Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 4

Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 4
4 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR 129,6093 66,91 67,23 130,14 130,78 98,36 98,9 13,156 13,232 112,456 12,53 10,511 10,547 0,6197 0,6233 105,73 106,37 Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230 L.R RANGE ROVER V8 diesel Nýskr: 12/2006, 3600cc, 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 25.000 þ. Verð: 11.100.000 ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI LÖGREGLUMÁL Fyrir liggur að Ann- þóri Kristjáni Karlssyni fylgdu ekki nauðsynlegar upplýsingar um tilhögun og framkvæmd vistunar, þegar hann strauk af lögreglustöð- inni við Hverfisgötu 15. febrúar. Hins vegar eru ekki uppi grun- semdir um að starfsmenn embætt- isins hafi komið að málinu með refsiverðum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um gang rannsóknar á stroki gæsluvarðhaldsfangans. Þegar liggur fyrir að móttaka og vistun fangans sem og eftirlit með honum var ekki í samræmi við gildandi verklagsreglur. Þegar niðurstöður rannsóknar embættisins á því hvað úrskeiðis fór liggja fyrir verður metið hvern- ig unnt sé að koma í veg fyrir að slíkt gerist á ný og viðeigandi úrbætur gerðar á framkvæmd og skipulagi þessara mála hjá emb- ættinu. Jafnframt mun lögreglu- stjóri upplýsa dóms- og kirkju- málaráðuneytið um niðurstöður athugunar embættisins og hvernig brugðist verði við því sem aflaga fór í meðferð embættisins á gæslu- varðhaldsfanganum. Af þessu tilefni hefur lögreglu- stjóri einnig ákveðið að flýta fyrir- hugaðri úttekt innri endurskoðun- ar embættisins á starfsemi fangamóttöku LRH. - jss LÖGREGLUSTÖÐIN Fyrstu niðurstöður á rannsókn á stroki Annþórs liggja fyrir. Annþóri Kristjánssyni fylgdu ekki nauðsynlegar upplýsingar þegar hann strauk: Verklagsreglur voru brotnar VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 6° 8° 4° 5° 6° 12° 13° 9 7° 8° 17° 15° 10° 11° 21° 1° 24° 12° LAUGARDAGURÁ MORGUN 5-10 m/s en hvassara allra syðst. -3 0 5-15 m/s, hvassast sunnan til -4 41 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur RÓLEGHEIT Veðrið í dag einkennist af hægum vindi um mest allt land og éljum, eink- um vestan til og sunnan. Á morgun andar hann vestri með snjókomu eða slyddu sunnan til og éljum vestan til. Á laugardag verður lægð að mjaka sér til austurs með suðurströndinni og henni fylgir úrkoma um mest allt land. -5 -3 -3 -3 0 2 0 2 0 -2 -5 3 1 1 5 2 3 2 13 2 3 -5 -5 -3 0 0 SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráð- herra hefur orðið við tilmælum Hafrannsóknastofnunar um að stöðva loðnuveiðar og tekur það bann gildi í hádeginu í dag. Útgerðarmenn í Vestmannaeyj- um og á Austurlandi segja fyrir- tæki verða af milljarðatekjum vegna þessa. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafrann- sóknastofnunar, segir að á grund- velli mælinga undanfarið sé mat veiðistofns loðnu á bilinu 200 til 270 þúsund tonn. Stærð stofnsins sé því langt undir því sem gild- andi aflaregla geri ráð fyrir að skilið sé eftir til hrygningar sem eru 400 þúsund tonn. Hann ítrek- ar þó að fylgst verði með miðum áfram. Verðum að skoða reksturinn „Við verðum af um tveimur og hálfum milljarði af rekstrartekj- um okkar ef fram fer sem horfir og það gefur auga leið að við verð- um nú að skoða okkar rekstur og leita svo leiða til að skera niður kostnað,“ segir Gunnþór Ingva- son, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar. Hann segir ekki tímabært að tala um uppsagnir á þessu stígi. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar, segir einnig að ekki sé tímabært að huga að uppsögnum nú en segir þó ljóst að þetta muni þýða mikla tekjuskerðingu fyrir starfsfólk sitt. „Ætli þetta þýði ekki milljarð í minni launatekjur fyrir Eyja- menn,“ segir Sigurgeir Brynjar. Hann telur að útgerðarfyrirtækin í Vestmannaeyjum verði af um þriggja milljarða rekstrartekjum vegna veiðibannsins. Gunnþór segir vissulega þungt hljóðið í Austfirðingum. „Það eru um 400 til 500 manns hér fyrir austan sem hafa lifibrauð sitt af þessu svo þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. 450 tonn í einu kasti Í fyrrinótt var mikil veiði á loðnu- miðum og segjast margir sjó- menn undrandi á niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar. „Við fengum 450 tonn í einu kasti og við erum með grunnnót,“ segir Magnús Jónasson, stýrimaður á Sighvati Bjarnasyni VE. „Við sáum þarna mikla loðnu og aðrir bátar voru að fá vel. Það er lítið gert úr fiskifræði sjómanna ef einungis á að hlusta á fræðing- ana sem einhverra hluta vegna finna ekkert.“ Alvarlegt áfall Einar K. Guðfinnsson segir þetta vera alvarlegt áfall en hins vegar að allt hafi verið reynt sem hægt er til að mæla stærð loðnustofns- ins. „Við erum búnir að mæla um 270 þúsund og í fremstu göngunni voru um 40 til 50 þúsund tonn og úr þeirri göngu hafa menn verið að veiða þannig að það er ekkert óeðlilegt að menn sjái töluvert stórar torfur. Það breytir þó engu um heildarniðurstöðuna.“ Hann segir að ekki hafi gefist ráðrúm til að huga að því hvort að farið verði í einhverjar mótvæg- isaðgerðir fyrir þá sem fyrir áfallinu verða. jse@frettabladid.is Bann við veiðum á loðnu gengur í gildi Veiðistöðvun á loðnu tekur gildi á hádegi í dag. Útgerðir á landsbyggðinni verða af milljörðum. Sjómenn eru ósáttir við niðurstöður Hafrannsóknastofnunar. LOÐNUVEIÐAR Vel bar í veiði hjá áhöfn á Sighvati Bjarnasyni VE í fyrrinótt en nú verður bið á því að loðnu verður dælt í lest þar. Sjómenn undrast niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LÖGREGLUMÁL Sérsveit Ríkislög- reglustjóra æfði í Nauthólsvík- inni í gær með Landhelgisgæsl- unni umgengni við þyrlur. Var um reglubundna æfingu að ræða, meðal annars sig úr þyrlunni. „Það er kallað hraðsig eða „fastrope“. Þá er verið að fara úr þyrlunni á sem skemmst- um tíma niður á ákveðinn stað,“ segir Guðmundur Ómar Þráins- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. „Í dag voru slysahjálparmenn- irnir okkar, sem eru sérfræðingar í slysahjálp, einnig að búa um mann í körfu og hífa hana upp í þyrluna. Það er nauðsynlegt að menn kunni þetta alveg upp á tíu,“ segir Guðmundur. - ovd Sérsveit Ríkislögreglustjóra: Æfðu hraðsig í Nauthólsvík FRÁ ÆFINGUNNI Samvinna sérsveitar- manna og þyrluáhafnar þarf að vera góð á ögurstundu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ölvunarakstur í Hveragerði Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að bifreið hefði verið ekið á staur í Hveragerði um fimm leytið á þriðju- daginn. Ökumanninn sakaði ekki en hann er grunaður um ölvunarakstur. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að reyna að hrækja í andlit lögreglumanns, hóta honum og starfsfélaga hans lífláti og hóta að vinna fjölskyldum þeirra mein. Atvikið átti sér stað í lögreglubifreið. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Hann lýsti yfir iðrun á athæfi sínu. Í dómsniðurstöðu segir að hann virðist hafa tekið sér tak og breytt líferni sínu. Í ljósi þess og ungs aldurs hans ákvað dómurinn að skilorðsbinda refsinguna. - jss Tvítugur maður dæmdur: Hrækti og hót- aði tveim lífláti PAKISTAN, AP Þegar flestöll atkvæði höfðu verið talin í þingkosningunum í Pakistan í gær var ljóst að tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir fengu samanlagt nógu mörg þingsæti til að mynda meirihluta. Stjórnar- flokkur Pervez Musharraf forseta beið afhroð og fékk þriðju flest atkvæði. Viðræður um meirihlutamynd- un eru þegar hafnar og munu leiðtogarnir, Nawas Sharif og Asif Ali Zardari, hittast í dag. - sdg Talningu atkvæða nær lokið: Stjórnarmyndun hafin í Pakistan SIGRI FAGNAÐ Flokkur fyrrverandi for- sætisráðherrans Benazir Bhutto, sem var myrt í desember, fékk flest atkvæði. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 20.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HEILBRIGÐISMÁL Líffæragjafakort lýsa einungis almennum vilja þess sem hefur undirritað kortið. Slíkt getur gert eftirlifandi ættingjum hægara um vik að taka ákvörðun á örlagastundu, en lagalegt gildi þeirra er ekki bindandi á nokkurn hátt. Kom þetta fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn um líffæragjöf á Alþingi í gær. Í máli ráðherra kom fram að fram til síðustu áramóta hefðu 10 fengið 11 hjartaígræðslur, 24 fengið 26 lifrarígræðslur og 151 fengið 169 nýrnaígræðslur, þar af 96 frá lifandi gjöfum en 73 frá látnum gjöfum. - ovd Auðvelda ákvörðun ættingja: Kortin lýsa bara almennum vilja

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.