Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 54
 28. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR16 ● fréttablaðið ● vinnuvélar „Við kennum á allar stærðir og gerðir vinnuvéla hér og aðsókn- in hefur verið fín,“ segir Þráinn Elíasson, skólastjóri Ökuskóla Suðurlands. Hann segir námskeið- in venjulega haldin þrisvar á ári hverju og að um fimmtán manns sitji námskeiðið í senn. „Þetta er bóklegi hluti vinnu- vélaprófsins en sá verklegi er hjá verktökunum. Þegar nem- endur hafa lokið prófi hjá okkur fara þeir oftast að vinna hjá aðila sem hefur kennsluréttindi. Þegar menn eru búnir að æfa sig á vélina er kallaður til prófdómari frá Vinnueftirliti ríkisins og hann metur færni nemandans.“ Þráinn segir mismunandi hvað menn séu lengi í þessu æfinga- námi áður en þeir verða metnir af Vinnueftirlitinu og fer það helst eftir því hversu lengi viðkomandi er að ná tökum á vélinni.“ Þráinn segir algengt að fyrir- tæki styrki starfsmenn sína til náms. „Þá eru verkalýðsfélögin dugleg að styrkja þá sem sækja vinnuvélanámskeið. Það er fólk á öllum aldri sem hingað kemur, en þó mest af ungu fólki. Það er þó eitthvað um fullorðið fólk, bændur og verktaka sem koma hingað til þess að fá sér réttindi.“ Námskeiðið er áttatíu kennslu- stundir og námsefni fæst að láni hjá skólanum. - öhö Vinnuvélanám er fyrir fólk á öllum aldri Misjafnt er hversu lengi fólk er að ná tökum á vinnuvélum. Vökvafleygar eru mikið notaðir við verktakavinnu þegar þarf að brjóta klappir eða vinna í erfið- um og hörðum jarðvegi. Kraft- vélar selja margar gerðir fleyga. „Við höfum verið að selja Rammer-fleygana sem eru finnsk- ir. Það eru mjög vandaðir og góðir fleygar. Við vorum að fá nýtt módel af þeim sem er fyrir minni vélarnar, frá einu tonni og upp að 5 og hálfu tonni. Síðan erum við líka komnir með Komatsu-fleyga frá sama fyrirtæki og framleiðir Komatsu-gröfurnar. Við erum að markaðssetja þessar tvær gerðir af fleygum,“ segir Ólafur Ársæls- son hjá Kraftvélum. Hann segir alltaf mikla sölu í fleygum. „Menn eru hættir að vinna svona í höndunum og þá eru menn meira og minna hættir að sprengja. Menn sprengja of lítið að mínu viti. Það er verið að láta fleygana vinna allt of mikið á berginu.“ „Árið 2004 kom Sandvik fram með algjörlega nýja hugmynd af fleyg. Þetta eru fleygar ætlaðir á vélastærðir frá 0,8 tonnum og upp í 5,5 tonn. Það sem gerir þessa fleyga sérstaka er að þá þarf ekki að smyrja með feiti og þarfnast þeir því minna viðhalds en aðrir fleygar og svo á að vera mjög erf- itt ef ekki ómögulegt að brjóta stálið í þeim,“ segir Stefán Gests- son sem ásamt Ólafi annast sölu á fleygunum. Ólafur segir hönnun hamars- ins byggjast á því að það þurfi ekki að smyrja hann sérstaklega. „Það eru nælonfóðringar í honum og endingin því betri og þetta ein- faldar notkun á honum.“ Rétt vinnubrögð eru lykilatriði þegar verið er að fleyga. „Það sem skiptir mestu máli þegar unnið er með fleyg er að beita honum rétt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Menn hafa verið að nota fleygana í önnur verk og stundum hefur maður séð gröfur vega salt á fleygnum, svona rétt eins og menn séu að lyfta gröf- unni á fleygnum. Það fer mjög illa með hann og styttir ending- una verulega. Það á alltaf að hafa í huga að rétt beiting eykur end- ingu fleyganna mjög mikið.“ - öhö Vökvafleygarnir verða alltaf vinsælli Stefán Gestsson segir nýju fleygana nær óbrjótanlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.