Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 40
● fréttablaðið ● hafnarfjörður 21. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR4 Í hugum margs Íslendings er Hafnarfjörður fegursti kaupstaður lýðveldisins með sitt skringilega hraunlandslag, himinháu brekkur, gömlu hús, aflaskip í höfninni og heimilislegt mannlíf. Enda víst að tíminn líður hratt í gleði og nánd þess sem hafnfirskt er. Það ætti að vera ásetningur allra sem ekki hafa enn kynnt sér dásemdir Hafnarfjarðar að vakna upp á falleg- um morgni til þess eins að upplifa draumadag ævintýra og vellystinga í einstæðu og forkunnar fögru bæjar- stæði Hafnfirðinga. Af nógu er að taka og öruggt að dagur dugar ekki til, en þá er bara að drífa sig aftur og aftur, til að njóta og drekka í sig dásemdir Hafnarfjarðar. Draumadagur í Hafnarfirði Séð inn í Sigguhús, þar sem tíminn stendur í stað og allt er eins umhorfs og þegar Sigríður Erlendsdóttir bjó þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pólverjar eru orðnir stór hluti íslensku þjóðarinnar og á pólska barnum Pologna og pólsku matvöruversluninni er for- vitnilegur varningur, dýrindis veitingar og alúðleg þjónusta á pólsku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Flestum finnst ómissandi að fara á kaffihúsið Súfistann í Strandgötu en andrúmsloftið er ekki síður notalegt á Kaffi Amor í verslanamiðstöðinni Firðin- um. Þar má finna ægifagurt útsýni yfir höfnina og ljúffengar veitingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hafnarfjörður býður upp á marga útivistarmöguleika, bæði golfvelli, fjallgöngur og dásamlega sundlaug. Í góðu veðri er yndislegt að ganga upp á Ásfjall og hringinn í kringum Hvaleyrarvatn, þar sem finna má fjölbreytt fuglalíf, en gangan tekur um klukkustund. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Thorsgallerí er skyldustopp fyrir listunn- endur og stendur við nýja torgið sem liggur meðfram Strandgötunni. Þar selja listakonur margvíslegt handverk sem allt er eigulegt og íðilfagurt. Ekki skemmir fyrir að hægt er að njóta ilm- andi kaffis í búðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Haukar eru með eitt besta handboltalið landsins á sínum snærum og ósvikin skemmtun að koma sér notalega fyrir í nýja Haukahúsinu og gleyma sér í hafnfirskri stemmningu og spennandi leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ganga um miðbæinn svíkur engan og forvitnilegar verslanir víða. Fyrir rómantíska er upplagt að skoða hringa hjá Siggu og Tímó, en einnig að finna fágæta fornmuni til hreiðurgerðar í risastórri Antíkbúðinni við Strandgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kvikmyndasafnið við Strandgötu sýnir gamlar, klassískar bíómyndir í gamla Bæjarbíói á þriðjudagskvöldum og laugardögum. Menning er ríkuleg í Hafnarfirði og mikið um góðar myndlist- arsýningar í Hafnarborg og úrvalsstykki á fjölum Hafnarfjarðarleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gaman er að kíkja í búðir við Strandgötuna. Veiðibúðin er ein sú besta sinnar teg- undar á landinu og staðsett í fallegu, gömlu húsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Siggubær í Hafnarfirði veitir innlit aftur í tímann inn á heimili alþýðufólks á síðustu öld. Húsið er í umsjón Byggðasafns Hafnarfjarðar og opið gestum og gangandi eftir samkomulagi. Húsið er aðeins 24 fermetrar að stærð og í bænum bjó Sigríður Erlendsdóttir alla sína tíð, en hún var atkvæðamikil í verkalýðsbaráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.