Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 18
18 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 338 kr. 351 kr. 386 kr. 413 kr. 702 kr. Fullt fæði á leikskóla er ódýrast á Seltjarnarnesi og Akureyri. Þar kostar morgunverður, hádegis- verður og síðdegishressing aðeins rúmar fimm þúsund krónur á mánuði. Dýrastur er maturinn á Ísafirði og í Reykjanesbæ. Munurinn á milli hæsta og lægsta gjalds er 2.700 krónur eða sem nemur helmingnum af lægsta gjaldinu. Matur í öll mál á leikskóla er ódýr- astur á Akureyri og Seltjarnarnesi. Þar kostar morgunverður, hádegis- verður og síðdegishressing aðeins rúmar fimm þúsund krónur á mán- uði. Maturinn er dýrastur á leik- skólunum á Ísafirði og í Reykjanes- bæ. Á Ísafirði kostar það rúmlega 7.700 krónur og í Reykjanesbæ 6.750 krónur. Á hæsta og lægsta fæðisgjaldi munar 2.700 krónum eða rúmlega helmingi af lægsta gjaldinu. Garða- bær er ekki inni í þessum saman- burði. Þetta kemur fram í yfirliti sem leikskólafulltrúarnir Guðríður Helgadóttir og Guðrún Helga Bjarnadóttir hafa tekið saman yfir fæðisgjaldið í tólf sveitarfélögum, þar á meðal öllum fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Fæðis- gjaldið fyrir Garðabæ er 4.370 krónur á mánuði en inni í því er aðeins hádegisverður, ekki morgun- verður og síðdegishressing eins og hjá hinum sveitarfélögunum og það því ekki samanburðarhæft. Ef gjaldtaka fyrir hádegisverð- inn er skoðuð sérstaklega kemur í ljós að Garðabær rukkar mest fyrir hádegisverðinn og Kópavogur næstmest en ódýrastur er hádegis- verðurinn á leikskólunum á Akur- eyri. Tekið skal fram að gjald fyrir morgunverð er ekki inni í fæðis- gjaldinu í Kópavogi sem dregur úr samanburðarhæfninni þar. Guðríður Helgadóttir, leikskóla- fulltrúi í Reykjanesbæ, segir að skýringin á háu fæðisgjaldi sé sú að í leikskólum bæjarins sé áhersla á hollt og gott fæði og um leið dýrt, grænmeti og ávextir séu til dæmis í boði tvisvar á dag. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að bærinn hafi þá stefnu að halda leik- skólagjöldum og þar með fæðis- gjaldi eins lágu og hægt sé, það sé liður í fjölskyldustefnu bæjarins. „Niðurgreiðsla okkar er í hærri kantinum. Leikskólagjöldin hafa ekki tekið hækkunum – við höfum haldið þeim í frosti – en fæðisgjald- ið hefur hækkað í takt við verðlags- þróun síðustu tvö ár.“ Guðjón Einarsson, bæjarritari í Garðabæ, segir að keppni hafi allt í einu hafist milli sveitarfélaganna í landinu fyrir einu og hálfu til tveim- ur árum og þau hafi keppst um að lækka leikskólagjöld. Garðabær hafi ekki viljað taka þátt í þessari keppni. Kostnaðurinn við morgun- verð og síðdegishressingu sé inni í heildargjaldinu en rukkað sérstak- lega fyrir hádegisverðinn. ghs@frettabladid.is Leikskólamatur- inn ódýrastur á Seltjarnarnesi FÆÐISKOSTNAÐUR Á LEIKSKÓLUM Fullt fæði Hádegisverður Akureyri 5.127 2.565 Hafnarfjörður 5.861 3.441 Kópavogur 5.620* 4.150 Reykjavík 6.070 3.630 Garðabær Vantar 4.370 Seltjarnarnes 5.023 2.839 Mosfellsbær 5.890 2.950 Reykjanesbær 6.750 3.250 Árborg 6.685 3.923 Ísafjarðarbær 7.728 3.362 Vestmannaeyjar 6.580 3.180 Fljótsdalshérað 6.025 3.155 * Ekki er rukkað fyrir morgunverð heldur litið svo á að hann sé innifalinn í leikskólagjaldinu. Þegar vorar fara býflugur og geitungar á kreik, sumum til mikillar armæðu sem hræðast stungur þeirra. Atli Bollason hljómborðsleikari í hljómsveitinni Sprengjuhöllin kann gott ráð við því. „Ef maður er stunginn af býflugu eða geitungi þá er um að gera að stökkva inn í eldhús, bleyta sykur- mola og leggja hann á sárið. Þá verð- ur lítil sem engin bólga og sársaukinn hverfandi. Þetta svínvirkar.“ Atli segir að á sínu heimili hafi oft verið talað um að setja lauk á svona stungur en hann hafi þó meiri trú á sykrinum. GÓÐ HÚSRÁÐ SYKURMOLI Á STUNGUR ■ Atli Bollason lumar á ráði við geitungastungum Útgjöldin > Kílóverð á kjúklingi í nóvember síðastliðin fimm ár. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 2003 2004 2005 2006 2007 KRAKKAR Á MÁNABREKKU Seltirningar og Akureyringar borga minnst fyrir matinn á leikskólanum en Ísfirðingar og íbúar í Reykjanesbæ borga hæsta gjaldið. Myndin sýnir börn á leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi gæða sér á síðdegishress- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON Grænasta borg í heimi mun rísa í olíuríkinu Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum árið 2009 gangi áætlanir yfirvalda þar eftir. Í borginni verða um fimmtíu þúsund íbúar og fimmtán hundruð fyrirtæki. Bílar verða bannaðir þar en íbúar munu komast á milli staða á hjólum, fótgangandi eða í léttvagnakerfi. Öll orka borgarinnar verður endurnýjanleg og mun urðun sorps nánast heyra sögunni til. Þá verður allur matur lífrænt ræktaður svo fátt eitt sé nefnt. Á heimasíðu Icelandair er þeim sem fengu jólagjafabréf fyrir jólin bent á að bókun á jólapakkatilboðinu skuli fara fram í síðasta lagi á morgun, fösutdaginn 25. janúar. Tekið er fram að ef gjafabréfið sé ekki notað fyrir þann tíma þá gildi það sem inneign og megi nýta sem greiðslu upp í önnur fargjöld. Ferðatímabil eru mismunandi eftir borgum en tekið er fram að ferð verði að hefjast á Íslandi og eingöngu sé hægt að ferðast til og frá sömu borg. Einnig er tekið fram að eftir útgáfu farseðils séu breytingar aðeins leyfðar á brottförum og dagsetningum og þá til sama áfangastaðar og bókað var á og innan gildistíma fargjaldsins gegn 10 þúsund króna breytingargjaldi. ■ Jólapakkar Icelandair Bóka í síðasta lagi á morgun Íslenskar land- búnaðarafurðir geta hækkað í verði vegna mikilla hækkana á heimsmark- aðsverði á fóðri. Þetta er álit Har- alds Benedikts- sonar, formanns Bændasam- takanna, sem kemur fram í nýrri grein hans sem birt er á vef Bændasamtakanna. Þar segir hann að auk hækkandi verðs á fóðri muni áburður hækka verulega, þótt enn sé ekki vitað hversu mikil hækkunin verði. Hún geti orðið allt að 60 prósent. Þá hafi kjarnfóður, eldsneyti og fleiri aðföng hækkað í verði. Eini kostur bænda til að bregðast við þessu sé að velta þessum aukna kostnaði út í verðlagið. ■ Neytendur Spáir hærra verði á landbúnaðarafurðum ■ Umhverfi Grænasta borg í heimi „Það er engin spurning að mín bestu kaup gerði ég þegar ég keypti öll 34 bindin af nýjustu útgáfunni af Britannica alfræðiorðabókinni árið 1991,“ segir Flosi. „Þetta var heljar- innar fjárfesting sem kostaði á við ein og hálf mánaðarlaun en á þessum tíma starfaði ég sem smiður. En það er búið að fletta mikið upp í bókinni og hún komið að góðum notum.“ Reynslan sem smiður hefur svo reynst Flosa vel þegar hann vildi sýna bókunum þá virðingu sem þeim ber en þá smíðaði hann bókahillur sem tóku mið af alfræðibókunum. Það þýðir ekkert að reyna að svekkja hann með því að benda á að nú sé allur þessu fróðleikur kominn á netið. „Það er allt annað að hafa þetta við hönd- ina og geta flett þessu upp. Reyndar hefur tíminn sett nokkrar gloppur í fróðleikinn sem færður var í letur fyrir 17 árum, til dæmis er landafræðin úr sér gengin þegar kemur að fyrrum Sovétlýðveld- unum eða Júgóslavíu. En verstu kaupin gerði ég hins vegar þegar ég keypti Nokia-farsíma sem búinn var svokallaðri Wap-tækni sem lítið fer fyrir núna enda reyndist þetta hið versta tæki þótt dýrt væri. Það má þó segja tækinu til ágætis að það hefur reynst ágætlega sem leikfang fyrir krakkana, þau hafa bara nokkuð gaman af gripnum. En þetta þótti fínt á sínum tíma enda skaust einhvers konar eyra úr því sem notandinn átti svo að tala í þegar ýtt var á hnapp. En þetta sýnir að það er ekki alltaf gott að fylgja nýjustu tækni.“ NEYTANDINN: FLOSI EIRÍKSSON, BÆJARFULLTRÚI Í KÓPAVOGI Farsíminn reyndist fínasta leikfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.