Fréttablaðið - 24.01.2008, Page 38

Fréttablaðið - 24.01.2008, Page 38
 24. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Í Team Lexi sleðaskólanum gefst færi á að læra undirstöðuatriðin í vélsleða- mennsku áður en þeyst er af stað upp um fjöll og firnindi. „Við kennum undirstöðuatriði í vélsleða- mennsku. Hvernig best er að stjórna sleð- anum, stýra honum í lofti, stökkva rétt, beygja, fara upp og niður hengjur í ferðum og svo framvegis,“ segir Alexander Kára- son um starfsemi Team Lexi Sleðaskólans, sem hefur nú verið starfræktur í fimm ár með aðalbækistöðvar á Ólafsfirði. Alexander, gjarnan kallaður Lexi, fór upphaflega af stað með námskeið til að fjölga nýliðum í sportinu, sem honum þótti bera of mikinn keim af einkaklúbbi. Fyrst um sinn var aðeins eitt námskeið í boði, sniðið að drengjum frá fjórtán ára aldri, og vegna þess hversu vel gekk var grunnur- inn lagður að skólanum. „Þetta stækkaði síðan, sérstaklega í fyrra en þá urðu nemendurnir um fimmtíu tals- ins. Í framhaldi fórum við að kenna snjó- krossnámskeið fyrir stráka og stelpur, þar sem kennd eru undirstöðuatriðin í keppnis- mennsku,“ segir Alexander og bætir við að nú sé kennt sérstakt kvennanámskeið fyrir konur og er aldurstakmarkið fimm tán ára aldur. „Ég ætla að halda námskeið að beiðni kvenna sem eru að keppa og vilja fjölga konum í greininni,“ segir hann. „Upphaf- lega átti þetta að verða dagsnámskeið en svo skráðu sig svo margir að ég breytti því í helgarnámskeið sem fer fram um næstu helgi, en enn er hægt að skrá sig. Líkt og á öðrum námskeiðum er innifalin gisting, kvöldmatur, sleði og hlífðarbúnaður og í þessu tilviki einnig tveggja daga kennsla.“ Skólinn heldur líka námskeið fyrir björg- unarsveitarmenn og ferðahópa að sögn Alexanders. „Í síðara tilvikinu er helming- ur dagsins tekinn í braut, hinn í ferð þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði til að auka kunnáttu og öryggi á fjöllum. Þetta er svipað því þegar menn eru látnir rífa í handbremsu á möl, þeir verða að upplifa það til að skilja hvað átt er við. Svo eru þeir látnir endurtaka leikinn, til að koma þessu upp í vana.“ Alexander er því önnum kafinn við rekstur skólans, auk þess sem hann hefur í nógu að snúast við gerð sjónvarpsþáttar- aðar um vélsleðamennsku og vetrarsport sem frumsýna á næsta vetur. „Já, þetta verða vonandi fjórtán þættir,“ segir Alex- ander hress í bragði. „Helmingurinn snýst um keppni, hinn um allt sem því við kemur; almenna vélsleðamennsku og ferða- mennsku, þar sem farið er í fjallaferðir og lit ríkir karakterar heimsóttir. Þættirnir munu heita Snow X og margt bendir til að þeir verði sýndir á Skjánum.“ Nánari upplýsingar um starfsemi Team Lexi sleðaskólans á www.lexi.is. - rve Þátttakendum er kennt að stjórna sleðanum, stýra honum í lofti, stökkva rétt, beygja, fara upp og niður hengjur í ferðum og svo framvegis. Þátttakendur á vélsleðanámskeiðum skólans urðu um fimmtíu talsins á síðasta ári, sem varð til þess að námskeiðum var fjölgað. Á námskeiðum Team Lexi sleðaskólans eru kennd undirstöðuatriði í vélsleðamennsku og svo keppnis- mennsku fyrir þá sem eru lengra komnir. Vill fjölga konum á vélsleðum Ólíkt því sem ætla mætti við fyrstu sýn er gaupan á myndinni ekki að ráðast til atlögu, heldur er þetta húfa sem Alexander ber jafnan með stolti. Þess má jafnframt geta að hann er fjórfaldur Íslandsmeistari í snjókrossi. FULL BÚÐ AF GÓÐUM TILBOÐUM www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 P IP A R • S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.