Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 4
4 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR P IP A R • S ÍA • 7 2 3 7 7 Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is P IP A R • S ÍA • 7 2 3 7 7 -2kr.Dælulykill Dælulykilinn veitir nú -2 krónur í afslátt EINKALÍF Persónuvernd segir það mundu ganga gegn hagsmunum einstaklinga ef útbúin yrði skrá um greiðsluhegðun þeirra eins og fyrirtækið Lánstraust sótti um leyfi til þess að gera. Lánstraust vildi fá að safna saman og skrá upplýsingar frá kröfuhöfum um greiddar kröfur. Safnað yrði upplýsingum um kennitölu greiðanda, gjalddaga eða eindaga og greiðsludag kröfu. Þetta yrði fært í kerfi – „greiðslu- hegðunarkerfi“ – sem myndi sýna hegðun viðkomandi, það er hversu mörgum dögum fyrir eða eftir gjalddaga eða eindaga hann greiði reikninga sína í hverjum ársfjórð- ungi, eins og segir um fyrir ætlanir Lánstrausts í ákvörðun Persónuverndar. Lánstraust telur upplýsingar um það hvernig einstaklingur hafi hagað sér í fortíðinni gefi vísbend- ingar um framtíðarhegðun hans, bæði um greiðsluhegðun og aðra þætti. Fyrirtækið vísar til þess að vinnsla almennra persónuupplýs- inga sé heimil ef hún er nauðsyn- leg til þess að ábyrgðaraðili geti gætt lögmætra hagsmuna nema grundvallarréttindi og frelsi ein- staklinganna sem eigi að skrá vegi þyngra. „Við beitingu þessa ákvæðis þarf að vega og meta hvort vegi þyngra; annars vegar hagsmunir af því að vinnslan fari fram og hins vegar hagsmunir af því að hún geri það ekki,“ segir Persónu- vernd sem segir að meðal annars eigi að líta til þess markmiðs lag- anna að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grund- vallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einka- lífs. Hin fyrir hugaða vinnsla Láns- trausts er sögð mundu hafa orðið mjögumfangsmikil. „Má ætla að ef af verði muni upplýsingar verða unnar um greiðsluhegðun megin- þorra þjóðarinnar. Af þeim sökum má ætla að aðstæður þeirra, sem upplýsingarnar varða, séu um margt ólíkar og vinnslan komi því mjög misjafnlega við þá,“ segir Persónuvernd. Aö sögn Persónuverndar var því hafnað að veita leyfið þar sem Lánstraust hafði ekki gert mat á því hvort myndi vega þyngra; hagsmunir hins skráða eða þess sem ætlaði að útbúa skrána. Þvert á móti lægi fyrir rökstudd niður- staða um að hagsmunir einstakl- inga séu meiri af því að slík vinnsla fari ekki fram. Ekki náðist í Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóra Lánstrausts, í gær. gar@frettabladid.is Bannað að skrásetja greiðsluvenjur fólks Fyrirtækið Lánstraust fær ekki að gera upplýsingabanka um það hversu langt frá gjalddaga hver og einn borgar reikningana sína. Persónuvernd segir slíka vinnslu andstæða grundvallarréttindum einstaklinga. ÞORLÁKSMESSA Í KRINGLUNNI Ekki var veitt leyfi til þess að útbúa gagnabanka um það hvenær einstaklingar á Íslandi greiða reikningana. Upplýsingarnar áttu að gefa vísbendingar um væntanlega greiðsluhegðun hver og eins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins (VB) hlýtur að þessu sinni Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Novators. Tilkynnt var um valið í gær. Björgólfur segir krónuna stærsta vandamál íslenskra fyrirtækja á árinu sem er að líða, að því er fram kemur í jólablaði Markaðarins. Er þetta í annað sinn sem Björgólfur hlýtur verðlaunin, en hann fékk þau árið 2002 eftir að hafa með fleirum keypt Lands- banka Íslands. Þá var Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, heiðruð sem frumkvöðull ársins. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu í gær. - óká Viðskiptaverðlaun VB 2007: Björgólfur Thor varð fyrir valinu VIÐ AFHENDINGU Margrét Pála Ólafs- dóttir, sem fékk frumkvöðlaverðlaunin, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Björgólfur Thor Björgólfsson, handhafi viðskiptaverðlauna VB. Rannsókn á útisvefni Vísindamaður við Háskólann í Oulu, eða Uleåborg, í Finnlandi hefur hafið rannsókn á því þegar ungbörn eru látin sofa úti í vagni sínum á veturna, að sögn finnska dagblaðsins Helsing- in Sanomat. Áratuga hefð er fyrir því að láta ungbörn sofa úti í Finnlandi en um 95 prósent foreldra gera það. FINNLAND PARÍS, AP Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir því að sex franskir hjálparstarfsmenn fái að afplána dóm í Frakklandi í stað Tsjad. Sexmenningarnir voru dæmdir til átta ára þrælkunarvinnu fyrir að hafa reynt að koma 103 börnum frá Tsjad í október. Yfirvöld í Tsjad hafa á móti áréttað að þau muni eiga síðasta orðið í máli sexmenninganna, hvað sem verður. Talið er að dómur yfir fólkinu yrði mildaður kæmist það til Frakklands í afplánun, meðal annars vegna þess að þar eru fangar ekki látnir vinna þrælkun- arvinnu. - sh Frönsk yfirvöld ræða við Tsjad: Vilja Frakkana heim frá Tsjad                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, -+, .+,  /0 1+,  /0 -+, 23+,4 /0 5+,  /0 -+,  /0 6+,  /0 6+,  /0 1+,  /0 1+,4 /0 2*+,  /0 27+,  /0 37+,  /0       !"" #$ %#&' (%)'' &*%$ $+ ,-". &% #$ %#& ' (%) && & $#/0 &"  && 1($  2& &".+  "%. & 0'% ", % )& $ &"   #&%3))$&   $$, /) . %&""%.&&  &% $  &  $ &" "%.$ 4"" #$$ $ , -5677 8!$%!$#""$ /1 " ,9&": &"$, 1859 2183.9 $ , $ &&2 !$ =<     >   ;   > <      < <          SLYS Ung kona var hætt komin í jólaboði annan dag jóla þegar hún gleypti óviljandi skraut sem haft var til borðskreytingar. „Ég hélt fyrst að þetta væri kjötbiti sem stæði í mér,“ segir Dagrún Þor- steinsdóttir sem varð fyrir þessari óskemmtilegu reynslu. „Ég reyndi að ná bitanum upp en það gekk ekki svo við leituðum til læknis sem býr í grenndinni og hann sagði mér að fara beinustu leið í bráðamóttökuna og þar ældi ég þessu upp og sá að þetta var jólaskraut á stærð við tíkall. Þetta var svona plaststjarna og það sveið vel undan öngunum sem stungu í vélindað.“ Hún telur líklegast að skrautið hafi fest við peysuerm- ina þegar hún var að teygja sig eftir mat og hafi svo leynst undir sósu eða öðru meðlæti með fyrrgreindum afleiðingum. Ingibjörg Sigurþórs- dóttir bráðahjúkrunar- fræðingur segir tilfelli sem þessi ekkert algeng- ari en ella um hátíðarn- ar. En á bráðavaktinni eru menn þó ýmsu vanir í þessum efnum og er sérstakt aðskotahluta- safn á nef-, háls- og eyrnalækningadeild til vitnis um það. Þar gefur meðal annars að líta tannbursta sem sat fastur í hálsi eins árs stúlku, nælu með norska fánanum sem tekin var úr vélinda sex ára drengs, stoppu- nál sem hirt var úr koki 20 ára pilts, tannstöngul sem var í nös 13 ára pilts og teiknibólu sem fjarlægð var úr lungnagrein átta ára stelpu. - jse Ung kona hætt komin eftir að hafa gleypt skraut: Jólaskrautið stakkst í vélindað DAGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR Hún varð fyrir því óláni að leggja sér jólaskraut til munns. Þetta var plaststjarna og var það mikið kvalræði þegar angar hennar stungust í vélindað, segir Dagrún. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA AÐSKOTAHLUTASAFNIÐ Meðal hluta í safninu er næla með norska fánanum. OHIO, AP Lágt ullarverð og hár kostnaður við að rýja kindur hefur gert það að verkum að margir sauðfjárbændur í Bandaríkjunum hafa snúið sér að ullarlausum kindum. Þeir óttast að listin að rýja kindur muni í náinni framtíð heyra sögunni til. Í stað hefðbundinna ullarkinda snúa bændur sér að kindum sem vex hárfeldur í stað ullar og þarf því ekki að rýja árlega. Ein vinsælasta tegundin er svokallað- ur Katahdin-stofn, sem fyrst var ræktaður af erfðafræðingum fyrir um 30 árum. - sh Rúningaþreyttir bændur: Kindur með hár sífellt vinsælli KIND MEÐ HÁR Katahdin-stofninn nýtur sívaxandi vinsælda. GENGIÐ 27.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,0152 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 63,06 63,36 125,49 126,11 91,4 91,92 12,255 12,327 11,396 11,464 9,664 9,72 0,5511 0,5543 98,77 99,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Rangt var farið með föðurnafn Gísla Hvanndal, höfundar Biblíu gáfaða fólksins, í blaðinu á laugardag. Gísli er Ólafsson. LEIÐRÉTTING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.