Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 81

Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 81
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 53 FÓTBOLTI Zlatan Ibrahimovic, framherji Inter, var ekki par sáttur með liðsfélaga sinn Marco Materazzi fyrir að fá rauða spjaldið í 2-0 tapleiknum gegn Liverpool í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrrakvöld og þegar ítalskir blaðamenn spurðu hann hvað hefði farið úrskeiðis hjá Inter var hann fljótur að svara. „Hvað gerðist hjá Inter? Spurðu Marco Materazzi hvað gerðist,“ sagði Imbrahimovic pirraður í viðtali við Corriere dello Sport en Massimo Moratti, forseti Inter, var heldur skiln- ingsríkari en Svíinn. „Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og ég hef ekkert út á leikmennina, knattspyrnustjór- ann eða dómarann að setja, eða jú kannski út á dómarann,“ sagði Moratti í viðtali við ítalska fjölmiðla í fyrrakvöld. - óþ Zlatan Ibrahimovic, Inter: Spurðu Marco hvað gerðist ÓSÁTTUR Zlatan Ibrahimovic kvað Marco Materazzi bera ábyrgð á hvernig fór gegn Liverpool í fyrrakvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Gary Megson, stjóri Bolton, er afar ósáttur með framferði spænska félagsins Atletico Madrid fyrir seinni leik liðanna í UEFA-bikarnum í Madrid í kvöld. Spánverjarnir birtu ýmsar upplýsingar varðandi ferðatilhögun Bolton-manna á heimasíðu tengdri spænska félaginu og var þar tilgreint flugnúmer, komutími, nafn hótelsins þar sem enska liðið gistir og æfingaráætlun. „Þetta er fáránleg hegðun og menn hljóta að spyrja spurninga varðandi gæslu og vernd leik- manna Bolton sem og aðstand- enda félagsins fyrir leikinn,“ sagði Megson en Bolton fór með 1-0 sigur í fyrri viðureign liðanna. - óþ Gary Megson, Bolton: Hræddur um öryggi Bolton ÓSÁTTUR Gary Megson kvartar yfir hegð- un Atletico Madrid. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Íslendingaliðin Ciudad Real og Gummersbach mættust í Meistaradeildinni í gær en leikið var í Kölnarena. Fyrirfram var búist við frekar öruggum sigri Ciudad en læri- sveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Gummersbach komu heldur betur á óvart í leiknum. Þeir leiddu allan fyrri hálfleik- inn og voru marki yfir í leikhléi, 15-14. Ciudad náði forystunni fljótlega í síðari hálfleik en Gummersbach kom til baka og náði yfirhöndinni. Þegar skammt var eftir af leiknum leiddi Gummersbach með einu marki, 27-26, en spænski landsliðsmað- urinn Alberto Entrerrios skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði Ciudad mjög nauman sigur. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Gummers- bach og Róbert Gunnarsson fjögur. Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir spænska liðið. - hbg Meistaradeildin í handbolta: Ciudad lagði Gummersbach SVEKKTUR Alfreð Gíslason var eðlilega svekktur eftir leikinn í gær. KÖRFUBOLTI Línurnar skýrðust heldur betur í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi, því Haukar tryggðu sér sæti í úrslita- keppninni með því að sleppa með sex stiga tap gegn Val á sama tíma og Keflavík náði fjögurra stiga forskoti á toppnum með sigri í framlengingu í Grindavík. Kefla- vík er þar með komið með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn. Valskonur unnu sex stiga sigur, 61-67, á Íslands- og bikarmeistur- um Hauka á heimavelli þeirra á Ásvöllum í gær en það var ekki nóg til þess að halda lífi í barátt- unni sinni fyrir sæti í úrslita- keppninni. Valur sem hefur unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og öll liðin í deildinni þurfti að vinna með 22 stigum eða meira til þess að eiga möguleika á að kom- ast upp fyrir Haukanna. Valskonur tóku öll völd á vellin- um í síðari hálfleik og voru komn- ar yfir, 48-51, fyrir lokaleikhlut- ann. Þær náðu þó aldrei að nálgast 22 stiga muninn sem til þurfti og Haukarnir geta þakkað fyrirliða sínum, Kristrúnu Sigurjónsdóttur, að þeir eru komnir með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Kristrún var yfirburðamaður í Haukaliðinu en það var ótrúlegt að sjá til atvinnumannsins í seinni hálfleik og það er ljóst að hún þarf að ná af sér fýlunni fyrir bikarúr- slitaleikinn á sunnudaginn. Haukar voru þó ekki eina bikar- úrslitaliðið sem tapaði sínum leik. Keflavík er komið í góða stöðu í baráttunni um deildarmeistara- titlinn eftir 106-101 sigur í Grinda- vík í framlengndum leik í Grinda- vík en staðan var 89-89 eftir venjulegan leiktíma. Keflavík er því komið með fjögurrra stiga for- skot á toppnum og þarf bara einn sigur í viðbótar úr þremur leikj- um til þess að tryggja sér deildar- meistaratitilinn. - óój Mikil dramatík í leikjum gærkvöldsins í Iceland Express-deild kvenna: Sigur sama og tap hjá Valsstúlkum BARÁTTA Það var ekkert gefið eftir í leik Vals og Hauka í gær. Valur vann en kemst ekki áfram í úrslitakeppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.