Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 32
 28. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Guðni J. Hannesson, yfirmaður snjómoksturs hjá Reykjavíkurborg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Meðan flestir borgarbúar sofa eru starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar hennar að störfum við að tryggja að götur borgarinnar séu greiðfærar. Á veturna þarf að huga að ástandi gatna og færð innanbæjar í Reykjavík. Umferð er mikil og því mikilvægt að draga úr hálku og moka snjó. Það er Malbikunarstöðin Höfði sem sér um snjómokstur fyrir Reykjavíkurborg en undirverktaki þeirra er Íslenska gámafélagið. „Þeir vinna að þessu saman, Höfði með fjóra bíla og Gámafélagið með þrjá. Við höfum samning við Malbikunarstöðina og tímabilið er frá 15. nóv- ember til 15. apríl. Á þeim tíma eru vaktir og þær standa frá 4 á nóttunni til 11 á kvöldin. Vaktirnar eru tvískiptar og svo eru einnig helgarvaktir,“ segir Guðni J. Hannesson hjá Reykjavíkurborg en hann er yfir snjómokstri og söltun hjá borginni. Guðni segir að helst séu notaðir vörubílar með fjöltengibúnaði við að salta og moka götur. „Bílarn- ir eru alltaf tilbúnir yfir nóttina. Við erum á vakt frá 4 á nóttunni til 11 á kvöldin en á öðrum tímum erum við í viðbragðsstöðu.“ Guðni hefur mikla reynslu í þessu fagi og okkur lék því forvitni á að vita hvort mikil breyting hefði orðið frá því hann byrjaði. „Ég er búinn að vera í þessu starfi í tuttugu ár og þar á undan var ég á bílum, þannig að ég er búinn að vera viðloðandi þetta í þrjátíu ár. Það hefur orðið mikil breyting í bíla- og tækjakosti.“ Þegar blaðamaður spyr Guðna út í til- litssemi ökumanna svarar hann með því að vitna í sjónvarpsþættina Næturvaktina. „Sæll, eigum við að ræða það eitthvað. Það er mikill skortur á tillits- semi í umferðinni. Auðvitað eru það ekki margir sem eru tillitslausir en þeir skapa hættu og óþæg- indi. Fólk verður að hugsa um fleira en sjálft sig í umferðinni.“ Guðni segir að nú sé unnið að því að nota frekar pækil en hefðbundnar söltunaraðferðir. „Í ísingu og þegar er þunnt lag á götunum notum við pækil. Það er fljótvirkara og sparar saltmagnið. Þetta er fram- tíðin og þetta er einnig komið í notkun hjá Vegagerð- inni hér á suðurhorninu.“ Guðni segir að oft sé saltað án þess að fólk átti sig á því. „Við erum oft að berjast við þessa lúmsku hálku og tryggjum að göturnar séu greiðfærar.“ - öhö Mikilvægt að göturnar séu alltaf greiðfærar Lítið hefur verið um snjómokstur í vetur en heldur betur bætti í um jólin. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.