Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 90

Fréttablaðið - 16.12.2007, Side 90
54 16. desember 2007 SUNNUDAGUR Enska úrvalsdeildin: Birmingham-Reading 1-1 1-0 Mikael Forssell (4.), 1-1 Stephen Hunt (51.). Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru í byrjunarliði Reading í leiknum. Derby-Middlesbrough 0-1 0-1 Sanli Tuncay (38.). Fulham-Newcastle 0-1 0-1 Joey Barton (90+3.). Man. City-Bolton 4-2 1-0 Rolando Bianchi (7.), 1-1 El Hadji Diouf (31.), 1-2 Kevin Nolan (40.), 2-2 Lubomir Michalik(48.), 3-2 Darius Vassell (77.), 4-2 Kelvin Etuhu (90.). Heiðar Helguson var ekki með Bolton í leiknum. Portsmouth-Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (81.). Hermann Hreiðarsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu. Sunderland-Aston Villa 1-1 1-0 Danny Higginbotham (10.), 1-1 Shaun Maloney (73.). West Ham-Everton 0-2 0-1 Yakubu (45+1.), 0-2 Andy Johnson (90+4.). Wigan-Blackburn 5-3 1-0 Denny Landzaat (10.), 2-0 Marcus Bent (12.), 3-0 Paul Scharner (37.), 3-3 Santa Cruz (45, 50 og 61.). 4-3 M. Bent (66.), 5-3 M. Bent (81.). STAÐAN Í DEILDINNI: Arsenal 16 11 4 1 33-14 37 Man. Utd. 16 11 3 2 29-8 36 Chelsea 16 10 4 2 24-9 34 Man. City 17 10 3 4 24-19 33 Liverpool 15 8 6 1 27-9 30 Everton 17 10 3 5 31-16 30 Portsmouth 17 8 6 3 28-15 30 Aston Villa 17 8 4 5 28-20 28 Blackburn 17 7 5 5 23-24 26 Newcastle 17 7 4 6 24-26 23 West Ham 16 6 4 6 20-14 22 Tottenham 17 4 6 7 29-29 18 Reading 17 5 3 9 22-34 18 M‘brough 17 4 5 8 16-28 17 Birmingham 17 4 3 10 18-27 15 Bolton 17 3 5 9 17-32 14 Sunderland 17 3 5 9 16-32 14 Fulham 17 2 7 8 18-28 13 Wigan 17 3 3 11 17-33 12 Derby 17 1 3 13 6-39 6 Enska 1. deildin: Burnley-Preston 2-3 Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu og fékk að líta rauða spjaldið á 90. mínútu. Skoska úrvalsdeildin: Rangers-Hearts 2-1 Eggert G. Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Það var mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar átta leikir fóru fram. Everton og Manchester City halda áfram að gera góða hluti, Wigan vann mikil- vægan sigur í botnbaráttunni og Tottenham er hugsanlega komið á beinu brautina. West Ham byrjaði leikinn betur gegn Everton og virtist til alls lík- legt í fyrri hálfleik, en liðið fór illa að ráði sínu fyrir framan mark gestanna. Everton nýtti hins vegar eitt af fáum færum sínum í fyrri hálfleik þegar hinn sjóðandi heiti Yakubu skoraði laglegt mark í upp- bótartíma fyrri hálfleiks eftir góðan undirbúning Mikael Arteta og Tim Cahill. Everton réð ferðinni Everton tók svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik og var mun nær því að bæta við marki heldur en West Ham að jafna. Andy Johnson inn- sigldi góðan útisigur Everton svo á lokasekúndum leiksins. Sannkölluð markaveisla Manchester City lagaði stöðu sína í toppbaráttunni þegar liðið kom til baka gegn Bolton eftir að hafa lent 1-2 undir í fyrri hálfleik. City vann leikinn örugglega 4-2 og við- hélt því 100% sigurhlutfalli sínu á Borgarleikvanginum í Manchester og komst upp í fjórða sæti deildar- innar. Wigan náði heldur betur að bíta frá sér þegar heillum horfið lið Blackburn kom í heimsókn. Það er greinilegt að Steve Bruce er búinn að finna taktinn hjá Wigan og leik- menn liðsins komnir með gott sjálfstraust. Leikurinn var í meira lagi kaflaskiptur þar sem Wigan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins áður en Blackburn náði að jafna 3- 3, með þremur mörkum frá Rocha Santa Cruz. Blackburn var manni færri frá 57. mínútu þegar Brett Emerton fékk að líta rauða spjaldið og Wigan menn gengu á lagið á ný þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Marcus Bent skoraði þá tvívegis og fullkomnaði þrennu sína í leikn- um og lokatölur því 5-3. Tottenham á réttri leið Juande Ramos, stjóri Tottenham, virðist vera búinn að finna réttu blönduna með liðið eftir góðan sigur þess gegn Portsmouth á hinum erfiða útivelli Fratton Park. Tottenham, sem lagði Manchester City um síðustu helgi, skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tíu mín- útur voru til leiksloka og reyndist Dimitar Berbatov vera hetjan að þessu sinni. Sú staðreynd að Totten- ham hélt hreinu er ekki síður fagn- aðarefni fyrir Ramos þar sem liðið var búið að fá á sig 29 mörk fyrir leikinn í gær. Middlesbrough vann kjallara- slaginn gegn nýliðum Derby á Pride Park og náði með sigrinum að klifra upp í 14. sæti. Tuncay Sanli skoraði sigurmarkið í leikn- um, en þetta var þriðja markið hans í þremur leikjum. Newcastle hélt áfram á beinu brautinni þegar liðið heimsótti Ful- ham, en sigurmark leiksins kom ekki fyrr en í uppbótartíma þegar Joey Barton skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Þetta var annar sigur Newcastle í síðustu þremur leikj- um og Stóri Sam getur nú andað léttar, en Fulham er í bullandi fall- baráttu í 17. sæti deildarinnar. Fallbaráttan harðnar Fallbaráttuliðin Sunderland og Birmingham gerðu jafntefli í leikj- um sínum í gær, en eitt stig telur lítið á þessum tímapunkti á tíma- bilinu. Eflaust má líka tala um tvö töpuð stig hjá Sunderland og Birm- ingham sem voru yfir í leikjum sínum gegn Aston Villa og Reading. omar@frettabladid.is Markasúpa í enska boltanum í gær Það var mikið skorað í gærdag þegar átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni. Wigan vann Blackburn í átta marka leik og styrkti stöðu sína í fallbaráttunni, Man. City og Everton styrktu stöðu sína í efri hluta deildarinnar og Tottenham vann nokkuð óvæntan útisigur á spútnikliði deildarinnar, Portsmouth. MARK Yakubu, framherji Everton, kemur liði sínu yfir gegn West Ham á Upton Park í gær, en þetta var níunda mark Nígeríu- mannsins í deildinni. Everton vann leikinn 0-2 og komst með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Boston Celtics hélt sigurgöngu sinni áfram í fyrrakvöld þegar liðið lagði Milwaukee Buck auð- veldlega að velli, 104-82, en þetta var áttundi sigur Boston í röð og sá 19. af 21. leik á tímabilinu. Enn fremur jafnaði Boston heimaleikjamet sitt þar sem liðið hefur unnið alla tólf heimaleiki sína í TD Bank- north Garden-höllinni. Jafnræði var með liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum og staðan var 44-46 Boston í vil í hálfleik. Í þriðja leikhluta tók Boston á flug og skoraði tólf stig í röð og alls 32 stig á móti 15 stig- um Milwaukee sem átti ekki möguleika eftir það í leiknum. Paul Pierce stal senunni að þessu sinni í liði Boston og skor- aði 32, Rajon Rondo kom næstur með 17 stig og átta stoðsending- ar og Kevin Garnett var með 15 stig og sjö fráköst. Hjá Mil- waukee var Mo Williams atkvæðamestur með 14 stig. Paul Pierce var sáttur í leiks- lok og kvaðst hafa notað tæki- færið til að draga vagninn í fjar- veru stórstjörnunnar Ray Allen hjá Boston-liðinu. „Ég ákvað að keyra mikið sjálfur og vera sókn- ardjarfur og koma liðinu á sigl- ingu, mér fannst ég þurfa að taka aðeins af skarið þar sem við vorum án Ray Allen og það gekk ágætlega upp,“ sagði Pierce. - óþ ÖFLUGUR Paul Pierce hefur verið frábær hjá Boston Celtics í vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Boston sigraði Milwaukee örugglega í fyrrakvöld: Boston óstöðvandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.