Fréttablaðið - 24.01.2008, Page 30

Fréttablaðið - 24.01.2008, Page 30
[ ]Örbylgjuofninn er gott að þrífa með því að skera sítrónu í sneiðar og setja í skál með vatni. Skálin er látin inn í örbylgjuofn-inn og hituð í 2 mínútur. Síðan er strokið yfir með klút á eftir og óhreinindin hverfa. Þræðirnir liggja víða í lífi Hrafnhildar Sigurðardóttur listakonu. Hún er á leið til Frakklands í næsta mánuði með nokkur verk á sýningu og svo er hún nýráðinn fram- kvæmdastjóri nýs textíllista- safns norður á Blönduósi. Vinnustofan hennar Hrafnhildar er forvitnileg vistarvera enda eru viðfangsefni hennar mörg hver stór í sniðum og úr hinum ýmsu efnum. Öll tengjast þau þráðum á einhvern hátt. Þessa dagana er hún að vinna úr veiðarfæragirni. Hún notar líka hör og spotta utan- af dagblaðapökkum í verk sín, svo nokkuð sé nefnt. „Ég er með tengingar í fólk sem ber út dag- blöð og safna hvítu ræmunum sem halda bunkunum saman. Er enn svolítið í endurvinnslunni,“ segir hún glaðlega. Hrafnhildur er á förum til Frakklands um miðjan febrúar ásamt fjórum öðrum íslenskum myndlistarkonum. Verk þeirra verða til sýnis í eitt ár í einu stærsta textíllistasafni Frakk- lands. Svo er hún líka nýbúin að taka að sér að verða fram- kvæmdastjóri Textíllistasafns Íslands sem verður til húsa í gamla kvennaskólahúsinu á Blönduósi. „Safnið var stofnað 2005 og smám saman hafa hug- myndirnar verið að mótast,“ segir hún og heldur áfram. „Við erum með stór áform því við höfum hug á að hefja textílinn til vegs og virðingar aftur.“ gun@frettabladid.is Textíll til vegs og virðingar Verk úr veiðarfæraefni. Hrafnhildur sýnir nokkur verka sinna í Frakklandi bráðum. Spottarnir utan af dagblöðunum orðnir að viðamiklu listaverki. Hrafnhildur er í óða önn að undirbúa sýningu í Frakklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig? Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.