Fréttablaðið - 24.01.2008, Side 31

Fréttablaðið - 24.01.2008, Side 31
Íslendingar geta nú notið eins fegursta leyndarmáls Þýska- lands sem er handgerð drauma- ljós úr munnblásnu gleri. Draumaljósin komu fyrst á íslenska grund á liðnum haust- dögum, en þau urðu til meðal þýskra hönnuða hjá Traumlicht Germany árið 1999. Kertastjak- arnir eru verulegt augnayndi, feg- urð þeirra ber með sér stóíska ró og frið um leið og kertalýsing um handverkið er töfrum líkust þegar rökkvar og logar glitra í innviðum stjakans. Í munnblásnu glerinu má ýmist sjá fögur blóm, girnilega ávexti, köngla, skeljar, kuðunga, kross- fiska, perlur eða hvers konar lauf, strá og greinar, en hver kerta- stjaki er einstakur í sinni röð. Dreamlight-kertastjakana má finna í blóma- og gjafavöruversl- unum víðs vegar um landið, en það er HIS heildsala sem flytur þá inn. Dulúðleg draumaljós SAMFÉLAGSVERÐLAUN HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI? Óskað er eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008. Lesendur Fréttablaðisns eru hvattir til að senda in tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna. Tilnefningar má senda á visir.is/samfelagsverdlaun eða með því að senda tölvupóst á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is. Einnig má senda bréf í pósti merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Frestur til að senda tilnefningar er til hádegis mánudaginn 28. janúar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.