Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500021. febrúar 2008 — 51. tölublað — 8. árgangur HAFNARFJÖRÐUR Draumadagur í hafn- arbænum í hrauninu Sérblað um Hafnarfjörð FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR Fann forláta jakka á götumarkaði tíska heilsa heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Arnar á hæðinni Leikarinn og miðbæjarrottan Arnar Jónsson auglýsir nýtt hverfi á Arnarneshæð. FÓLK 58 Mótvægisaðgerð í uppsveitum Ný rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði var nýlega stofnuð við Kennaraháskólann á Laugarvatni. TÍMAMÓT 34 Nú reynir á „Bankarnir verða að standa á eigin fótum. Þeir geta ekki verið þekktir fyrir að hlaupa undir pilsfald ríkis- ins,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 26 FÓLK Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, skartaði hárspöng frá íslenska hönnuðinum Thelmu Björk Jónsdóttur við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í desember síðastliðnum. Mette-Marit var færð spöngin að gjöf frá sameig- inlegum vinum hennar og Thelmu. „Að hún skyldi nota hana við þetta tækifæri er náttúrlega æðislegt, og mikill heiður fyrir mig,“ segir Thelma, sem er búsett í París. Hárskraut hennar hefur vakið töluverða athygli, og komst meðal annars á síður breska Vogue. Það er nú fáanlegt í fimm löndum. - sun / sjá síðu 46 Hárskraut Thelmu vinsælt: Íslensk hönnun á Nóbelnum YFIRLEITT HÆGVIÐRI Í dag verður víðast hæg vestlæg átt. Snjó- koma eða slydda sunnan til, stöku él á landinu vestanverðu annars úrkomulítið. Frost 0-7 stig. VEÐUR 4 -5 -3 0 0 0 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir er hrifin af vönduðum og kvenlegum fötum en lætur tísku- bylgjur lítið á sig fá. Melkorka hefur sjaldan fylgt sérstökum bylgjum eða tískustraumum heldur farið sínar eigin leiðir í fata- vali. „Mér hefur stundum verið strítt á því að ég sé voðalega góð í því að finna flíkur sem enginn a rekst á í ólíklegustu búðu “er hú heldur að hann geti verið frá Suður-Ameríku og jafn- vel frá Austur-Evrópu. „Ég mundi segja að þetta væri mjög vandaður jakki. Hann er svartur í grunninn en þó alsettur litríku munstri. Svo er hægt að snúa honum við og þá verður hann ennþá litríkari,“ lýsir Melkorka en hún gengur mikið í rauðu, grænu og bláu Hún k i fötum sínum e l Fer sínar eigin leiðir GÓÐAR Í GRÁUStjörnurnar virðast margar hrifnar af gráa litnum þessa dagana. TÍSKA 2 ÖÐRUVÍSI ÚTIHURÐIRÚtidyrahurðin skiptir óneitan-lega máli fyrir ásýnd hússins.HEIMILI 6 Melkorka keypti jakkann á götumarkaði í Amsterdam en það er alls kostar óljóst hvað-an hann er upprunninn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FIMMTUDAGUR hafnarfjörður Bærinn í hrauninuÁ hundrað árum hefur íbúum Hafnarfjarðar fjölgað úr 1.469 í rúmlega 24 þúsund. BLS. 2 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 VelduektaMyllu Heimilsbrauð - brauðið semallir á heimilinu velja Skráning á landsbanki.is VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI Tillaga um stórfellda lækkun þóknunar til stjórnar- og varastjórnarmanna var samþykkt með lófataki á aðalfundi Glitnis í gær. Tillöguna lagði fram Þor- steinn Már Baldvinsson, nýr stjórnarformaður bankans. Laun formanns stjórnar lækka úr rúmri milljón í 550 þúsund krónur á mánuði og laun almennra stjórnarmanna lækka um 100 þúsund, verða 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir að tími hagræð- ingar, ráðdeildar og sparnaðar sé fram undan hjá bankanum. Glitni segir hann eiga að vera leiðandi í að skera niður kostnað svo hluthafar og viðskiptavinir geti vel við unað. - óká / sjá síðu 24 Ráðdeild ráði hjá Glitni: Laun stjórnar- manna lækkuð STJÓRNMÁL Geir H. Haarde forsæt- isráðherra metur það sem kost að Ísland standi utan við Evrópusam- bandið þegar ný efnahagsstórveldi á borð við Kína og Indland eru að verða til. Hann nefnir nýlegan samning EFTA og Kanada og samning Íslands og Kína sem er í farvatn- inu. „Þetta getum við af því að við höfum til þess meira svigrúm en aðildarþjóðir Evrópusambandsins sem afsala sér fullveldi gagnvart þessu til sambandsins.“ Geir segir að nú þegar einhliða upptaka evru sé útilokuð verði umræðan um Evrópumál einfald- ari. „Valkostirnir eru skýrir, að vera fyrir utan eða vera fyrir innan. Mín afstaða er óbreytt í því efni og stefna ríkisstjórnarinnar er alveg skýr, við munum ekki hreyfa okkur í þessu máli á kjörtímabilinu.“ Í næstu viku fundar Geir með fimm framkvæmdastjórum Evr- ópusambandsins, þeirra á meðal Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnarinnar. Geir segir íslensk stjórnvöld vera í góðu sambandi við forsvarsmenn ESB og eðlilegt að funda reglulega þó engin sérstök vandamál séu uppi sem þarf að leysa. - bþs / sjá síðu 18 Forsætisráðherra telur Íslandi betur borgið utan ESB við ris nýrra efnahagsstórvelda: Getur fært okkur viðskiptatækifæri RÍKISFJÁRMÁL Skuld íslenska ríkis- ins við verktakann Impregilo, vegna skatta portúgalskra verka- manna, eykst um eina milljón króna á dag, eða sem nemur drátt- arvöxtum af þeim 1,2 milljörðum sem fyrirtækið ofgreiddi ríkis- skattstjóra frá 2004 til 2007, og að auki 300 milljónir í vexti, alls 1,5 milljarða. Hæstiréttur úrskurðaði í sept- ember að Impregilo teldist ekki launagreiðandi portúgalskra starfsmanna og hefði því ekki átt að standa skil á sköttunum. Hafði Impregilo talið að starfsmanna- leigurnar Select og Nett ættu að standa skil á þessum greiðslum. Fór málið fyrir Hæstarétt sem féllst á rök fyrirtækisins. Eftir úrskurð Hæstaréttar leið og beið en ríkið endurgreiddi ekki skattana. Í janúar, þegar dráttar- vextir voru komnir í 300 milljónir króna, stefndi Impregilo fjármála- ráðuneytinu, fyrir hönd ríkisins og krafðist alls fjárins, 1,5 millj- arða. Málið hafði stoppað í fjármála- ráðuneytinu, að því er Garðar Valdimarsson, lögmaður Impreg- ilo, greinir frá. „Ráðuneytið sagði málið sífellt í skoðun. En Impreg- ilo sagði á móti að búið væri að dæma í málinu,“ segir hann. Baldur Guðlaugsson ráðuneyt- isstjóri segir að ein ástæða þess að ráðuneytið hafi beðið með greiðsl- ur sé sú að kanna hafi þurft hver raunverulegur hlutur Impregilo í greiðslunum hafi átt að vera. Fyr- irtækið hafi til dæmis átt að greiða skatt af mismuninum á íslenskum lágmarkslaunum og þeim launum sem starfsmannaleigurnar greiddu mönnunum. Starfsfólk í fjármálaráðuneyt- inu hafi talið sig í samstarfi við Impregilo um lausn málsins og beðið upplýsinga frá því þegar stefnan var kunngjörð. - kóþ Impregilo fær eina milljón á dag í vexti Ríkið hefur enn ekki endurgreitt Impregilo þá 1,2 milljarða skattastaðgreiðslu, sem Hæstiréttur úrskurðaði síðasta haust að hefði verið ranglega innheimt af fyrirtækinu. Hver dagur kostar skattgreiðendur eina milljón í dráttarvexti. METTE-MARIT Með íslenska hárskrautið í Stokkhólmi í haust. Hugsar ekki um Hearts Guðjón Þórðarson hefur ekkert heyrt frá Hearts lengi en er samt enn inni í myndinni sem næsti stjóri liðsins. ÍÞRÓTTIR 54 BUBBI & GEIR Bubbi Morthens og Geir H. Haarde forsætisráðherra sungu saman lagið Lóa litla á brú á tónleikum gegn kynþátta- hatri í Austurbæ í gærkvöldi. Lögðu þeir félagar, sem báðir eru af norskum ættum, áherslu á virðingu fyrir einstaklingum en með framtakinu vildu tónlistarmenn bregðast við kynþáttahatri á Íslandi sem þeir segja hafa aukist. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.