Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 2
2 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Jóhannes, er þetta vinsæl merkjavara? „Ja, það gengur varla að borgarstjór- inn sé merkingarlaus.“ Fyrirtækið Merking hefur varla undan við að búa til nýjar merkingar og skilti í Ráðhús Reykjavíkur vegna tíðra manna- breytinga. Jóhannes Jóhannesson er framkvæmdastjóri Merkingar. Naut í stroganoffsósu 0,5 ltr. Egils gos fylgir með 749 kr. Réttur dagsins VERSLUN „Reykjavíkurborg og fjármálaráðuneytið lýsa yfir vilja sínum til að tryggja framtíðar- staðsetningu Kolaportsins í Tollhúsinu næstu tíu árin,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna viljayfirlýsingar borgar- stjóra og fjármálaráðuneytisins um að bjarga Kolaportinu. Þar segir enn frekar að aðstaða Kolaportsins verði bætt með nýjum inngöngum á austur- og norðurhlið og starfsemi sem fram fer í húsinu efld. Þá verði gerður 10 ára leigusamningur við Reykja- víkurborg til framleigu vegna starfsemi Kolaportsins í Tollhús- inu í Reykjavík. - ovd Kolaportið áfram á sama stað: Tryggja framtíð Kolaportsins KOLAPORTINU BJARGAÐ Dagur B. Eggertsson og Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri Kolaportsins. SKIPULAGSMÁL „Miðað við það sem ég hef heyrt af þessum meiri- hlutaskiptum þá sé ég ekki alveg að þetta hafi nokkur áhrif,“ segir Benedikt Sigurðsson, stjórnarfor- maður Festar ehf., um þann þátt í málefnaskrá nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar um að það eigi að varðveita 19. aldar götumynd við Laugaveginn. Festar efh. er eigandi húsanna á Sirkusreit og hefur áætlanir um uppbyggingu á reitnum. „Það eru allir á því að það þarf að gera einhverja hluti til að bæta Laugaveginn og nánasta umhverfi en menn eru kannski svolítið misvísandi um hvað best sé að gera,“ segir Benedikt. - ovd Framkvæmdir á Sirkusreit: Nýr meirihluti hefur ekki áhrif FRÁ SIRKUSREITNUM Hús þar eru hluti af 19. aldar götumynd. ÍTALÍA, AP Mikið var þrýst á Roma- no Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, að segja af sér í gær vegna óvissu um hvort ríkisstjórn hans héldi velli. Prodi gekk í gær á fund Giorg- io Napolitano forseta. Neðri deild þingsins samþykkti í gær traustsyfirlýsingu við stjórn- ina, en í öldungadeildinni verður hún borin undir atkvæði á morgun. Stjórnin hefur meirihluta í neðri deild, en í efri deild missti hún eins manns meirihluta á mánudag þegar einn smáflokka, sem staðið hafa að stjórninni sagði skilið við félaga sína. - gb Ríkisstjórn Ítalíu að falli komin: Þrýst á Prodi að segja af sér ALÞINGI Stjórnvöld hyggjast ekki draga Landsvirkjun og RARIK út úr útrásarverkefnum með einka- aðilum, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn valdagírugur hentistefnu- flokkur, segir þingmaður Vinstri grænna. Valgerður Sverrisdóttir, varafor- maður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra um áform í útrás- armálum orkufyrirtækja í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær. Þar benti Valgerður á að sjálf- stæðismenn í borgarstjórn séu and- snúnir því að Orkuveita Reykjavík- ur taki þátt í útrásarverkefnum með einkaaðilum. Þveröfug sjónar- mið virðist uppi hjá sjálfstæðis- mönnum í ríkisstjórn, sem standi að útrás Landsvirkjunar og RARIK með einkaaðilum á borð við Lands- bankann. „Megi Sjálfstæðisflokk- urinn uppskera eins og til er sáð,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, þing- maður VG. Hún sagði ljóst af svari ráðherra að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn gírugur hentistefnuflokk- ur, sem segi eitt í borgarstjórn og annað á Alþingi. Árni sagðist ekki taka þessi ummæli Álfheiðar illa, Vinstri græn væru skiljanlega í uppnámi vegna borgarmálanna þessa dag- ana. Meginmáli skipti að rétt sé staðið að útrás fyrirtækja í opin- berri eigu með einkaaðilum. - bj Stjórnarandstaðan gagnrýnir tvöfeldni í stefnu Sjálfstæðisflokks í útrásarmálum: Gírugur hentistefnuflokkur TVENN SJÓNARMIÐ Valgerður Sverris- dóttir benti á misjafna afstöðu sjálf- stæðismanna í borgarstjórn og á þingi til orkuútrásar opinberra fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Breskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að svíkja út farmiða hjá Icelandair á Reykjavíkurflug- velli fyrir rétt tæpa eina og hálfa milljón króna. Hann hlaut sex mánaða fangelsisdóm, auk þess sem honum var gert að greiða sömu upphæð til flugfélagsins í skaðabætur og hann hafði svikið út úr því. Farmiðasvikin áttu sér stað á tímabilinu 16. september 2005 til 13. janúar 2008. Þau námu 1.447.000 krónum og fóru fram með þeim hætti að maðurinn lét skuldfæra, heimildarlaust, andvirði farmiðanna rafrænt á heimasíðu flugfélagsins á vefnum á greiðslukortareikninga annars fólks. Maðurinn hafði komist yfir nöfn þess og númer reikninga af greiðslukvittunum og ferðaðist vítt og breytt um Evrópu í ein þrettán skipti. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn fyrir fáeinum dögum við komuna til landsins. Rannsókn á máli hans gekk hratt og vel fyrir sig og er hann nú vistaður á Litla-Hrauni. Honum var auk skaðabótagreiðslunnar til flugfé- lagsins gert að greiða 284.500 krónur í málsvarnar- laun, svo og 13.600 krónur í ferðakostnað. - jss HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Þar var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi og til greiðslu skaðabóta. Breskur karlmaður á fertugsaldri handtekinn í Leifssstöð: Sveik út farmiða fyrir 1,5 milljónir VINNUMARKAÐUR Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að fulltrúar Starfsgreina- sambandsins, Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins haldi áfram að „menn vilji reyna að þoka þessu áfram en það hafi engin svör borist af hálfu atvinnurekenda sem auki bjartsýni.“ Sigurður segir að tveggja til þriggja ára samningur sé helst til umræðu. Ljóst sé að atvinnurek- endur vilji ekki gera mikið fyrir stuttan samning. Óþolinmæðin sé orðin töluvert mikil innan verkalýðshreyfingarinnar. - ghs Formaður Eflingar: Óþolinmæðin töluvert mikil STJÓRNSÝSLA Dómarafélag Íslands telur að Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra hafi ekki fært fram viðhlítandi rök fyrir því af hverju hann hafði ekki umsögn dóm- nefndar um hæfi umsækjenda til grundvallar við ráðningu í emb- ætti héraðsdómara. Í áliti sem félagið sendi frá sér í gær segir að við skipun í dómaraembætti beri ráðherra að hafa hliðsjón af umsögn matsnefndar um hæfi umsækjenda, þótt hann sé ekki bundinn af henni. Í álitinu segir jafnframt að sam- kvæmt lögum félagsins beri því að standa vörð um sjálfstæði dóm- stóla. Í ljósi þess markmiðs hafi félaginu fundist rétt að álykta um skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, ekki síst vegna þeirrar umræðu sem spratt af ráðningunni. Eins og kunnugt er hefur ráðningin verið afar umdeild. Eggert Óskarsson, formaður Dómarafélags Íslands, segir að með ályktuninni sé verið að leggja áherslu á sjálfstæði dómstóla. „Við teljum að val í dómaraemb- ætti skipti máli varðandi sjálf- stæði dómstóla og þess vegna var þessi nefnd sett á laggirnar. Nefndin hefur þýðingu og við telj- um að það eigi að taka tillit til hennar. Það er þó vissulega rétt að ráðherra er ekki bundinn en hann þarf þá að rökstyðja það viðhlít- andi rökum ef hann gengur þvert á umsögn hennar.“ Spurður um álit dómarafélags- ins segist Árni M. Mathiesen vera sammála áliti dómarafélagsins um að ráðherra skuli hafa álit nefndar- innar til hliðsjónar og ef hann fer ekki eftir því að einhverju eða öllu leyti, þá beri honum að rökstyðja það. Einnig að ráðherra sé ekki bundinn af áliti hennar. „Ég er hins vegar ósammála þeim um það að ég hafi ekki fært nægilega gild rök fyrir minni niðurstöðu. Ég á alltaf að geta fært rök fyrir skip- un dómara hvort sem um er að ræða nefndir sem gefa álit eða ekki.“ Árni gerir ekki ráð fyrir að bregðast við áliti félagsins sér- staklega. Þórarinn Kristjánsson hæsta- réttarlögmaður var einn þriggja sem nefndin, sem fjallaði um hæfni umsækjenda, taldi hæfari en Þorstein Davíðsson til að gegna embættinu. Hann hefur nú sent inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ráðningarinnar. „Niðurstaða félagsins er eins og orð töluð út úr mínum munni. Ég held að almennt séu lögmenn og lögfræðingar einnig þessarar skoðunar, segir Þórarinn.“ svavar@frettabladid.is Dómarafélagið gagn- rýnir ráðningu hart Árni M. Mathiesen færði ekki viðhlítandi rök fyrir að hafa ekki umsögn dóm- nefndar til hliðsjónar við ráðningu héraðsdómara, segir í ályktun Dómara- félags Íslands. Árni segir rök sín fyrir niðurstöðunni í málinu góð og gild. ÁRNI M. MATHIESEN Sem settur dómsmálaráðherra réði Árni Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið hæfastur að mati matsnefndar. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd harðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL INDLAND, AP Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að Indverjar eigi að fá mun stærra hlutverk í alþjóðamálum, sem endurspegli sterkari efnahagsstöðu Indlands. Meðal annars telur Brown rétt að Indland fái fast sæti í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Brown hitti indverska ráða- menn í Nýju-Delí á mánudag, en þangað kom hann í beinu framhaldi af tveggja daga heimsókn til Kína. Þetta er fyrsta ferð Browns til Asíulanda síðan hann tók við forsætisráðherra- embætti í Bretlandi síðastliðið sumar. - gb Asíuferð Gordons Brown: Vill styrkja stöðu Indlands SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.