Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 16
16 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS Árið 1980 greindist sonur Rögnu, Ragnar Bjarna- son, með DMD (Duchenne muscular dystrophy) sem er vöðva- rýrnunarsjúkdómur. Skömmu síðar greindist svo annar sonur hennar, Sævar, með sama erfða- sjúkdóm en hann lést árið 1993. Þegar þeir greindust ákvað hún strax að hafa þá heima og síðan þá hefur hún háð þrotlausa baráttu fyrir bættum hag lang- veikra barna og barna með sérþarfir. „Við tókum þá ákvörð- un að hafa þá heima og reyna að hafa líf þeirra eins venjulegt og hægt var,“ segir Ragna. „Þeir fóru til dæmis í venju- legan skóla sem þó var ekki í stakk búinn til að taka við þeim vegna aðgengis en þá var bara gengið í það mál og öllu kippt í liðinn.“ Ragnar kláraði stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð en hóf svo nám í efna- fræði við Háskóla Íslands. „Það gekk nokkuð illa í byrjun að fá fyrir hann aðstoðarmann svo ég sat þá fyrstu námskeiðin með honum. Námið gekk ágætlega í byrjun en svo settu veikindi strik í reikning- inn og nú er sjúkdómurinn farinn að gera honum þetta afar erfitt þannig að hann ákvað að hætta.“ Ragna hefur einnig verið lykilmaður í uppbyggingu Umhyggju sem er félag til styrktar langveikum börnum, og Sjónarhóli sem er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Hún er nú framkvæmdastjóri Umhyggju en barátta félagsins hefur skilað mikl- um árangri. Má þar til dæmis nefna nýlega löggjöf um veikindaleyfi foreldra á vinnumarkaði sem tók gildi árið 2006 og svo í endurbættri mynd í janúar síðastliðinn en félagið átti stóran þátt í að fá hana í gegn. Ragna Marinósdóttir, móðir drengja með DMD: Barátta bæði heima og heiman Jóna verður 81 árs á árinu en hún hefur undanfarin ár unnið vel yfir sex hundruð vinnustundir á ári í sjálfboðavinnu fyrir Rauða kross- inn. Hún hefur veg og vanda af vikulegri fataúthlutun Rauða krossins og lætur ekki undir höfuð leggjast að vinna um helgar ef eitthvað þarf að gera. Í tilnefningu lesanda segir: „Hún er frábær fulltrúi allra sem vinna sjálfboðið starf í kyrrþey þar sem eina umbunin er vitneskj- an um að gera veröldina svolítið betri í dag en hún var í gær.“ „Árið 2001 lést maðurinn minn og mér fannst alveg ómögulegt að vera ein heima að þurrka af svo ég sótti um hjá Rauða krossinum og til allrar hamingju tóku þeir við mér,“ segir Jóna. „Þetta er afskaplega skemmtilegt. Ég er mikið í því að taka til og svo eru þeir sem hingað koma óskaplega elskulegir við mig. Þetta er allt saman voða skemmtilegt, alla vega nýt ég þess alveg fram í fingurgóma og niður í tær,“ segir hún og hlær við. Hún segir að suma miðviku- daga, þegar úthlutunin fer fram, komi um sextíu manns að fá föt. „Ég veit það að þeir sem hingað koma gera það ekki nema vegna þess að þeir hafa þörf fyrir það.“ Jóna Arthúrsdóttir, umsjónarmaður fataúthlutunar Rauða krossins: Nýtur starfsins fram í fingurgóma JÓNA ARTHÚRSDÓTTIR Þegar maður hennar féll frá fannst henni ekki hægt að vera ein heima og sótti um hjá Rauða krossinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Menn geta lagt sitt af mörkum þó ekki séu þeir háir í loftinu. Þór- hallur Darri er aðeins níu ára en hann lét þó ekki sitt eftir liggja þegar hann frétti af fjölskyldu sem misst hafði aleigu sína í elds- voða. „Mamma var að lesa fréttir á vefnum og þá sá ég fréttina um brunann og símanúmer fyrir þá sem vildu hjálpa og ég sagði við mömmu „við verðum að hjálpa“ og hún sagði þá já því maður á að vera gjafmildur og hjálpa svo ég hringdi og kynnti mig.“ Hann hafði engar vöflur á en tók saman jólagjafir sínar sem fylltu þrjá svarta ruslapoka. Þar á meðal voru föt, tölvuleikir, bækur, fót- boltaskór og skór með hjólum undir sem hann hafði lengi haft á óskalistanum. Tveir bræður eru í fjölskyld- unni sem varð fyrir áfallinu og þegar Þórhallur Darri kom fær- andi hendi hafði hann orð á því að verst væri að sá eldri fengi kannski minna fyrir sinn snúð. Þórhallur Darri Þórsson gaf jólagjafirnar sínar: Á að vera gjafmildur Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða afhent næstkomandi þriðjudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og hafa fimm verið tilnefndir í hverjum þeirra. Við kynnumst nú lítillega þeim fimm sem tilnefndir voru í flokki hvunndagshetja. Tilnefndar hvunndagshetjur Rúnar Þór Njálsson er fimmtán ára strákur frá Blönduósi sem í haust bjargaði vini sínum í neyð. Er Rúnar Þór fatlaður og notar hjólastól til að komast um. Voru þeir vinirnir að safna framlög- um til styrktar krabbameins- sjúkum og fóru til þess hús úr húsi á Blönduósi. „Þá fór hann að haga sér ein- kennilega,“ segir Rúnar Þór sem hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum. „Hann var farinn að labba eins og hann væri full- ur en svo fór mér ekkert að lít- ast á blikuna þar sem ég veit að hann er sykursjúkur. Ég spurði hvort hann vildi fara upp á sjúkrahús og þá svarði hann mér ekki. Stuttu seinna hneig hann niður og ég náði að grípa í úlpuna hans og draga hann upp í rafmagnsbílinn minn og keyra hann upp að Esso.“ Þar rankaði vinur hans við sér og borðaði sætindi til að reyna að komast í jafnvægi en svo hafi hann aftur liðið útaf. „Ég var búinn að leita í tösk- unni hans að sprautu sem hann er venjulega með en einhverra hluta vegna var hún ekki í tösk- unni.“ Rúnar bað um að hringt yrði í ömmu vinar síns sem þá kom með sprautuna sem vant- aði. „Svo hringdum við á sjúkra- bíl sem flutti hann á sjúkrahús- ið.“ Aðspurður hvort ekkert annað hefði komið til greina en að draga vin hans upp í rafmagns- bílinn svarar Rúnar Þór því til að hann hefði ekki viljað skilja vin sinn eftir. Rúnar Þór Njálsson bjargaði vini í neyð: Vildi ekki skilja vin sinn eftir RÚNAR ÞÓR NJÁLSSON Hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum þar sem hann lét eins og drukkinn maður. ÞÓRHALLUR DARRI ÞÓRSSON Sá stutti má helst ekkert aumt sjá. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sigríður Eyþórsdóttir, umsjónarmaður Perlu- festarinnar og Perlunnar: Leikar- inn fann hlutverk Sigríður hefur haft umsjón með leikhóp fatlaðra sem heitir Perlan í 25 ár og einnig með klúbbi fyrir leikhúsáhugafólk í hópi fatlaðra sem heitir Perlufestin. „Ég er leikari að mennt og upp- haflega var ég að vinna í leikhúsi, í útvarpi og sjónvarpi,“ segir hún. „Svo var ég beðin að setja upp leiksýningu með fötluðum á 25 ára afmæli Styrktarfélags van- gefinna en þá hafði ég varla nokk- ur kynni af fólki úr þeim hópi svo ég renndi eiginlega blint í sjóinn. Þetta tókst svo ágætlega að það endaði með góðri sýningu og upp frá því þróaðist Perlan sem held- ur upp á 25 ára afmæli sitt í ár. Ég held að þetta sé mitt hlutverk í lífinu.“ Um 50 manns eru í Perlufest- inni en sá félagsskapur hittist vikulega og fer oft í leikhús. Þá gefst þeim oftast tækifæri á að hitta leikara sýninganna sem eflaust geta gefið þeim góð ráð á listamannsbrautinni. „Ég vona nú að ég hafi kennt þeim eitthvað,“ segir Sigríður. „En þó held ég að þau hafi kennt mér miklu meira eins og oft vill verða í svona starfi. Leikhópur- inn hefur farið víða um heim og fengið góða dóma fyrir einlæga og fallega leiktúlkun enda á ferð- inni miklir listamenn sem bæta við litum í litróf listanna.“ SIGRÍÐUR EYÞÓRSDÓTTIR Hefur haft umsjón með Perlunni, leikhópi fatlaðra, í aldarfjórðung. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RAGNA MARINÓSDÓTTIR Ragna ákvað að búa drengjum sínum eins eðlilegt líf og mögulegt er þó að þeir ættu við alvarlegan sjúkdóm að etja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.