita á borð við Trabant og Funerals. Færri vita að Ragnar er einstakur myndlistar- maður, sem í síðasta mánuði var valinn til að vera fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum 2009. Hann er sonur þeirra Guðrúnar Ásmundsdóttur, leikskálds, leikkonu og leikstjóra, og Kjartans Ragnarssonar, leikstjóra og leik- skálds, og er alnafni afa síns, sem var mikill frumkvöðull í ís- lenskri myndlist. Ragnar útskrifaðist úr myndlistardeild LHÍ árið 2001 og hefur frá þeim tíma tekið þátt í fjölda samsýn- inga, sett upp innsetningar og framið hina ólíklegustu gjörn- inga. Sagt hefur verið um Ragnar að verk hans verði til á landamærum leikhúss, tónlistar og annara listgreina og hefur hann meðal annars unnið með myndbönd, olíu, teikningar, ljósmyndir og ýmislegt fleira. TÓNLIST Poetrix Rappið hefur verið á nokkru undanhaldi í íslensku tónlist- arlífi en með tilkomu hins 21 árs gamla Sævars Daníels Kolandavelu, sem kemur fram undir listamannanafninu Poetrix, gera menn sér von um að sú þróun muni snú- ast við. Poetrix hefur þegar vakið nokkra athygli fyrir fram- bærilegar lagasmíðar og hnyttna og beinskeytta texta. Fyrsta sólóplata hans er væntanleg í febrúar á næsta ári og nýtur hann þar aðstoðar ekki ómerkari manna en Bubba Morthens, Einars Ágústs, Davíðs Þórs Jónssonar og fleiri þekktra tónlistar- manna, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa gegndarlausa trú á hæfileik- um Poetrix. VIÐSKIPTI Jón Sigurðsson Sem nýráðinn forstjóri FL Group, eins af mest áberandi félögum Kauphallar Íslands, er óhjákvæmilegt að meira muni bera á Jóni Sigurðssyni í umræðunni en verið hefur til þessa. En þótt hinn 29 ára gamli Jón hafi látið tiltölu- lega lítið fyrir sér fara í fjármálageiranum frá því að hann steig inn í hann fyrir rúmum fimm árum hefur hann mikil ítök, til dæmis sem stjórnarmaður í Glitni, Tryggingamiðstöðinni og Hitaveitu Suð- urnesja. Jón er auk þess afar vel les- inn, þykir ljóngáfaður og hefur allt að bera til að njóta mikillar velgengni í viðskiptalífinu á komandi misserum. RITSTÖRF Kristín Eiríksdóttir Kristín var ef til vill ekki mest áberandi með- limurinn í Nýhil-kreðsunni en sannarlega einn sá hæfileikaríkasti. Hún stimplaði sig rækilega inn aðeins 23 ára gömul með frum- raun sinni Kjötbænum, og vakti athygli fyrir frumleika, sprengikraft og bráðþroska tilfinn- ingu fyrir ljóðmáli. Hélt áfram að þróa stílinn í annarri bók sinni, Húðlitri auðninni, sem kom út í fyrra, og vinnur nú að sinni fyrstu skáld- sögu, sem kemur væntanlega út á næsta ári. Kristín er höfundur sem ástæða er til að fylgjast með á næsta ári. STJÓRNMÁL Erla Ósk Ásgeirsdóttir Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug að aldri hefur Erla Ósk verið lengi í forystusveit ungliðahreyfingar Sjálfstæð- isflokksins. Flestir eru sammála um að hún sé einn af framtíðarleiðtogum flokksins og hefur hún verið nefnd sem arftaki Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Erla Ósk var nýlega endurkjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og í upphafi síð- asta mánaðar settist hún á þing í fyrsta skipti sem vara- maður Birgis Ármannssonar. Og miðað við kraftinn og áræðnina sem hún sýndi á fyrstu dögum sínum sem þingmaður, þar sem hún lagði meðal annars fram frumvarp um afnám lágmarksútsvars sveitarfélaga, verður þess væntanlega ekki langt að bíða að Erla Ósk láti að sér kveða á stóra sviðinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.