Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 18
18 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábær tilboð á síðustu sætunum á skíði í Austurríki í febrúar og mars. Bjóðum vikuferðir 23. febrúar og 1. mars; frábær sértilboð á flugsætum og frábær tilboð á flugi og gistingu. Þú bókar tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Tryggðu þér skíðafrí á besta verðinu og bókaðu strax. Mjög takmarkað framboð flugsæta. Verð Kr. 49.990 Flug og gisting í viku Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað ”án nafns” í Zell am See / Schuttdorf / Lungau með morgunverði í 7 nætur (sjá skilmála ”stökktu tilboðs”). Sértilboð 23. febrúar og 1. mars. Verð Kr. 59.990 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel Speiereck *** í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 1. mars. Verð Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. 23. febrúar eða 1. mars. Netverð á mann. Eftir að einhliða upptaka evru hefur verið slegin út af borðinu eru valkostirnir í Evrópumálum skýrari en áður. Aðeins kemur til greina að standa utan eða innan Evrópusambandsins. Þrátt fyrir það hefur af- staða Geirs H. Haarde for- sætisráðherra ekki breyst. Að hans mati kallar ekkert í umhverfinu á aðildarum- sókn eins og sakir standa. Geir hittir fimm framkvæmda- stjóra hjá Evrópusambandinu í tveggja daga heimsókn til Lúxem- borgar og Brussel í næstu viku. Förin er farin í tengslum við setn- ingu viðamikillar Íslandskynning- ar í Brussel sem stendur fram á vor. „Við erum í góðu sambandi við forsvarsmenn Evrópusambands- ins og það er eðlilegt að funda reglulega með þeim þó ekki séu uppi sérstök vandamál sem þarf að leysa,“ segir Geir. Hann mun meðal annars hitta Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdar- stjórnarinnar, en tæpur áratugur er síðan íslenskur forsætisráð- herra fundaði með forseta fram- kvæmdastjórnarinnar. Margvís- leg málefni verða rædd; pólitísk mál á sviði utanríkismála, áfram- haldandi greiðslur Íslands í þró- unarsjóði ESB, öryggis- og varn- armál og fleira. Afstaðan byggist á hagsmunum Geir telur ekki að mikill tími fari í að tala um einhliða upptöku evru enda slíkt ekki framkvæmanlegt. „Ég held að það sé búið að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Einhliða upptaka Íslands á evru er ekki inni í myndinni,“ segir hann. Á Við- skiptaþingi í síðustu viku sagði stjórnarmaður í Evrópska seðla- bankanum að þar á bæ kynnu menn því illa að lönd tækju upp evruna bakdyramegin og sendi- herra Evrópusambandsins gagn- vart Íslandi sagði einhliða upp- töku evru geta leitt til árekstra. Um leið og þetta liggur fyrir telur Geir Evrópuumræðuna á Íslandi verða einfaldari. „Valkost- irnir eru skýrir, að vera fyrir utan eða vera fyrir innan. Mín afstaða er óbreytt í því efni og stefna rík- isstjórnarinnar er alveg skýr, við munum ekki hreyfa okkur í þessu máli á kjörtímabilinu.“ Geir segist hafa tekið afstöðu í Evrópumálum út frá hagsmunum landsins og niðurstaða hans sé að betra sé að standa utan ESB en innan. „Ekki vegna þess að menn séu af einhverjum öðrum ástæð- um á móti þessu bandalagi eða samstarfi Evrópuþjóðanna. Ég tel að mjög margt gott hafi af því leitt í áranna rás. En það hefur ekki hentað okkur að gerast aðilar. Það eru forsendurnar fyrir minni afstöðu. En hins vegar hefur jafn- an verið sagt af okkar hálfu að ef þetta breytist þá er ekki hægt að útiloka það um aldur og ævi að við myndum sækja um. En ég tel það ekki líklegt eins og sakir standa.“ Tækifæri utan ESB Evrópusambandið hefur breyst og stækkað. Á síðustu fjórum árum hafa tíu ríki úr austanverðri álf- unni gengið í sambandið og er efnahagsleg staða þeirra allt önnur og verri en flestra þjóðanna sem fyrir voru. Geir segir miklum fjármunum varið í aðstoð við þess- ar fátækari þjóðir og þar hafi Íslendingar komið að málum með greiðslum í þróunarsjóði. „Við höfum borgað tiltölulega háar fjárhæðir miðað við stærð í þetta kerfi og höfum ekki talið það eftir okkur. En ef við gerumst fullgildir aðilar er ljóst að við yrðum að borga miklu meira vegna þess að við erum hátekjuþjóð.“ Og um leið og Evrópusamband- ið hefur breyst hefur umhverfið utan þess breyst. Í austri eru að verða til efnahagsstórveldi á borð við Kína og Indland og áhrif þeirra á efnahag vesturlanda enn óljós. Við þessar aðstæður metur Geir það sem kost að standa utan ESB. „Þannig afsölum við okkur ekki forræði yfir viðskiptasamningum við þriðju lönd,“ segir hann og bendir á að Íslandi hafi eitt og sér eða í gegnum EFTA haft frum- kvæði að slíkum samningum. Nýj- asta dæmið sé samningur EFTA og Kanada og í farvatninu sé samningur Íslands og Kína. „Þetta getum við af því að við höfum til þess meira svigrúm en aðildar- þjóðir Evrópusambandsins sem afsala sér fullveldi gagnvart þessu til sambandsins.“ Geir segir það ótvírætt að í Evrópusambandsað- ild felist mikið fullveldisframsal. „Þær þjóðir sem þar eru hafa talið það þess virði. Ég hef ekki komist að slíkri niðurstöðu fyrir okkar hönd.“ Skyndilausnir ekki í boði Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagðist í Fréttablaðinu á sunnudag þeirrar skoðunar að halda eigi áfram vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar, meðal annars með hliðsjón af umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Geir hefur ekki tekið afstöðu til hugmynda Bjarna en segir að yfirleitt sé ekki raunhæft að tala um stjórnar- skrárbreytingar fyrr en á síðasta þingi fyrir kosningar. Þess vegna sé stjórnarskrárnefndin sem starfaði á síðasta kjörtímabili í fríi núna. Hann segir reynsluna sýna að einfaldara sé að vinna í ákveðnum köflum stjórnarskrár- innar í stað þess að endurskoða hana í heild. Breytingar á kjör- dæmaskipan 1999 og innleiðing mannréttindakaflans 1995 vitni um það. „Það varð ekki samkomu- lag í stjórnarskrárnefndinni að gera breytingu eins og þá sem Bjarni er að tala um en sú hug- mynd hefur verið á sveimi.“ Í þessu samhengi heldur Geir því til haga að Evrópusambands- aðild er langt og strangt ferli. „Breyta þarf stjórnarskrá til að heimila framsal á fullveldi og þjóðin þyrfti að greiða um það atkvæði sem og um sjálfan samn- inginn. Þetta er margra ára ferli og þar fyrir utan ættum við eftir að uppfylla skilyrði til að ganga í myntbandalagið ef við litum á það sem næsta skref.“ Í því ljósi þýði ekki að horfa á evruna og Evrópusambandsaðild sem skyndilausn á efnahagsvand- anum sem nú ríki á Íslandi. „Við verðum að beina huganum að efnahagsmálunum eins og þau eru. Ég tel að með nýjum kjara- samningum sé búið að eyða óvissu um almenna markaðinn, vonandi til næstu þriggja ára, og þar með fækka óþekktu stærðunum í efna- hagsmyndinni. Við getum þá ein- beitt okkur að öðru og þar held ég að stærsta vandamálið sé lausa- fjárvandinn. Ríkisvaldið, bank- arnir, Seðlabankinn og aðrar opin- berar stofnanir þurfa að sýna samstöðu til að komast í gegnum þá erfiðleika sem við er að glíma á þessu sviði,“ segir Geir og telur aðstoð í þeim efnum ekki verða sótta út í heim. Njótum velvildar innan NATO Í Brusselheimsókninni ræðir Geir líka við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, en vatnaskil urðu í samskiptunum við NATO þegar Bandaríkjamenn yfirgáfu her- stöðina á Keflavíkurflugvelli haustið 2006. „Ég hef átt mörg samtöl við hann, bæði sem utan- ríkisráðherra og forsætisráð- herra, og hann er mjög vel inni í málum hér,“ segir Geir og tekur fram að Ísland njóti mikillar vel- vildar innan NATO og stofnana þess. Framundan sé vinna við svo- kallað loftrýmiseftirlit sem hefst í vor með hingaðkomu fjögurra franskra orrustuþota með hundr- að manna áhöfn og fylgdarliði sem dvelur hér í sex vikur og hefur aðsetur á Keflavíkurflugvelli. „Framkvæmdastjórinn hefur beitt sér verulega í þessu máli og það er ljóst að Frakkar og aðrar þjóðir sem munu koma í kjölfarið telja sig ekki aðeins vera að gera Íslend- ingum greiða heldur telja til hags- bóta fyrir sjálfar sig að ekki séu eyður í eftirlitinu á Atlantshaf- inu.“ Geir telur enga lausa enda vera í samskiptunum við NATO. Þó eigi eftir að ganga frá samkomulagi við fleiri þjóðir á þeim nótum sem samið hefur verið um við Norð- menn og Dani. Nokkrar þjóðir hafi sýnt málinu áhuga. „Það eru engin vandamál útistandandi í samskipt- um við NATO. Ég tel þvert á móti að staðið hafi verið vel við bakið á okkur en svo ætlast þeir auðvitað til þess af okkur, eins og öðrum þjóðum, að við leggjum okkar af mörkum í sameiginlegum verk- efnum bandalagsins. Það höfum við gert í Afganistan þar sem við höfum reynt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar með mannskap og styrkjum til loftflutninga. Þó það sé kannski ekki þungt í stóra sam- henginu er eftir því tekið.“ Valkostirnir skýrari en afstaðan óbreytt ENGAR SKYNDILAUSNIR Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ekki hægt að líta á evru og Evrópusambandsaðild sem skyndi- lausn á vandanum sem steðjar að íslensku efnahagslífi. Óþekktum stærðum í efnahagsmyndinni hafi fækkað um eina með nýjum kjarasamningi og því hægt að einbeita sér að öðru. Lausafjárvandi bankanna sé stærsta vandamálið og þurfi ríkið, bank- arnir, Seðlabankinn og aðrar stofnanir að sýna samstöðu til að komast í gegnum erfiðleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTAVIÐTAL BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.