Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 2
2 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Ásmundur, var þetta ekki dýr í útrýmingarhættu? „Ja, það minnkaði óneitanlega í stofninum!“ Ásmundur Pálsson meindýraeyðir felldi í vikunni eina þekkta einstakling minka- tegundarinnar í Vestmannaeyjum. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ mikla í Nóatúni! Fiskivikan Skötuselur bein- og roðlaus 1.998 Þú sparar 400 kr. kr. kg. LÖGREGLUMÁL Framganga starfsmanns íþróttahúss- ins í Borgarnesi gagnvart sex ára dreng á staðnum hefur verið kærð til lögreglu. Barnið hefur fengið áverkavottorð og málið fer að líkindum til barna- verndarnefndar, hafi það ekki þegar verið komið þangað í gærkvöld. Litli drengurinn var í skólasundi á mánudag. Hann óhlýðnaðist við að koma út úr sturtunni eftir sundið. Starfsmaðurinn tók þá sköfu með löngu skafti og notaði hana á drenginn þannig að það sá á baki hans. Sá síðarnefndi hljóp fram og mætti þá íþróttakenn- ara á staðnum sem sá áverkana. Drengurinn var sendur heim og greindi þá foreldrunum sínum frá atvikinu. „Hann var alveg rosalega hræddur,“ segir aðstandandi drengsins. Hann segir sundlaugar- vörðinn hafa hringt í foreldra barnsins eftir atvikið og beð- ist afsökunar. Hins vegar sé óviðunandi að maðurinn sé í vinnu áfram meðan rannsókn málsins standi yfir. Ekki sé hægt að bjóða barn- inu upp á að senda það aftur í íþrótta- húsið meðan mað- urinn sé þar við störf. Foreldrarnir fóru með drenginn á heilsugæslustöðina í Borgarnesi þar sem læknir skoðaði hann og gaf út áverkavottorð. Þar segir meðal annars: „Kemur í fylgd foreldra, hafði íþróttakennari látið vita að sæi á drengnum eftir starfsmann í íþrótta- húsi... Milli neðri enda herðablaða er roðaflekkur... litlar húðblæðingar og byrjandi mar vinstra megin...Mar á brjóst- kassa.“ „Þarna hafa orðið afar slæm mis- tök sem við verjum ekki,“ segir Kristján Þ. Gíslason, skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi. „Við og yfirmaður íþróttahússins erum að vinna þetta eftir reglum sem um svona atvik gilda.“ Spurður um ábyrgð skólans í til- vikum af þessu tagi, þar sem dreng- urinn hafi verið í skólasundi, ítrekar Kristján að málið sé komið í ferli. „Við hörmum þetta atvik afar mikið,“ segir hann. Spurður hvort skólayfirvöld hafi farið fram á við yfirmenn íþróttahússins að viðkom- andi starfsmaður þess verði ekki lát- inn hafa afskipti af skólabörnum meðan málið sé til rannsóknar segir Kristján svo ekki vera. Lögreglan í Borgarnesi segir rannsókn hafna á málinu. ÁVERKAVOTTORÐIÐ Á heilsu- gæslunni skoðaði læknir drenginn og gaf út áverkavottorð. SKAFAN Starfsmaðurinn er sagður hafa notað sköfu til að koma drengn- um út úr sturtunni. Sundlaugarvörður kærður til lögreglu Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú framgöngu starfsmanns sundlaugarinnar í Borgarnesi gagnvart sex ára dreng sem var í skólasundi. Drengurinn hefur fengið áverkavottorð. Skólastjórinn segir þetta slæm mistök sem séu hörmuð. DÝR Tollgæslan á Suðurnesjum fann fjögur dýr í fórum farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári, og lagði hald á öll dýrin. Um var að ræða tvær skjaldbökur, eðlu og hund, segir Kári Gunnlaugsson, aðaldeildar- stjóri tollgæslunnar. „Fólk er með þetta innan á sér eða í handfarangri, þetta eru lítil kvikindi þótt þau eigi kannski eftir að verða stór,“ segir Kári. Því sé erfitt að finna dýrin. „Við skoðum eitt til þrjú prósent farþega sem fara hér í gegn, og þá er lítil von til að finna dýrin, nema við fáum ábendingu, eða heyrum í hundinum gelta eða kettinum mjálma,“ segir Kári. - bj Fundu fjögur dýr á síðasta ári: Með skjaldbök- ur í tollinum ÓLÖGLEG Bannað er að halda skjald- bökur, skriðdýr og ýmis önnur dýr hér á landi. SLYS Vegfarandi varð fyrir því óláni í gær að strætisvagn ók yfir rist hans. Að sögn Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra Strætós bs., voru meiðsli vegfar- andans ekki alvarleg. Hann segir vagnstjóranum hafa verið brugðið og hann hafi verið leystur af vaktinni. Reynir segir tildrög óhappsins ókunn en líklega hafi spilað saman að vegfarandinn og vagnstjórinn hafi ekki metið fjarlægðir rétt. - kdk Hlaut mar og bólgur á rist: Strætisvagn ók á vegfaranda EFNAHAGSMÁL Ef fer sem horfir og slaknar á efnahagslífinu síðla árs 2008 og árið 2009 myndi það ekki skapa mikil þjóðhagsleg vandræði þó álver rísi í Helguvík, jafnvel þó það skarist við lagningu Sunda- brautar, segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnun- ar Háskóla Íslands. „Menn sjá ekki fyrir sér mikið þensluástand 2009,“ segir Gunnar. Þó skipti miklu við mat á efnahags- áhrifum af byggingu álversNorð- uráls í Helguvík hversu miklar framkvæmdir verði á yfir stand- andi ári, segir Gunnar. „Ef það slaknar á efnahagslíf- inu seinnipart árs 2008 og á árinu 2009 ætti þetta að hafa jákvæð áhrif [verði álverið reist]. Ef hins vegar spenna á vinnumarkaði helst áfram og fjármálakrísan sem nú hefur áhrif gengur til baka myndi þetta hafa neikvæð þenslu- hvetjandi áhrif.“ Vonir standa til að reynt verði að hefja framkvæmdir við lagn- ingu Sundabrautar árið 2009, sama ár og forsvarsmenn Norðuráls hyggjast setja framkvæmdir við álver í Helguvík á fullt. Gunnar segir að ef um sé að ræða arðbærar fjárfestingar á samdráttartímum myndi það ekki skapa mikil þjóðhagsleg vanda- mál. Ef þenslan haldi áfram sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt að báðar þessar framkvæmdir séu í gangi á sama tíma. - bj Bygging álvers í Helguvík mun hafa jákvæð áhrif gangi efnahagsspár eftir: Fer saman með Sundabraut HELGUVÍK Til stendur að framkvæmdir við álver Norðuráls hefjist á þessu ári, en mestur kraftur verði í framkvæmdun- um árin 2009-2010. BANDARÍKIN, AP Barack Obama hefur nú sigrað í tíu prófkjörum Demókrataflokksins í röð eftir glæsileg- an sigur bæði í Wisconsin og Hawaii á þriðjudag. Hann hefur tryggt sér atkvæði meira en 1330 kjörm- anna samkvæmt talningu AP fréttastofunnar, en keppinauturinn Hillary Clinton hefur tryggt sér rúmlega 1250 kjörmenn. Síðasti möguleiki Clintons til að ná aftur forystu í forkosningakapphlaupinu verður þriðjudaginn 4. mars, sem verður „stór þriðjudagur“ því þá verður kosið samtímis í fjórum ríkjum, þar á meðal í tveimur af þeim fjölmennustu, nefnilega Texas og Ohio. John McCain, sem hefur afgerandi forystu í Repúblikanaflokknum, virðist ganga út frá því sem gefnu að Obama muni sigra og þar með etja kappi við hann í forsetakosningunum í nóvember. „Ég mun berjast á hverjum degi fyrir því að Bandaríkjamenn láti ekki blekkjast af glæsilegum en innantómum kröfum um breytingar,“ sagði McCain og átti þar greinilega við Obama. Clinton er þó engan veginn hætt að berjast og hvetur þátttakendur í prófkjörunum til að taka baráttuna alvarlega: „Það er kominn tími til að átta sig á því hvernig við getum sigrað í þessum kosning- um,“ sagði hún í gær. - gb Hillary Clinton er ekki á því að gefast upp í prófkjörsbaráttu Demókrataflokksins: Sigurganga Obama heldur áfram BARACK OBAMA Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir sigur hans á Hillary Clinton. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær furðaði Kristján L. Möller samgönguráðherra sig á að Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknar, væri ekki í þingsal þar sem hann átti að bera upp fyrirspurn um lengingu Akureyr- arflugvallar samkvæmt dagskrá þingfundar. „Er kannski háttvirtur þing- maður með fjarvist? Af hverju er fyrirspurnin ekki lögð fram?“ spurði Kristján. Kjartan Ólafsson þingforseti sagði að eftir að þingfundur hófst hefðu borist upplýsingar um að Birkir Jón væri forfallaður. Fréttablaðinu er kunnugt um að í gær hafi þingmaðurinn varið drjúgum tíma í að svara spurn- ingum fjölmiðla um þátttöku hans í pókermóti um síðustu helgi. - bþs / sjá síðu 6 Samgönguráðherra á Alþingi: Hvar er Birkir? INDÓNESÍA, AP Öflugur jarðskjálfti skók vesturhluta Indónesíu í gær. Þrír fórust í jarðskjálftanum og að minnsta kostir 25 slösuðust að sögn yfirvalda. Aðvörun vegna yfirvofandi flóðbylgju var gefin út í gærmorgun. Aðvörunin var síðan dregin til baka þegar ekki varð vart við mikið öldurót. Upptök jarðskjálftans, sem mældist 7,6 á Richterkvarða, voru úti fyrir strönd eyjunnar Simeulue, skammt frá vestur- strönd Súmötru. Það svæði varð verst úti í risaflóðbylgjunni sem reið yfir árið 2004 og varð 230 þúsund manns að bana í tólf löndum. - sdg Þrír fórust og 25 slösuðust: Jarðskjálfti við strönd Súmötru STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristj- ánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segist að sjálfsögðu gefa kost á sér sem borgarstjóraefni sjálfstæðis- manna. Kom þetta fram í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. Hún sagðist hafa metið stöðuna þannig að hún fengi örugga kosningu í annað sætið spurð um ástæður þess að hún hafi ekki gefið kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Þá sagði hún umræð- una hins vegar ótímabæra og að Vilhjálmur fengi hennar stuðning ef hann kysi að halda áfram sem oddviti flokksins í Reykjavík. - ovd Hanna Birna styður Vilhjálm: Gefur að sjálf- sögðu kost á sér HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.