Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 60

Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 60
 28. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR Bjarni Halldór Kristjánsson framkvæmdastjóri ásamt tveimur starfsmönnum Toyota vörulausna. Toyota vörulausnir hafa nú tekið við sölu á vöruhúsa- tækjum frá Toyota og BT hér á landi. Stefnt er að mikilli markaðssókn á næsta ári. „Toyota í Japan hefur nýverið gert umfangsmiklar breytingar á þeim hluta fyrirtækisins sem snýr að iðnaðartækjum. Lyftarar og vöru- húsatæki frá Toyota hafa hingað til verið seld undir merkjum Toyota Industrial Equipment. Með kaup- um Toyota á BT, stærsta fram- leiðanda vöruhúsatækja í heimi, ákvað Toyota að setja vörumerk- in tvö, Toyota Industrial Equip- ment og BT, undir einn hatt,“ segir Bjarni Halldór Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Toyota vörulausna. „Þannig var stofnað nýtt fyrir- tæki, Toyota Material Handling, um þessi tvö vörumerki og hefur Toyota unnið að því síðan að sam- ræma vöru og þjónustuframboð sem og að semja við umboðsmenn og endurseljendur. Við höfum kall- að okkur Toyota vörulausnir hér á landi.“ Bjarni segir mikla sókn fram undan en aðaláhersla fyrirtækis- ins er á lyftara og önnur tæki til vinnu í vöruhúsum og í verksmiðj- um. „Aðalviðskiptavinir okkar eru fiskvinnslur, vöruhús og verk- smiðjur eins og álver til dæmis. Fyrirtækið okkar, Toyota vöru- lausnir, var stofnað sérstaklega til að byggja upp öfluga sölu og þjón- ustu í kringum Toyota vörulausnir hér á landi.“ Toyota í lyftarasókn Arnarverk kaupir nýjan Dynapac-valtara Arnarverk hefur unnið við gatnagerð og undirstöður húsa frá 1993. Fyrir skömmu fékk Arnarverk ehf. afhentan nýjan Dynapac-valtara af gerðinni CA302 D. Valtarinn er 13 tonn, með þjöppumæli og snúnings- sæti. „Við notum þennan nýja valt- ara í alla jarðvinnu þar sem þarf að þjappa. Við vorum með annan fyrir svo nú erum með tvo. Fyrirtækið hefur starf- að við gatnagerð frá 1993 auk þess sem við höfum verið að vinna við frágang undir ný- byggingar. Þetta hefur stækk- að á undanförnum árum og fleiri verkefni kalla á aukinn vélakost,“ segir Ólafur Odds- son, eigandi Arnarverks. Það eru Kraftvélar sem selja valtarann en á vefsíðu þeirra kemur fram að allar upplýsing- ar um þjöppumælinn og tölvu- búnaðinn séu afhentar á ís- lensku og að það auðveldi not- endum að læra vel á búnaðinn. Ólafur Oddsson hjá Arnarverki. Suðurhraun 3 • 210 Garðarbær • Sími: 522-4600 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.