Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 86
42 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. eyja í Asíu 6. samtök 8. mál 9. forsögn 11. tveir eins 12. kál 14. kölski 16. hróp 17. traust 18. strit 20. 49 21. óskipulag. LÓÐRÉTT 1. fíkniefni 3. bardagi 4. þjappari 5. einkar 7. fíflalæti 10. spíra 13. sigað 15. ekkert 16. hljóðfæri 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. aa, 8. tal, 9. spá, 11. ll, 12. salat, 14. satan, 16. óp, 17. trú, 18. bis, 20. il, 21. ólag. LÓÐRÉTT: 1. hass, 3. at, 4. valtari, 5. all, 7. apaspil, 10. ála, 13. att, 15. núll, 16. óbó, 19. sa. „Við höfum auðvitað söng stund- ir á leikskólanum og þá er alltaf byrjað á laginu Í leikskóla er gaman. Þessa dagana er lagið Hesta Jói með Klaufunum vinsælast.“ Kristín Dís Kristjánsdóttir, starfsmaður á leikskóla. Bandaríski Óskarsverðlaunahaf- inn Quentin Tarantino kom til landsins snemma í gærmorgun með morgunflugi Icelandair frá New York. Með í för er félagi hans, hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth. Þeir hyggjast verja síð- ustu dögum ársins 2007 hér á landi. Þetta er í annað sinn sem Tarantino er um áramót á Íslandi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var athafnamaðurinn Eyþór Guðjónsson mættur út á Keflavíkurflugvöll árla dags og sótti þá félaga og ferjaði þá yfir á Nordica hótel en Eyþór var meðal framleiðenda kvikmyndarinnar Hostel II og lék eitt aðalhlutverk- anna í fyrri myndinni. Tarantino og Roth lögðu sig eftir langa flug- ferð á hótelherbergjum sínum en voru síðan mættir galvaskir í World Class strax eftir hádegi. Og fór kliður um salinn þegar stór- stjarnan gekk inn en leikstjórinn þótti vel í holdum eftir allt jólaátið. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur þessi heimsókn verið í burðarliðnum í dágóðan tíma. Tarantino varði áramótun- um hér fyrir tveimur árum. Þá aflaði hann sér reyndar nokkurr- ar óvildar þegar hann mætti skömmu síðar í spjallþátt Conans O‘Brian og fór mikinn um íslenskt næturlíf og ekki síst íslenskt kvenfólk, sem leikstjórinn sagði að drykki meira en hörðustu drykkjuhrútar. Félagarnir ætla að vera hér fram á nýársdag en þá fljúga þeir aftur heim til New York. - fgg Tarantino mættur til landsins MÆTTUR ENN OG AFTUR Quentin Taran- tino ætlar að verja síðustu dögum ársins á Íslandi. Með í för er leikstjórinn Eli Roth en Eyþór Guðjónsson er leiðsögu- maður þeirra hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta var eiginlega bara fyndið,“ segir plötusnúðurinn Árni Sveins- son, sem var handtekinn fyrir þvaglát á almannafæri seint á Þor- láksmessukvöld. Árni var þá við störf á skemmtistaðnum Prikinu, en brá sér út til að létta á sér þar sem röðin á klósettin var lengri en svo að hann hefði tíma til að bíða í henni. „Ég var að létta á mér þegar þessi lögreglubíll kemur með því- líku offorsi,“ útskýrir Árni, sem segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða. Í bílnum voru að sögn Árna þrír lögreglumenn, „tveir nýir strákar og einn gamall jaxl. Sá var rosa harður og mér sýndist að þessum tveimur ungu væri hálfbrugðið,“ segir Árni. Árni segist aðspurður hafa sagt lögreglumönnunum að hann ætti erfitt með að koma með þeim, og reyndi að skýra mál sitt. „Þeir gáfu mér ekki færi á því, heldur skelltu mér bara í járn og til- kynntu að ég væri hér með hand- tekinn,“ segir Árni. „Þetta var mjög súrrealískt. Þeir sögðu meira að segja við mig að ég mætti alveg fara út að pissa, en þetta væri of augljós staður. Hefði staðarvalið verið betra hefði ég sem sagt ekki verið handtekinn,“ bætir hann við. Við tók ferð upp á lögreglustöð og skýrslutaka, og segist Árni hafa verið sektaður um tíu þúsund krónur. Þó að Árna finnist hrakfarirnar helst efni í góða jólasögu finnst honum þó einnig eitthvað bogið við aðfarirnar. „Á meðan þeir vörðu starfskröftum þriggja lög- reglumanna í að slást við mig hefði alveg eins getað verið hópnauðg- un niðri á Hallæris- plani,“ segir Árni. „Ég hef alveg samúð með því að þeir séu undir- mannaðir og fái ekki frið til að vinna fyrir einhverjum ölvuð- um hálfvitum niðri í bæ. Aftur á móti eru þeir engir snillingar í mannlegum samskiptum. Þeir eru frekar snillingar í því að vera eins og fílar í kristalsbúð,“ segir hann og hlær. - sun Plötusnúður handtekinn í pissupásu PLÖTUSNÚÐUR Í KLÍPU Árni Sveinsson var við störf á Prikinu á Þorláksmessukvöld þegar hann brá sér út fyrir til að létta á sér, og var handtekinn í kjölfarið. Níu handrit að leiknum sjónvarps- þáttum fengu styrk frá Kvik- myndamiðstöð Íslands nú í desem- ber en það er helmingsfjölgun frá undanförnum árum. Laufey Guð- jónsdóttir, forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvar, segir þetta glöggt merki um að mikill upp- gangur sé í framleiðslu leikins efnis fyrir sjónvarp. Að sögn Laufeyjar hefur sjón- varpssjóðurinn hækkað töluvert sem gerir Kvikmyndamiðstöðinni kleift að taka þátt í gerð leikinna þáttaraða í enn meira mæli. „Og hann mun halda áfram að hækka töluvert til ársins 2010 þannig að þetta er bara rétt að byrja,“ segir Laufey. Bæði RÚV og Stöð 2 hafa látið í veðri vaka að þær ætli að hella sér af verulegum krafti út í leikið íslenskt efni og þá er aug- ljóst að samningurinn umdeildi sem RÚV gerði við Björgólf Guð- mundsson hefur hleypt nýju blóði í sjónvarpsþáttaframleiðslu. Meðal þeirra þáttaraða sem hlutu styrk er Rannsóknardeildin en það eru þeir Sigurjón Kjartans- son og Ævar Örn Jósepsson auk Margrétar Örnólfsdóttur sem skrifa handritið að henni. Þátta- röðin er byggð á bókum Ævars Arnar og verður tekin til sýn- inga á RÚV á næsta ári. Auk þess má sjá nöfn þeirra Ragn- ars Bragasonar, Nínu Daggar Filippusdóttur og Unnar Aspar Stefánsdóttur, sem fá styrk fyrir þáttaröðina Fangar, og þær Kristín Helga Gunnars- dóttir og María Pálsdóttir fá einnig handritsstyrk fyrir Fíasól sem byggð er á vinsælum barnabókum. Þá fá Hugleikur Dagsson og Arnar Jónasson styrk fyrir Grafin öxi og Ragn- ar Hansson fyrir Gríma GK. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða tvær nýjar sjónvarpsþáttar- aðir frumsýndar á næstunni. Annars vegar Pressa á Stöð 2 sem hefur göngu sína 30. desember og hins vegar Mannaveiðar á RÚV. Stöð 2 hefur þegar tilkynnt um tvær nýjar þáttaraðir; Dagvakt- ina, sjálfstætt framhald hinnar SIGURJÓN KJARTANSSON: HANDRITSKÓNGUR ÍSLANDS Metár í gerð sjónvarpsefnis SIGURJÓN KJARTANSSON MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR TÓNLISTARMAÐUR Jólasýning Þjóðleik- hússins, frumsýnd annan í jólum, er einn af hápunkt- um leikársins. Að þessu sinni var á fjölum stóra sviðsins athyglis- verð leikgerð Baltasars Kormáks á verki Tsjek- hovs – Ívanoff. Ráðherrarnir Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal gesta auk Kára Stefánssonar. Spunnust spaklegar umræður um verkið í hléi, bæði í Gyllta salnum sem og á barnum í Þjóðleikhús kjallaranum. En heldur sló á ánægju þeirra kvenna sem vildu bregða sér á salernið í kjallara hússins þegar kom í ljós að þar var enginn klósett- pappír. Þurftu þær því að brölta prúðbúnar á háum hælum og galakjól- um á salernið uppi, misstu af mikilvægum mínútum í hinum ágæta selskap og hugsuðu Tinnu Gunnlaugsdótt- ur þjóðleikhús- stjóra þegjandi þörfina. Fyrir skömmu birtist í Kastljósi við- tal við Skagakonuna Valdísi Einars- dóttur, margfaldan sigurvegara í piparkökuhúsakeppni Kötlu. Þar sýndi Valdís nýjasta meistaraverk sitt og framlag sitt til keppninn- ar í ár, nákvæma eftirlíkingu af Fríkirkjuvegi 11 - húsinu sem fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, keypti fyrir 600 milljónir króna snemma á þessu ári. Kristín Ólafsdóttir, kona Björgólfs, mun hafa verið ein þeirra mörgu sem hreifst af pipar- kökuhúsinu í þættinum. Sagan segir að hún hafi jafnvel haft áhuga á að festa kaup á því þótt ekki hafi verið gengið frá þeim kaupum ennþá. Úrslitin í keppninni voru kunngjörð skömmu fyrir jól og þótti hús Valdísar hafa borið þar af öðrum. - jbg/sók FRÉTTIR AF FÓLKI geysivinsælu Næturvaktar, og Sylgju, en handritið að þeirri þáttaröð er unnið af þeim Silju Hauksdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni. Auk þess er Stöð 2 með í bígerð nýjan sakamálaþátt sem títtnefndur Sigurjón skrifar einnig handritið að ásamt Margréti Örnólfsdóttur, Maríu Reyndal og Kristni Þórðar- syni. freyrgigja@frettabladid.is Sigurjón Kjartansson kemur að skrif- um þriggja sakamálaþáttaraða sem eiga að fara í framleiðslu á næstunni auk gamanþáttaraðar. Kristín Helga Gunnarsdóttir vinnur að gerð handrits eftir barnabókum sínum um Fíasól og Margrét Örnólfsdóttir er í hand- ritsteymi Rannsóknar- deildarinnar sem byggð er á bókum Ævars Arnar Jóseps- sonar. MIKILL UPPGANGUR Í GERÐ SJÓNVARPSEFNIS Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Jón Ásgeir Jóhannesson. 2 Police. 3 Scott Skiles.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.