Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 20

Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 20
20 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2007 Hugleikur Dagsson er höfundur leikritanna Forðist okkur og Leg. Eftir hann liggur einnig fjöldi teiknimyndabóka með kolsvört- um húmor. Tvær þeirra hafa verið þýddar á ensku og gefnar út af Penguin Books; Should you be laughing at this? og Is this supposed to be funny? Innlendir vendipunktar 2007 Fréttablaðið gerir nú upp árið með greinum um innlenda vendipunkta eftir landskunna Íslendinga. Vendipunktarnir snúast um markverðar fréttir á árinu, sem eiga það sammerkt að vera fréttir um eitthvað nýtt sem gerðist eða breytingar sem hafa áhrif til frambúðar. Myrkraverk í miðborginni Bæði jákvæðar og neikvæðar fréttir bárust af miðborg Reykjavíkur á árinu, eins og túlkaðar eru hér í teikningum Hugleiks Dagssonar. Hinn 1. júní var bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum og þegar fólkið þyrptist út til að reykja, var kvartað undan sóðaskapnum sem því fylgdi. Þá var lögreglan með sérstakt átak um helgar þar sem þeir sem ekki gátu hamið sig voru sektaðir fyrir að kasta af sér vatni utandyra. En á milli frétta um ofbeldi og sóðaskap bárust einnig fréttir af væntanlegri uppbyggingu í miðborginni, fyrirhugaðri verslunarmiðstöð og að Samson-feðgar væru búnir að tryggja Listaháskólanum húsnæði við Laugaveginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.