Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SKOÐANAKÖNNUN 74,1 prósent borg- arbúa segist ekki styðja nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar sem tekur við í dag. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stuðningur við meirihlutann er meiri meðal karla en kvenna: 34,8 prósenta stuðningur er meðal karla, en 16,6 prósent meðal kvenna. 88,5 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar. Þetta er mun minni stuðningur en fráfarandi meirihluti naut tveim dögum eftir að hann tók við. Í könnun Fréttablaðsins 13. októ- ber 2007 sögðust 56,5 prósent styðja nýjan meirihluta Samfylk- ingar, Vinstri grænna, Frjáls- lyndra og Framsóknarflokks. Mestur er stuðningur við meiri- hlutann meðal kjósenda Sjálfstæðis- flokks og Frjálslyndra, rúm 75 pró- sent. Þá segjast rúm 42 prósent kjósenda Framsóknarflokks styðja meirihlutann. Innan við tvö pró- sent kjósenda Samfylkingar og Vinstri grænna styðja hins vegar nýjan meirihluta. Af þeim sem ekki gefa upp hvað þeir myndu kjósa segjast 14,7 prósent styðja nýjan meirihluta. Jafnframt var spurt hvaða flokk svarendur myndu kjósa ef boðað yrði nú til kosninga. Fylgi Sjálf- stæðisflokks dregst saman um níu prósentustig frá könnun blaðsins 9. janúar og mælist nú 34,8 pró- sent. Fylgi Samfylkingar eykst um sjö prósentustig á sama tíma og mælist nú 42,3 prósent. Aðrar breytingar eru óverulegar. Þá segjast 56,9 prósent vilja Dag B. Eggertsson sem borgar- stjóra. 5,5 prósent nefna tilvon- andi borgarstjóra Ólaf F. Magnús- son og 18,1 prósent styður Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. - ss / sjá síðu 4 Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 24. janúar 2008 — 23. tölublað — 8. árgangur 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Fimmtudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 41% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 38% 68% B VEÐRIÐ Í DAG HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Litagleðin var mikil á tískusýningu í París í byrjun vikunnar þar sem vor- og sumarlínan 2008 frá Dior var sýnd. Fleiri myndir má sjá á síðu 3. DRAUMKENNDUR DIOR AUKNAR LÍKUR Á FÓSTURLÁTI Koffínneysla á með-göngu tvöfaldar líkur á fósturláti. HEILSA 2 TEXTÍLL TIL VEGS OG VIRÐINGARHrafnhildur Sigurðar-dóttir er á leið til Frakklands með nokk-ur verk á sýningu. HEIMILI 4 vetrarlíf Lesið í snjóinnÍslenskir fjallaleiðsögu-menn bjóða upp á snjó-flóðanámskeið í lok janúar. BLS. 10 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 HÁTÍSKA Í PARÍS Draumkenndur Dior Tíska Heilsa Heimili Í MIÐJU BLAÐSINS VETRARLÍF Hlaupið í frosti og brunagaddi Sérblað um veturinn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Eurovision-óð þjóð Íslendingar leggja mest upp úr undan- keppni Eurovision af öllum 43 þátttöku- þjóðunum þetta árið. FÓLK 44 Með yngri bæjar- stjórum Hjalti Þór Vignis- son, bæjarstjóri Hornafjarðar, er þrítugur í dag. TÍMAMÓT 32 Pólitísk misneyting „Ef eitthvað er pólitísk misneyting þá er það framganga Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn, einkum oddvitans,“ skrifar Árni Þór Sigurðsson alþingismaður. UMRÆÐAN 24 ÉLJAGANGUR Í dag verður fremur stíf suðvestanátt, snjó- eða slydduél, en úrkomulítið norðan- og austan til. Él austan til í kvöld. Hiti nálægt frostmarki syðra en vægt frost fyrir norðan. VEÐUR 4 STYÐUR ÞÚ NÝMYNDAÐAN MEIRIHLUTA BORGAR- STJÓRNAR? NEI 74,1% JÁ 25,9% Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins 23. janúar 2008 TÓNLIST Söngsveitin Luxor er hætt eftir hálft ár. Luxor er skilgetið afkvæmi Einars Bárðarsonar, sem varð til upp úr áheyrnarprófi. Edgar Smári Atlason, einn fimmenninganna í Luxor telur að metnaður fyrir hönd sveitarinnar hafi ekki verið nægur. Einar Bárðarson kom af fjöllum þegar Fréttablaðið náði af honum tali en sagði það leitt ef satt reyndist. Hann bendir á að gagnrýnendur hafi verið óvægnir við Luxor þótt þeir hafi selt 4.000 eintök af plötu sem þeir gáfu út fyrir jólin. - jbg / sjá Edgar Smári Atlason: Ævintýrið úti hjá Luxor LUXOR Drengjasveitin knáa hefur lagt upp laupana. Guðjón bætti met Guðjón Valur hefur ekki misst úr leik með landslið- inu á stórmóti síðan á EM 2000. ÍÞRÓTTIR 48 Fjórðungur styður nýjan meirihluta í borgarstjórn Einungis 25,9 prósent segjast styðja nýjan meirihluta borgarstjórnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi, en fylgi Samfylkingar eykst. Meirihluti vill Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. STJÓRNMÁL Björn Ingi Hrafnsson mun á fundi borgarstjórnar í dag óska eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Ákvörðun sína byggir Björn Ingi á því að eftir persónulegar árásir á sig frá Guðjóni Ólafi Jónssyni, fyrrum þingmanni Framsóknarflokksins, sé honum ekki lengur vært að sitja sem borgarfulltrúi. Hann segir árásirnar knúnar áfram af hatri í sinn garð. Björn Ingi sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem kemur fram að eftir hatrammar persónu- legar árásir frá samherjum í Framsóknarflokknum sé honum nauðugur einn kostur að hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Hann segir þá spurningu áleitna í sínum huga hvort heift og persónuleg óvild í sinn garð sé farin að bitna á fjölskyldu hans. Björn Ingi sagðist í viðtali við Fréttablaðið á tólfta tímanum í gærkvöldi vonast til þess að nú myndi komast á friður í Framsóknarflokknum. - shá / sjá síðu 6 Segir innanflokksdeilur knúðar áfram af hatri í sinn garð: Björn Ingi Hrafnsson segir af sér BJÖRN INGI HRAFNSSON HÆTTIR Björn Ingi Hrafnsson við dyrnar á heimili sínu í Seljahverfinu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hann segir að þótt hann sé hættur í borgarstjórn sé hann ekki hættur í Framsóknarflokknum. Hann sé hættur afskiptum sínum af stjórnmálum að sinni og segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann muni taka sér fyrir hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.