Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 28
28 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Orkumál REI-málið snýst ekki um það hvort menn séu með eða á móti orkuútrásinni eða samstarfi einkarek- inna og opinberra fyr- irtækja. Við í Samfylking- unni viljum veg íslensku orkuútrásar- innar sem mestan og erum enn sannfærð um að samstarf opin- berra orkufyrirtækja sem búa yfir þekkingu og hafa félagslega ábyrgð að leiðarljósi og einkaaðila sem leggja til fjármagn, sé far- sælasta leiðin til framtíðar í útrásamálum. Um þetta var raun- ar líka pólitísk samstaða í stýri- hópi borgarráðs. Slíkt samstarf takmarkar fjárhagslega áhættu opinberu orkufyrirtækjanna, tryggir að félagsleg ábyrgð sé öxluð í þeim löndum sem útrásina ber niður í og er til þess fallið að eigendur orkufyrirtækjanna, almenningur, njóti ávaxtanna af þeirri þekkingu sem þar hefur skapast. Sameining REI og GGE gat á sínum tíma orðið eðlilegt framhald í útrás þessara tveggja íslensku fyrirtækja og orðið til að renna traustari stoðum undir útrásina. Ekki eitt, heldur allt En eins og vinna stýri- hóps borgarráðs leiddi í ljós voru það ólíðandi vinnubrögð, sem við- höfð voru undir for- ystu Sjálfstæðismanna sem kollvörpuðu þeim fyrirætlunum og komu óorði á útrásina. Kjörnir fulltrúar, bæði stjórnarmenn OR og almenn- ir borgarfulltrúar, voru leyndir mikilsháttar upplýsingum meðal annars um eðli samninga. Samn- ingur sem sagður var eðlilegur þjónustusamningur sem ætti að tryggja að OR fengi að fullu greitt fyrir alla útselda vinnu með álagi, reyndist í raun 20 ára einkaréttar- samningur. Jafnframt kom í ljós óeðlileg aðkoma þriðja aðila að gerð samningsins, sem þá átti engan formlegan hlut að málinu, en reyndist hafa haft stórtæk áhrif á eðli „þjónustusamnings- ins“. Jafnframt vöknuðu strax alvar- legar spurningar er vörðuðu umboð eða umboðsleysi borgar- stjóra til að ganga frá málinu fyrir hönd Reykjavíkurborgar, bæði hefur komið í ljós að borgar- stjórinn þáverandi hafði ekki fullt umboð sinna félaga og jafnframt eru áhöld um það hvort borgar- stjóri sem fór með eigendavald á fundinum hefði þurft að leita fyr- irfram samþykktar borgarstjórn- ar á gjörningnum. Einnig hefur umboð stjórnar REI, sem minnihlutinn átti ekki fulltrúa í, til að taka ákvarðanir án þess að fá þær samþykktar eða kynntar í stjórn OR verið dregið í efa. Þá kom í ljós við skoðun máls- ins að mjög víða var málsmeðferð ekki í samræmi við góða stjórn- sýsluhætti, til dæmis þegar ein- staklingar og fyrirtæki voru valin til samstarfs og stjórn REI heim- ilaði útvöldum að kaupa á gengi sem var helmingi lægra en gengi sem þá þegar hafði verið samið um í tengslum við sameiningu GGE og REI. Að laga dílinn Þegar þetta lá fyrir í vinnu stýri- hópsins, áttuðum við okkur öll sem þar áttum sæti á því að þenn- an „díl“ var ekki hægt að laga, enda var samrunanum rift að til- lögu hópsins þann 1. nóvember. Málinu hafði verið klúðrað með óvönduðum vinnubrögðum undir forystu sjálfstæðismanna. Það er verkefni nýrrar stjórnar og eigenda OR að finna orkuút- rásinni nýjan og farsælan farveg. Mikilvægt verður að í því ferli verði viðhöfð óaðfinnanleg vinnu- brögð sem standist kröfur sem gerðar eru til opinberrar stjórn- sýslu. Nauðsynlegt er að eyða óvissu um framtíð REI, skýra þarf stefnu og hlutverk fyrirtækisins. Útfæra þarf verklagsreglur og tryggja fyr- irtækinu rekstrargrundvöll til framtíðar. Það er aðkallandi að skipa sem fyrst fulltrúa í stjórn REI, því fyrirtækið hefur ekki starfhæfa stjórn í dag. Það er ljóst, ef nauðsynlegt samstarf opinberra fyrirtækja og einkaaðila eigi að ganga í orkuútrásinni, að sam- starfsaðilar opinberu fyrirtækj- anna verða að sýna þeim vinnu- brögðum sem nauðsynlegt er að viðhafa í opinberum rekstri virð- ingu. Þau vinnubrögð verða að end- urspegla að þar er verið að fara með almannavald og almennings- eigur. Hvað ef? Við fulltrúar minnihlutans sátum þriggja tíma kynningarfund um samruna GGE og REI að morgni stjórnar og eigendafundar 3. okt- óber. Hefði á annað borð staðið til að kynna stjórnarmönnum þau efnisatriði málsins sem haldið var leyndum hefði það verið gert á þeim fundi. Þær upplýsingar sem þar voru matreiddar fyrir okkur hnigu allar í þá átt að skynsamlegt væri að fallast á samruna fyrir- tækjanna. Hefðu spilin verið lögð á borðið og kynning til stjórnar- manna endurspeglað efnisþætti og aðdraganda málsins hefði atkvæði Samfylkingar fallið gegn gjörningnum á fundinum. Hinsvegar má einnig segja að væri hugmyndin um sameiningu REI og GGE að vakna fyrst núna og verið væri að meta þann kost er ég ekki í nokkrum vafa um að sá möguleiki kæmi vel til álita, rétt eins og aðrar leiðir en vinnubrögð yrðu frá upphafi að vera yfir gagn- rýni hafin. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst REI málið ekki um útrásina eða sameiningu fyrir- tækja heldur ólíðandi vinnubrögð undir forystu sjálfstæðismanna. Framtíð orkuútrásar SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Kjörnir fulltrúar, bæði stjórn- armenn OR og almennir borgarfulltrúar, voru leyndir mikilsháttar upplýsingum með- al annars um eðli samninga. UMRÆÐAN REI-málið Í heitum umræðum undanfarinna vikna hefur farið undarlega lítið fyrir einum veigamiklum þætti REI-málsins: Glitnir bauðst í nóvember sl. til að tryggja kaupverð á REI að lágmarki 23.000.000.000 kr. (tuttugu og þrír milljarðar króna!). REI er skv. fréttum sl. helgar metið á 6 milljarða, ef þá það, og er nú að sönnu vandræðabarn sem engan virðist fýsa að ættleiða eftir að guðfaðir- inn Bjarni Ármannsson kvaddi krógann og kærleiks- heimili hans í hasti. Stóri ágreiningurinn sem Bingi gerði um málið við Vilhjálm Þórmund fv. borgarstjóra snerist um að Vilhjálmur Þórmundur vildi selja REI strax en Bingi vildi bíða og sjá. Miðað við stöðuna í dag mætti ætla að Vilhjálmur Þórmundur væri viðskiptaséní með hárrétta tilfinningu fyrir tímasetningum og hámörk- un arðsemi, og að einhver allt annar en hann þyrfti að axla ábyrgð á öllum þeim milljörðum sem nú skortir upp á 23 milljarða dílinn sem Glitnir bauð þá – en alls ekki nú. Með fyrrnefndum ágreiningi um tímasetningu REI- sölunnar réttlætti Bingi þá fordæmalausu ákvörðun sína að slíta fyrirvaralaust borgarstjórnarmeirihlutan- um með sjálfstæðismönnum og máta eyrnablöðkur sínar við mælskulist Svandísar Svavarsdóttur Gestssonar úr Vg, en tungulipurð hennar og hárfínar tímasetningar dáleiddu um hríð bæði meirihluta borgarfulltrúa og almennings í landinu. Gekk sá málflutningur að mestu út á meinta kaupréttarsamn- inga útvalinna, sem hún tók að vísu sjálf þátt í að velja, en einkum þó hina ófyrirgefanlegu meintu yfirsjón Vilhjálms Þórmundar að REI/GGE fengi 20 ára forgang á að kaupa sérþekkingu nokkurra reynslu- bolta í OR. Þetta hefði að vísu markað vatnaskil í rekstri OR því engum hafði áður hugkvæmst að koma slíkri innanhúsþekkingu í verð, hvað þá með 20 ára samningi. Frábær búhnykkur hefðu sumir sagt, en það gleymdist reyndar í allri umræðunni um 20 árin að sérfræðiþekkingu á borð við þá sem OR býr yfir er auðveldlega hægt að sækja að mestu á verkfræðistof- ur víða um land og nauðaeinfalt væri sömuleiðis að kippa einstökum sérfróðum starfsmönnum út úr OR með örlitlum yfirboðum. En yfirþyrmandi vandlætingar- og orrahríðir sósíalískra hispursmeyja megnuðu alltént við árslok að drepa allan samansafnaðan viðskiptalosta í langþráðri orkuútrás Reykvíkinga. Náttúra kapítalistanna skyldi bæld með ráðum og dáð. Á sömu bæjum er jafnhliða velt reiðum vöngum, reytt hár og kvartað yfir óskiljanlega bágum hlut kvenna í framlínu viðskiptalífsins. Á meðan borgarbúar horfðu upp á 23 milljarðana sína gufa upp, stóðu Vinstri grænar í ströngu niðri á Alþingi, á kafi í öðru stórmáli sem enga bið þoldi, sumsé að tryggja algert skírlífi íslenskra erindreka í útlöndum og fyrirbyggja með lagasetningum að sendimenn hins opinbera freistist til að ramba t.d. inn á hótel með léttbláum sjónvarps- rásum. Hér er græna kvenfélagið hans Steingríms J. sannarlega á heimavelli og í essinu sínu. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það auðvitað tilhugsunin um refsivönd þessara sómakæru og skírlífu kerlinga af báðum kynjum sem helst getur veitt það aðhald og þá siðvöndun sem við hin þurfum öll svo nauðsynlega á að halda um þessar mundir. Sjálfsagt er svo auðvitað að fylgja þessu þarfa máli eftir með stofnun sérstakr- ar siðgæðislögreglu í stíl við þá sem tíðkast í sumum múslímskum ríkjum. Löggjafarvald er vanmáttugt án framkvæmdavalds. Þær fáu krónur sem eftir eru í REI skúffunni væru e.t.v. best nýttar til að reisa andvana örlagabarni REIðileysisins e.k. minnisvarða, og þá helst í anddyri Orkuveitunnar. Væri 23 karata kross viðeigandi? Á öðrum ásnum gæti hangið lítill Gullhjálmur og Þórshamar þá hinum megin? Eða mundi e.t.v. betur hæfa stytta af bjartri meyju og hreinni í svanhvítri skikkju með kolbrúnan brand á lofti, í vel reyrðu skírlífisbelti skreyttu hamri og sigð, til brýningar í baráttunni endalausu gegn vammi og frygð? Eftir stendur svo spurningin um alla milljarðana sem glutruðust í baráttunni á milli góðs og ills, milli skírlífis og saurlífis. Tuttugu og þrír milljarðar gæfu a.m.k. tvo og hálfan milljarð í hreinar vaxtatekjur á ári. Það væri hægt að gera ýmislegt fyrir slíkar fúlgur. Höfuðstóllinn einn dygði fyrir t.d. 1.000 nýjum þjónustuíbúðum, tugum nýrra dagheimila eða fyrir nýja Tónlistarhúsinu og hraðlest til Keflavíkur. Og væri þá nóg eftir. Reykvíkingar hljóta að harma hlut sinn. Ætlar ekki örugglega einhver að axla ábyrgð? Höfundur er tónlistarmaður. Býðst einhver til að axla 23 milljarða ábyrgð vegna REI? JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Þriggja hæða uppþvottavél Þyrlur eða sendiráð Þröstur Ólafsson, fyrrverandi skip- stjórnarmaður, skrifar: Að halda úti björgunarþyrlum virðist vera sóun á fjármunum. Við kaupum dýrar og góðar þyrlur, þjálfum flug- menn og áhöfn vel, en það er eins og læknar eigi að ákveða hvort senda eigi þyrlu vegna slysa annaðhvort á hafinu eða utan alfaraleiðar. Mín skoðun er að flugstjórar og áhöfn þyrlunnar eigi að ákveða hvenær senda eigi þyrlu. Þeir hafa sannað að þeir eru réttu mennirnir til að taka slíkar ákvarðanir. Það á aldrei að hugsa um kostnað þegar gripið er til þessara björgunartækja. Að lágmarki ættu þrjár þyrlur og mannskapur að vera til taks allan sólarhringinn; í Reykjavík, á Akureyri og Hornafirði. Þannig nýtist tíminn best. Ef við – þessi ríka þjóð – getum haldið úti sendiráðum um allan heim með meðfylgjandi útgjöldum ættum við ekki að vera í vandræðum með að halda úti litlum þyrluflota sem væri alltaf til taks þegar kallið kemur. Það mætti kannski fækka þessum sendi- ráðum til að borga björgunarflotann. Ég skora á Björn Bjarnason að spýta í lófana og klára þessi mál. Georg Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, mætti líka taka sig á. Að lokum vil ég minna á að það verður alltaf flugstjóri sem ákveður hvort hægt sé að sinna tilteknu björgunarflugi eða ekki. Ekki blanda læknum í þá ákvörðunartöku. Aðalmálið er að ná í sjúklinga hratt og örugglega og koma þeim undir læknishendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.