Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 40
● fréttablaðið ● hafnarfjörður 21. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR4
Í hugum margs Íslendings er Hafnarfjörður fegursti kaupstaður lýðveldisins með sitt skringilega
hraunlandslag, himinháu brekkur, gömlu hús, aflaskip í höfninni og heimilislegt mannlíf. Enda víst
að tíminn líður hratt í gleði og nánd þess sem hafnfirskt er.
Það ætti að vera ásetningur allra sem ekki hafa enn kynnt sér dásemdir Hafnarfjarðar að vakna upp á falleg-
um morgni til þess eins að upplifa draumadag ævintýra og vellystinga í einstæðu og forkunnar fögru bæjar-
stæði Hafnfirðinga. Af nógu er að taka og öruggt að dagur dugar ekki til, en þá er bara að drífa sig aftur og
aftur, til að njóta og drekka í sig dásemdir Hafnarfjarðar.
Draumadagur í
Hafnarfirði
Séð inn í Sigguhús, þar sem tíminn stendur í stað og allt er eins umhorfs og þegar
Sigríður Erlendsdóttir bjó þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Pólverjar eru orðnir stór hluti íslensku þjóðarinnar og á
pólska barnum Pologna og pólsku matvöruversluninni er for-
vitnilegur varningur, dýrindis veitingar og alúðleg þjónusta á
pólsku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Flestum finnst ómissandi að fara á
kaffihúsið Súfistann í Strandgötu en
andrúmsloftið er ekki síður notalegt á
Kaffi Amor í verslanamiðstöðinni Firðin-
um. Þar má finna ægifagurt útsýni yfir
höfnina og ljúffengar veitingar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hafnarfjörður býður upp á marga útivistarmöguleika, bæði golfvelli, fjallgöngur og dásamlega sundlaug. Í góðu veðri er
yndislegt að ganga upp á Ásfjall og hringinn í kringum Hvaleyrarvatn, þar sem finna má fjölbreytt fuglalíf, en gangan tekur um
klukkustund. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Thorsgallerí er skyldustopp fyrir listunn-
endur og stendur við nýja torgið sem
liggur meðfram Strandgötunni. Þar
selja listakonur margvíslegt handverk
sem allt er eigulegt og íðilfagurt. Ekki
skemmir fyrir að hægt er að njóta ilm-
andi kaffis í búðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Haukar eru með eitt besta handboltalið landsins á sínum
snærum og ósvikin skemmtun að koma sér notalega fyrir í
nýja Haukahúsinu og gleyma sér í hafnfirskri stemmningu og
spennandi leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ganga um miðbæinn svíkur engan og forvitnilegar verslanir víða. Fyrir rómantíska
er upplagt að skoða hringa hjá Siggu og Tímó, en einnig að finna fágæta fornmuni til
hreiðurgerðar í risastórri Antíkbúðinni við Strandgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kvikmyndasafnið við Strandgötu sýnir
gamlar, klassískar bíómyndir í gamla
Bæjarbíói á þriðjudagskvöldum og
laugardögum. Menning er ríkuleg í
Hafnarfirði og mikið um góðar myndlist-
arsýningar í Hafnarborg og úrvalsstykki
á fjölum Hafnarfjarðarleikhússins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Gaman er að kíkja í búðir við Strandgötuna. Veiðibúðin er ein sú besta sinnar teg-
undar á landinu og staðsett í fallegu, gömlu húsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Siggubær í Hafnarfirði veitir innlit aftur í tímann inn á heimili alþýðufólks á síðustu
öld. Húsið er í umsjón Byggðasafns Hafnarfjarðar og opið gestum og gangandi
eftir samkomulagi. Húsið er aðeins 24 fermetrar að stærð og í bænum bjó Sigríður
Erlendsdóttir alla sína tíð, en hún var atkvæðamikil í verkalýðsbaráttunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA