Fréttablaðið - 24.01.2008, Page 64

Fréttablaðið - 24.01.2008, Page 64
44 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Íslenska ríkissjónvarpið teygir lopann mest allra sjónvarpsstöðva í Evrópu við val Eurovision-lags- ins í ár. Frá því að keppnin hófst 6. okt- óber og þar til henni lýkur 23. febrúar hafa sautján þættir farið í að velja eitt lag úr 33 laga potti – nítján þættir séu tveir upprifjunarþættir taldir með. Nú stendur yfir undanúrslita- keppni þar sem tólf laga pottur verður skorinn niður í átta laga pott. Þessi átta keppa svo í loka- þættinum 23. febrúar. Þá kemur loksins í ljós tæpum fimm mánuð- um eftir að keppnin hófst hvaða lag er íslenska Eurovision-lagið í ár. Í ár senda 43 þjóðir lög í keppn- ina sem fer fram í Serbíu í maí. Aðeins Búlgaría kemst með tærn- ar að hælum RÚV í langlokugerð. Búlgarar taka fjórtán þætti í að velja sitt lag. Flestar þjóðir teygja lopann mun minna en RÚV. Danska ríkissjónvarpið er til dæmis bara með fjórar sjónvarpsútsendingar til að velja sitt lag úr sextán laga potti. Þar greiða áhorfendur atkvæði með því að senda sms- skilaboð og kostar atkvæðagreiðsl- an eina krónu danska. Á Íslandi kostar hvert atkvæði 99,90 kr. Íslendingar teygja lopann mest allra Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn verður gestadóm- ari í Laugardagslögunum. Gísli Einarsson segir nafna sinn vera sérfræðing á þessu sviði. „Ég á von á Gísla Marteini fun- heitum og grimmum, að hann komi skeleggur til leiks eftir að hafa verið að róta í skítnum í borgarmálunum. Án þess að við ætlum að blanda borgarmálum í Laugardagslögin – þar ræður gras- rótin. Þar vélar þjóðin um,“ segir Gísli Einarsson, annar stjórnenda Laugardagslaganna í Sjónvarp- inu. Áfram halda menn ótrauðir við að finna framlag Íslendinga í Eur- ovision í Laugardagslögunum. Og næsti gestadómari er Gísli Mart- einn Baldursson sem Gísli segir: „Júrónörd par excellence – hefur fylgst með keppninni frá örófi alda. Hann telst sérfræðingur þó ekki sé hann tónlistarmaður. Svo er bara aldrei of mikið af Gísla.“ Gísli Marteinn fylgir í fótspor Eyfa og Halla í Botnleðju sem sér- legur gestadómari. Þegar Fréttablaðið náði tali af Gísla Einarssyni var hann stadd- ur í Noregi, nýkominn úr norsku fjósi. Aðspurður segir hann fjósalyktina alltaf jafn góða en íslensk fjósalykt sé þó ferskari en sú norska. Af þeim 47 þjóð- um sem leita nú eftir sínu framlagi til keppn- innar teygir enginn lopann líkt og sú íslenska. Eins og fram kemur hér að neðan. Gísli kvartar ekki. Segist njóta þeirra einstöku for- réttinda að verja 19 kvöldum með Ragnhildi Steinunni. „Svo hefur reynslan kennt okkur að við þurf- um öðrum fremur að vanda til valsins. Þetta verður vonandi til að gulltryggja að við veljum hár- rétta lagið.“ Svo er skemmtanagild- ið ótvírætt að mati Gísla. Hann segir alla fylgjast með hvort sem þeir viðurkenni það eður ei. jakob@frettabladid.is Gísli Marteinn gestadómari í Eurovision GÍSLI MARTEINN „Júrónörd par excel- lence“ að sögn nafna síns. GÍSLI EINARS- SON Það að lop- inn sé teygður verður von- andi til þess að hárrétt framlag finnst. „Deginum áður en ég gaf Davíð kristalskúluna sá ég þetta enn betur. Já, Davíð sá fyrir að borgarstjórnin myndi fara frá,“ segir Sirrý Sigfús spákona. Það kom henni ekki á óvart að borgarstjórnarmeirihlutinn undir forystu Dags B. Eggertssonar skyldi falla. Fréttablaðið greindi nýverið frá því þegar Sirrý spá, eins og hún er jafnan kölluð, gekk á fund Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Þetta var þegar Davíð hélt upp á sextugsafmæli sitt, einmitt í ráðhúsinu, en við það tæki- færi gaf Sirrý Davíð forláta spákrist- alskúlu í afmælisgjöf. Í þessari kristalskúlu hefur Sirrý séð fyrir atburði en hún er jafnframt einlægur aðdáandi Davíðs Oddssonar. Svo mikill að hún skírði kúlu sína, sem fylgt hefur spákonunni í á annan tug ára, Davíð. Þannig má segja að Davíð hafi séð fyrir brotthvarf Dags. „Sko, ég vissi þetta alltaf, eða upp úr áramótum, en kíkti betur í kúluna rétt áður en ég kyssti hana að skilnaði. Og þá var þetta alveg greinilegt.“ Aðspurð segir Sirrý reyndar að það megi vera að kristalskúlan sé hlut- dræg. Það kæmi henni ekki á óvart. „Kristalskúlur eru jákvætt vopn.” Verandi sammála Davíð Oddssyni í einu og öllu var Dagur ekki Sirrý að skapi. Hún segir borgarstjórnina sem nú er að hverfa frá ekki hafa gert neitt. Varðandi hinn splunkunýja borgar- stjórnarmeirihluta segist Sirrý ekki vera búin að tékka á honum né Ólafi F. Magnússyni neitt sérstaklega. Ennþá. - jbg Davíð sá fyrir brotthvarf Dags Þórhallur Sigurðsson stefnir á að ná yfir eitt hundrað sýningum af Ladda 6-Tugum í Borgarleikhús- inu. „Það væri gaman ef þetta myndi teygjast fram að páskum. Fyrst maður er kominn þetta langt væri gaman að ná hundrað sýningum. Maður reynir að halda áfram á meðan fólk vill koma og ef ég fæ einhverja daga í Borgar- leikhúsinu. Það er dálítill vandi að hliðra þar til því það bjóst enginn við þessu,“ segir Laddi. Hann hélt upp á 61 árs afmæli sitt á 83. sýningunni á sunnudag og er því ekki lengur sextugur eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna. „Núna er það bara sex- tíu plús,“ segir hann í léttum dúr. Þrír leynigestir voru á sýning- unni, þau Edda Björgvinsdóttir og Júlíus Brjánsson, sem rifjuðu upp gamla takta úr þáttunum Heilsubælið í Gerfahverfi, og Karl Ágúst Úlfsson, sem lék bónd- ann Eyjólf. „Það var mjög skemmtilegt að fá þau í heimsókn og það gerði góða lukku,“ segir Laddi, sem fékk einnig afhent gjafabréf á Hilton-hótelið frá Borgarleikhúsinu, Senu og með- leikendum sínum. Var haft á orði meðal viðstaddra að Laddi gæti boðið konu sinni á „Dirty-weekend“ á Hilton-hótel- inu. Hann segist snortinn yfir vin- sældum sýningarinnar. „Þetta er eiginlega sjötíu og níu sýningum meira en ég bjóst við,“ segir hann og er einnig í skýjunum yfir góðu gengi tveggja safnplatna sinna. „Maður má varla verða sextugur, þá verður allt vitlaust.“ Spurður hvort hann sé ekki orð- inn forríkur á Ladda 6-Tugum segir hann: „Ég er ríkur af ánægju og að sjá hvað ég á marga vini og velgjörðarmenn. Það eru allir búnir að fá sæmilegt fyrir þessa vertíð enda eru þeir búnir að leggja rosalega mikið á sig.“ - fb Laddi fékk „Dirty-weekend“ MEÐ LEYNIGESTUM Laddi ásamt leynigestunum Karli Ágústi Úlfssyni, Júlíusi Brjáns- syni og Eddu Björgvinsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SIRRÝ SPÁ Með „Davíð“ áður en Davíð fékk kúluna en þar mátti sjá fyrir vendingar í borg- arstjórn. > VISSIR ÞÚ? Faðir leikstjórans Quentins Tar- antino, leikarinn og tónlistar- maðurinn Anthony Taran- tino, er af ítölsku bergi brotinn. Móðir Quentins er aftur á móti hálfur Íri og hálfur Cherokee- indíáni. ALGER 70-90% BOMBA SMÁRALIND OG KRINGLUNNI VERÐDÆMI: BOLIR 300 - 1.500 ÚLPUR 1.500 - 2.000 GALLABUXUR 1.500 - 2.000 AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.