Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 23

Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM ÁRAMÓT MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. ÚTLITIÐ FULLKOMNAÐ Fylgihlutir um áramót mega vera ýktir, glitrandi og gylltir. ÁRAMÓT 3 DÝRIN RÓUÐ UM ÁRAMÓT Ekki eru allir jafn hrifnir af skotgleði landans um áramótin. Sif Traustadóttir dýralæknir veitir góð ráð. ÁRAMÓT 2 Björgunarsveitir landsins vinna óeigingjarnt starf launalaust og standa sveitirnar sjálfar að mestu undir rekstrinum með ýmiss konar fjáröflun. „Flugeldasalan er langmikilvægasta fjáröflunin, hún heldur uppi björgunarsveitunum og hjá mörgum heldur hún uppi 80-90 prósentum af rekstrinum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í Landsbjörg eru 18 þúsund félagsmenn um land allt. „Við erum með 100 björgunarsveitir á okkar snærum, allar björgunar- sveitir landsins og svo um 70 slysavarnadeildir og 50 unglingadeildir.“ Ólöf útskýrir að hver eining sé fjár- hagslega sjálfstæð um kaup á tækjum og þjálfun á mannskap. „Björgunarsveitirnar þurfa að vera ótrúlega vel tækjum búnar og með aukinni jeppaeign landsmanna hafa björgunarsveitirnar þurft að ganga enn lengra í tækjakaupum því þær þurfa að komast allt sem almenningur kemst. Svo eru miklir peningar í göll- um, öryggisbúnaði og sjúkratjöldum og svo þarf hús undir allt dótið, borga rafmagn og fasteignagjöld, svo þetta er mjög dýr rekstur.“ Mikil áhersla er lögð á þjálfun og rekur Slysa- varnafélagið Landsbjörg björgunarskóla þar sem fólk lærir að verða björgunarmenn. „Þú þarft að ljúka ákveðnu námi til að mega fara í útkall en það tekur yfirleitt tvö ár að klára það, hins vegar er hægt að nýta starfskrafta allra því það eru mörg störf þarna í kring,“ segir Ólöf. Ekki eru fluttar fréttir af öllum útköllum björgun- arsveitanna. Þau eru um 1.200 til 1.400 á ári eða 3-4 á dag allt árið um kring. Ólöf útskýrir að á bak við hverja stund í útkalli séu 12 aðrar vinnustundir í viðhaldi tækja, þjálfun og fleira, svo starf björgun- arsveitanna er meira en margur gerir sér grein fyrir. „Björgunarsveitarfólk vinnur launalaust og verð- ur oft fyrir vinnutapi og röskun á sínu lífi, útköllin eru á öllum tímum sólarhrings og fólk þarf að vera tilbúið að stökkva hvort sem það er dagur eða nótt. Það er samt einhver gleði í allri vinnunni og þetta er góður félagsskapur, fólk fær tækifæri til að sinna áhugamálum sínum í gegnum starfið og láta gott af sér leiða, fólk er ánægt þegar það bjargar einhverj- um, það eru launin,“ útskýrir Ólöf en flugeldasalan hefst í dag hjá björgunarsveitum um allt land. heida@frettabladid.is Þegar neyðin er stærst Ólöf Snæhólm, kynningar- fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, vill minna fólk á hlífðargleraugun um áramótin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.