Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 79
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 51 Tölvuleikurinn Guitar Hero: Aerosmith er væntanlegur í júní fyrir leikjatölvurnar Playstation 2 og 3, Wii og Xbox 360. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem tölvuleikur er byggður á tónlist eftir eina vinsælustu rokksveit Bandaríkjanna. Nú geta spilarar fetað í fótspor Joes Perry, Brads Whitford og Toms Hamilton og rokkað við hliðina á söngvaranum Steven Tyler og Joey Kramer trommara. Í leiknum geta menn upplifað glæstan feril Aerosmith, allt frá fyrsta gigginu til heimsfrægðar. Einnig eru tónleikahallirnar þar sem hljómsveitin hefur komið fram hafðar með í leiknum. Aerosmith í Guitar Hero AEROSMITH Hljómsveitin Aerosmith er í aðalhlutverki í nýjum Guitar Hero-leik. Hljómsveitin The Last Shadow Puppets, sem Alex Turner úr Arctic Monkeys er í og Miles Kane úr The Rascals, gefur út sína fyrstu plötu hinn 21. apríl. Platan, sem kemur út á vegum plötufyrirtækisins Domino, nefnist The Age of the Under- statement og hefur að geyma tólf lög. Sinfóníuhljómsveit undir stjórn Owens Pallett, úr eins manns sveitinni Final Fantasy, kemur við sögu á plötunni. Fyrsta smáskífulag hennar, titillagið The Age of the Understatement, kemur út 15. apríl. Alex Turner í nýrri sveit ALEX TURNER Forsprakki Arctic Monkeys gefur út plötu með nýrri hljómsveit í vor. Bresk-tyrkneski tónlistarmaður- inn Adem syngur lagið Unravel eftir Björk á sinni nýjustu plötu, Takes, sem kemur út 12. maí. Á plötunni syngur hann lög eftir fjölda annarra listamanna þar á meðal PJ Harvey, Aphex Twin, Smashing Pumpkins og The Breeders. Takes er fyrsta tökulagaplata Adem, sem hefur áður sent frá sér sólóplöturnar Homesongs og Love On Other Planets. Adem, sem spilaði á Iceland Airwaves- hátíðinni fyrir fjórum árum, er einnig bassaleikari hljómsveitar- innar Fridge. Bjarkarlag á plötu Adems ADEM Bresk-tyrkneski tónlistarmaður- inn Adem syngur lagið Unravel á sinni nýjustu plötu. Íslenska þjóðin velur sér Euro- vision-lag á laugardaginn í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind. Hinar þjóðirnar eru mislangt komnar í valferlinu. Sautján af þátttökuþjóðunum 43 hafa nú þegar valið lög. Svíar verða síðastir til að velja lag. Gera það ekki fyrr en 15. mars. Mikið af lögunum sautján sem þegar má heyra eru í gríðarlega hefðbundnum og taktföstum Eur- ovision stíl. Meðal annars lag And- orra. Þaðan kemur söngkonan Gisella og lagið Casanova. Malt- verjar senda söngkonuna Morenu sem hyggst slá í gegn með því að syngja eiturhresst stuðlag um helsta áhugamál margra, lagið Vodka. Hvít-Rússar senda Ruslan Alehno, hörkunagla með bringu- hár og euroteknóstuðlag á ensku, Hasta la vista. Tékkar völdu söng- konuna Tereza Kerndlová og r&b- poppið hennar, Have some fun, og Ungverjar veðja á söngkonuna Csézy og átakanlega sorgarball- öðu. Litháar senda aðra sorgar- ballöðu með söngvaranum Jeron- imas Milius en Eistar senda grínhópinn Kreisiraadio sem hefur verið saman síðan 1993 og gert grín í útvarpi og sjónvarpi. Lagið þeirra heitir Leto svet og er hugs- anlega versta lag sem þú hefur heyrt. Tvær þjóðir eru nýjar í Euro- vision í ár, smáríkið San Marínó og Aserbaídsjan á Kákasusskagan- um. Aserar hafa gert upp hug sinn og ætla að vinna þetta strax í ár. Þaðan kemur dúett félaganna Elnur Huseynov og Samir Javadzadeh. Lagið mun eiga að sýna baráttu djöfulsins og guðs og lítur því annar söngvarinn út eins og handrukkari og syngur svipað, en hinn er í hvítu með englavængi á bakinu og syngur í falsettu. Þetta mun ná langt. Eða ekki. Norðmenn og Danir hafa þegar valið sér lög. Norðmenn senda söngkonuna Maria Haukaas Stor- eng sem syngur á ensku, lagið Hold On Be Strong. Þetta er létt r&b-popp í millitempói. Danir veðja hins vegar á popparann Simon Mathew sem syngur líka á ensku, lagið All night long. Lagið er einhvers staðar mitt á milli Coldplay og Mika, ef einhver getur ímyndað sér slíkan bastarð. Sautján Eurovisionlög þegar valin DANSKI FULLTRÚINN Í ÁR Simon Mathew er öruggur á sviði. EUROVISIONPARTÝPÁLS ÓSKARSÁ NASALAUGARDAGINN 23. FEB 2008UNDANKEPPNI EUROVISION – LAUGARDAGSLÖGINFram koma:PÁLL ÓSKAR með öll sín bestu lögEUROBANDIÐ This is my lifeMERCEDES CLUB Ho, ho, howe say hey, hey, hey HAFFI HAFF The wiggle wiggle songÍ tilefni af íslensku undankeppninni í Eurovision í Laugardaslögunum mun Dj Páll Óskar þeyta öll bestu Eurovision lög allra tíma, alla nóttina.  Svo tekur hann sjálfur öll sín bestu lög þegar allt er að sjóða uppúr, með sprengjum, blöðrum og glamúr, ásamt flottustu Eurostjörnum dagsins í dag.Húsið opnar kl. 23 Miðaverð kr. 2000Forsala á NASA föstudaginn 22. feb .milli kl. 13-17Aldurstakmark 20 ára MERCEDES CLUB Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey Merzedes Clubfrumflytja tvö ný lög eftir Barða Jóhannson af disknum sem kemur út í vor. HAFFI HAFF The wiggle wiggle song EUROBANDIÐ This is my life
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.