Fréttablaðið - 24.01.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 24.01.2008, Síða 10
10 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Ásakanir Innheimtu- lausna um vanefndir hugbúnaðar- hússins Vigor, dótturfélags TM software, eru með öllu tilhæfu- lausar og verður svarað fyrir dóm- stólum, segir Sigurður Berg- sveinsson, framkvæmdastjóri hjá TM og Vigor. Hann segir ágreininginn snúast um samning sem hafi verið van- efndur verulega af hálfu Inn- heimtulausna. „Við teljum að þarna sé verið að reyna að sverta ímynd okkar og reyna að hafa áhrif á röngum for- sendum,“ segir Sigurður. Inn- heimtulausnir hafa höfðað mál gegn Vigor vegna vanefnda. Kröfurnar nema um 83 milljónum króna. Málskostnaðartrygging Inn- heimtulausna hefur ekki enn verið lögð fram og því ekki ljóst hvort af málaferlunum verður, segir Sigurður. Hann segir að ásakanir Innheimtulausna verði hraktar fyrir dómstólum en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í yfirlýsingu sem hann sendi í kjölfar samtals við blaðamann segir að Vigor ehf. telji það ómaklegt af Innheimtu- lausnum að sverta ímynd fyrir- tækisins opinberlega með „ótíma- bærum fréttaflutningi“ um málið. Félagið áskilji sér allan rétt til bóta í því sambandi. - bj Framkvæmdastjóri Vigor ehf. segir ásakanir Innheimtulausna um vanefndir með öllu tilhæfulausar: Reynt að sverta ímynd fyrirtækisins ÞRIGGJA ÁRA FERLI Ferill málsins samkvæmt eiganda Innheimtulausna: ■ Febrúar 2005: Fyrirtækið Inn- heimtulausnir stofnað. ■ Október 2005: Skrifað undir samninga um smíði á innheimtu- kerfi við Vigor. Kerfið á að verða tilbúið í febrúar. ■ Apríl 2006: Húsnæði og tölvu- búnaður Innheimtulausna tilbúið, ekkert bólar á innheimtukerfinu. ■ Júlí 2006: Forsvarsmenn Vigor segja kerfið tilbúið og Innheimtu- lausnir taka við innheimtu. Kerfið virkar ekki og fyrirtækið þarf að segja sig frá verkefnunum. ■ Janúar 2007: Innheimtulausnir ráða nýjan mann til að fara yfir verkið og meta stöðuna. ■ Mars 2007: Niðurstaða matsins sú að mikið sé eftir við gerð kerfisins. ■ Júlí 2007: Innheimtulausnir rifta samningi við Vigor. ■ Ágúst 2007: Samið við Maritech um smíði nýs innheimtukerfis. ■ Desember 2007: Maritech lýkur vinnu við nýja kerfið. ■ Janúar 2008: Skaðabótamál Innheimtulausna á hendur Vigor þingfest í héraðsdómi. Krafist er um 83 milljóna króna í bætur. STOKKIÐ YFIR ELD Hestur og knapi stökkva þarna yfir eld í spænska þorpinu San Bartolome de Pinares eins og löng hefð er fyrir á hátíð heilags Antoníusar, verndardýrlings dýranna. NORDICPHOTOS/AFP ÁLFTANES Íbúar á Álftanesi afhentu Sigurði Bjarnasyni bæjarstjóra undirskriftalista í gær til að mótmæla fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Um tvenns konar undirskrifta- lista var að ræða. Gerður Björk Sveinsdóttir og samstarfsmenn hennar söfnuðu um 600 undir- skriftum um allt Álftanes. Magnús Stephensen, íbúi við Suðurtún, afhenti undirskriftir íbúanna við Suðurtún. Gerður Björk segir að mótmælt sé lagningu Skólavegar og að Breiðumýri sé að hluta til lokað. Einnig er mótmælt að land sé tekið frá margæsum og bensín- stöð komið upp. Hún kveðst vona að hlustað verði á íbúana, mótmælin tekin til greina og deiliskipulagi breytt í samræmi við það. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og bygginga- nefndar í dag. - ghs Íbúar á Álftanesi: Afhentu undir- skriftalista AFHENTU UNDIRSKRIFTIR Álftnesingar afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftir vegna fyrirhugaðra breytinga á deili- skipulagi á Álftanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR HEILBRIGÐISMÁL Um 400 afturköll- unarbréf eru nú á leið til skjól- stæðinga heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ. Með þeim eru dregnar til baka uppsagnir Gunnars Inga Gunnarssonar, yfirlæknis stöðvar- innar, á þjónustu hennar við hundr- uð skjólstæðinga, sem nýlega voru sendar út. Gunnar Ingi tjáði Fréttablaðinu þá að ástæða uppsagnanna væri sú að heimilislæknir hefði látið af störfum á stöðinni og hefðu þeir skjólstæðingar hans sem bjuggu utan þjónustusvæðis hennar fengið uppsagnarbréf. Afturköllunarbréfið skrifar Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu. Hann segir að með bréfi sínu hafi yfirlæknirinn verið að framfylgja fyrri ákvörðunum framkvæmdastjórnar Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins um að segja upp skjólstæðingum ein- stakra heilsugæslustöðva utan þjónustusvæða þeirra til þess að rýma fyrir íbúum á þjónustusvæð- um. Þessi ákvörðun standist hins vegar ekki lög. „Þú ert því áfram skráð/ur á heilsugæslustöðina í Árbæ“, segir í bréfinu, „og átt rétt á þjónustu þeirra heilsugæslulækna sem þar starfa í samræmi við ákvæði fram- angreindrar reglugerðar“. - jss GUÐMUNDUR EINARSSON Forstjóri Heilsugæslu Reykjavíkur sendi út afturköllunar- bréf. Uppsagnir skjólstæðinga heilsugæslunnar í Árbæ: Afturköllunarbréf hefur verið sent út RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nána ri up plýsi ngar veita sölu men n og ráðg jafar RV RV U N IQ U E 10 07 06 Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RANNSÓKNIR Vinnan leikur óvenju- stórt hlutverk í lífi Íslendinga miðað við aðrar þjóðir og stærra hlutverki en í lífi annarra Norður- landabúa. Íslendingar vinna lengri vinnuviku en aðrir Norðurlandabú- ar en afköstin á hverja unna klukku- stund er minni en hjá þeim. Mikil vinna þrengir að heim- ilunum í landinu. Þetta kemur fram í rannsókn sem Stefán Ólafsson próf- essor hefur gert. Stefán byggir meðal annars á könnun á vinnu fólks á vinnumarkaði og heimilum þar sem fjölskyldan sem heild er skoðuð og tekið tillit til vinnu beggja foreldranna á vinnumark- aði og heimilinu til að draga upp mynd af heildarvinnutímanum og sjá hvað vinnan tekur stóran hluta af vökustundum fólks. Stefán segir að Íslendingar séu að mörgu leyti skyldastir engilsax- nesku þjóðunum hvað vinnuna varðar og meira en frændþjóðum á Norðurlöndum. „Við erum næst Bandaríkjamönnum hvað varðar mikla atvinnuþátttöku og langa vinnuviku. Frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum hafa mikla atvinnuþátttöku og jafnvel meiri atvinnuþátttöku en Bandaríkja- menn en meðallengd vinnuvikunn- ar er skemmri, sumarleyfi, orlof og frídagar eru fleiri en í Bandaríkj- unum,“ segir hann. „Við víkjum frá frændþjóðum okkar í því að lengd vinnuvikunnar er talsvert meiri hér. Þar munar miklu. Stórt hlutverk vinnunnar í lífi Íslendinga hefur líka þýðingu fyrir annað, til dæmis heimilislíf og aðstæður fyrir uppeldi barna. Mikil vinna á vinnumarkaði þrengir að heimilunum,“ segir hann og bendir á að Íslendingar hafi náð ágætum efnislegum lífsgæðum en hafi mikið fyrir því. Stefán bendir á að framleiðni sé ekki nógu mikil. „Við skilum tiltölu- lega litlum afköstum á hverja vinnustund miðað við þjóðirnar í kringum okkur. Þetta er mikill galli því að við verjum mörgum klukku- stundum til vinnu á viku hverri en ættum að geta náð sömu afköstum á styttri vinnutíma,“ segir hann. Úr vinnustaðafræðum er þekkt staðreynd að afköstin á hverja klukkustund verða minni þegar vinnutíminn er langur. Stefán bendir á að á hinum Norðurlöndun- um sé litið á hóflegan vinnutíma sem kjaraatriði. „Ég held að ástæða sé til að draga þetta fram því að það hefur ansi mikla þýðingu fyrir okkur Íslendinga og gefur mögu- leika á að bæta kjör almennings.“ ghs@frettabladid.is STEFÁN ÓLAFSSON Íslendingar vinna meira en aðrir en afkasta minna Vinnan leikur óvenjustórt hlutverk í lífi Íslendinga. Íslendingar vinna lengri vinnudag en skila minni af- köstum á unna klukkustund en nágrannaþjóðirnar. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við HÍ. MINNI AFKÖST Lengd vinnuvikunnar er talsvert lengri hér en hjá frændþjóðum Íslendinga á hinum Norðurlöndunum. „Við skilum tiltölulega litlum afköstum á hverja vinnustund miðað við þjóðirnar í kringum okkur,“ segir Stefán Ólafsson prófessor.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.