Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 50

Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 50
 21. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● hafnarfjörður Kvikmyndasafn Íslands hefur komið sér vel fyrir í Hafnar- firði og fagnar í vor þrjátíu ára starfsafmæli. „Hlutverk safnsins er að safna og varðveita íslenska menningararf- inn sem fólginn er í kvikmyndum til framtíðar, framkvæma nauðsyn- legar viðgerðir og endurgerðir og sýna safnkostinn,“ segir Þórarinn Guðnason, forstöðumaður Kvik- myndasafns Íslands. Safnið er ríkisstofnun og fær árlega fjárveitingu til reksturs og uppbyggingar safnsins, sem í dag er 47 milljónir króna. Starfsmenn safnsins er nú sex, þar af eru tveir í hlutastarfi. „Kvikmyndasafninu er ætlað að taka við öllu efni og munum sem snertir kvikmyndir. Til að mynda filmur, myndbönd, tæki, gögn, þar með talið veggspjöld, dagskrár, handrit, ljósmyndir og önnur gögn,“ segir Þórarinn. Í tilefni afmælisársins verð- ur myndarleg dagskrá í safnabíó- inu þar sem hápunkturinn er sýn- ing á kvikmynd Victors Sjöström, „Fjalla-Eyvindur“ frá árinu 1918 að sögn Þórarins. „Tónlistin við myndina verður glæný því Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefur hafið samningu á tónlist við mynd- ina auk þess sem settir verða við hana íslenskir millitextar og má þannig segja að þessi sænska mynd, sem gerð var eftir leik- riti Jóhanns Sigurjónssonar verði „færð heim“,“ segir Þórarinn. Hann segir að upphaflega hafi verið miðað við að koma safninu fyrir í Hafnarfjarðarbíó en þegar það var rifið samdist við yfir- völd um að Bæjarbíó yrði safna- bíó safnsins í staðinn. „Skrifstof- um safnsins var komið fyrir í gamla Bæjarútgerðarhúsinu sem safnið tók á leigu. Þegar það var síðan rifið, fékk safnið til umráða vandaða byggingu við Hvaleyrar- braut í Hafnarfirði. Sú bygging er í ríkiseign og hýsti áður Fiskvinnslu- skóla Íslands. Þetta húsnæði hent- ar mjög vel, er með möguleika á viðbótarbyggingum á lóð safns- ins og verður framtíðarhúsnæði safnsins,“ segir Þórarinn. Frá 1. janúar 2003 er safnið, samkvæmt lögum um skylduskil, móttökusafn fyrir allar kvikmynd- ir sem eru framleiddar, gefnar út og sýndar opinberlega hér á landi. Allt frá auglýsingamyndum til bíó- mynda og allt þar á milli að sögn Þórarins. Þannig er kvikmyndagerðar- mönnum skylt að afhenda safninu, innan tveggja ára, þrjú sýningar- eintök af kvikmyndum sem gerð- ar eru. Eitt eintak fer til Lands- bókasafns Íslands og frumeintök af myndunum skal afhent innan sjö ára. Jafnframt skal afhenda eintök af kvikmyndum sem síðan eru gefnar út á nýju formi svo sem DVD-diskum eða myndböndum. „Kvikmyndafilmur eru varðveitt- ar í mjög stöðugu hita- og rakastigi sem er 5 gráður á C og 35 prósenta rakastig fyrir sýningareintök og - 5 gráður fyrir frummyndir. Þetta á að tryggja varðveislu kvikmynda um ókomin ár,“ útskýrir Þórarinn sem segir sérfræðinga fullyrða að hver mínusgráða geti aukið varðveislutímann um hundrað ár. „Bresku söfnin ganga jafnvel svo langt, að geyma frumfilmur í -22 gráðu frosti.“ Kvikmyndasafnið rekur safna- bíó í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem sýningar eru að minnsta kosti tvisvar í viku, á eldri og yngri perl- um úr kvikmyndasögunni. „Safnið kappkostar að sýna kvikmyndir á því formi sem þær eru gerðar á og tekst það vel í flestum tilfellum. Mikil samvinna er milli safnanna í Evrópu og ekki síst á Norðurlönd- unum,“ segir Þórarinn og bætir því við að aðsókn sé að aukast og til standi að bæta við þriðju sýn- ingunni vikulega á næstunni. Nán- ari upplýsingar: www.kvikmynda- safn.is rh@frettabladid.is Kvikmyndaarfurinn geymdur við frostmark Þórarinn Guðnason, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, segir aðsókn á sýningar safnabíósins vera að aukast og til standi að bjóða þrjár sýningar á viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON – skemmtistaðir fyrir unga sem aldna Sundlaugar Hafnarfjarðar Sundferð er heilbrigð og ódýr skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Sjáumst í sundi!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.