Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 26
26 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Tveir af helztu frumkvöðlum atvinnulífsins létu nýlega falla ummæli, sem hljóta að vekja eftirtekt og umhugsun, hvor á sinn hátt. Björgólfur Thor Björgólfsson, annar aðaleigandi Landsbankans og Straums, vakti í sjónvarpsviðtali máls á þeim möguleika, að Íslendingar taki upp svissneskan franka í stað krónunnar til að draga úr þeirri áhættu og óvissu, sem krónan leggur akkerislaus á efnahagslífið, af því að hún er örmynt og má sín ekki mikils í ólgusjó heimsfjármálanna. Tillaga Björgólfs vitnar ekki um glöggt hagskyn, enda hefur hún engan hljómgrunn fengið, jafnvel ekki meðal stjórnmálamanna. Enginn málsmetandi viðskiptaleið- togi í Noregi myndi tefla fram svo fráleitri hugmynd í umræðum um afstöðu Norðmanna til ESB, né heldur heyrðust slík sjónarmið í aðdraganda aðildar Finnlands og Svíþjóðar að ESB á sínum tíma. Hluthafar í fyrirtækjum þar gætu ekki borið óskorað traust til viðskiptaleiðtoga, sem léti svo athugunarlaus ummæli falla um svo mikilvægt mál. Stjórnmála- menn leyfa sér að tala út og suður, það er þeirra háttur sumra hér frá gamalli tíð langt umfram nálæg lönd, og enginn kippir sér upp við það. En viðskiptaleiðtogar nýrrar kynslóðar þurfa að standast strangari kröfur. Tillaga Björgólfs er fráleit vegna þess, að með því að taka upp svissneskan franka sem lögeyri myndu Íslendingar kasta frá sér öllum kostum fullrar aðildar að ESB öðrum en föstu gengi og segja sig um leið úr lögum við þær þjóðir, sem við höfum allan lýðveldistím- ann eða lengur haft nánast samneyti við. Tillögu Björgólfs svipar til furðuhugmynda í þá veru, að Íslendingar taki upp evruna á eigin spýtur líkt og Svartfellingar og fáeinar aðrar utangarðsþjóðir. Hún virðist hafa verið sett fram til að koma til móts við sjónarmið stjórnmálamanna, einkum í Sjálfstæðisflokknum, sem mega ekki til þess hugsa að missa andlitið með því að láta af mosavaxinni andstöðu sinni við inngöngu Íslands í ESB. Vandamál þjóðarinnar allrar? Hin ummælin voru í Ríkisútvarp- inu höfð eftir Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, einum af óbeinum kjölfestu- hluthöfum Glitnis: „Takist íslensku bönkunum ekki að fjármagna sig er það vandamál þjóðarinnar allrar.“ Þessa afstöðu bankahluthafans þarf að skoða í ljósi ummæla forsætis- ráðherra á Alþingi nýlega um óbeina ábyrgð ríkisins á bönkunum. Jón Ásgeir sagði, að það virtist vera álit manna úti í heimi, að íslensku bankarnir séu „hreinlega gjaldþrota.“ Daginn eftir dró hann í land og sagðist telja, að bankarnir standi vel. Hann lýsti þeirri skoðun, að Íslendingar þurfi að ganga í ESB, svo að bankarnir geti haldið áfram að vaxa. Jóni Ásgeiri er það sýnilega jafnljóst og öðrum málsmetandi viðskiptaleiðtogum í nálægum löndum, að hag atvinnu- lífsins er bezt borgið innan ESB. Andstaða gegn aðild hlýtur að berast úr öðrum áttum. En Samtök atvinnulífsins geta samt í hvorugan fótinn stigið nema kannski á leynifundum, ekki frekar en Vörður eða Hvöt. Afsal ríkisábyrgðar Eru bankarnir of stórir til að standa á eigin fótum eða falla? – eins og sagt var á sinni tíð um Samband íslenzkra samvinnufé- laga. Ég segi nei. Bankarnir verða að standa á eigin fótum. Þeir geta ekki verið þekktir fyrir að hlaupa undir pilsfald ríkisins. Í fyrsta lagi er beinni ríkisábyrgð á bönkunum ekki lengur til að dreifa, enda eru þeir nú í einkaeigu. Innstæður eru tryggðar, en ekki til fulls; lögum frá 1999 er ætlað að „veita innstæðueigendum í viðskipta- bönkum og sparisjóðum ... lágmarksvernd.“ Í annan stað eru íslenzku bankarnir nú með annan fótinn í útlöndum. Hví skyldu íslenzkir skattgreiðendur þurfa að ábyrgjast viðskipti bankanna erlendis? Útrás bankanna til annarra landa hlaut að fela í sér afsal ríkisábyrgðar. Þessu afsali þurfa bankarnir nú að gefnu tilefni að gangast við vafningalaust. Í þriðja lagi getur aðeins ein björgunarað- gerð komið til greina af hálfu ríkisins, skyldu bankarnir komast í kröggur og kalla eftir hjálp. Það er tímabundin endurþjóðnýting af því tagi, sem grípa þurfti til í bankakreppunni á Norðurlöndum 1988-93 og nú síðast fyrir nokkr- um dögum á Bretlandi. Hafi bankarnir farið sér svo óðslega, að þeir reynist „hreinlega gjald- þrota,“ eins og Jón Ásgeir Jóhannesson ýjaði að, hlýtur einkavæðing þeirra að teljast hafa mistekizt svo hrapallega, að nauðsyn beri til að koma bönkun- um í betri hendur og draga núverandi eigendur þeirra til ábyrgðar frekar en skattgreiðend- ur eða aðra saklausa vegfarendur. Fari svo, hefur mikill vaxtamunur – háir útlánsvextir, lágir innlán- vextir – í vernduðu fákeppnisum- hverfi ekki dugað bönkunum til að spjara sig og ekki heldur forgjöfin til eigendanna, sem fólst í einkavæðingu bankanna langt undir markaðsverði að mati Ríkisendurskoðunar. Vandamál hvers? Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Bankarnir og þjóðin UMRÆÐAN Fiskveiðistjórnun Ég er einn þeirra sem batt afar mikl-ar vonir við sameiningu landbúnað- ar- og sjávarútvegsráðuneytisins en með því gætu ferskir vindar leikið um feyskna málaflokkana og þá sérstak- lega veitir ekki af því við stjórn fisk- veiða. Flestum ber saman um að afar illa hafi verið haldið á málum á umliðnum árum, s.s. niðurskurður aflaheimilda og úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er óræk- ur vitnisburður um. Nýlega hefur sjávarútvegráð- herra látið hafa eftir sér að hann hafi mikið velt vöng- um um hvort hann ætti að skera aflaheimildir þorsks niður um 22% eða þá skera niður aflaheimildir um 35% en hann tók þá óábyrgu afstöðu að leyfa 35% minni veiðar á þessu ári en því síðasta. Í viðtali í Fréttablaðinu þann 10. febrúar sagði hann ástæðuna fyrir svo grófum niðurskurði vera þá að ef ekki hefði verið tekið svo stórt skerf niður á við væri hætta á að það þyrfti að skera niður aflaheimildir enn og aftur á því næsta. Sjávarútvegsráðherra virðist trúa þeim kenning- um að ef við drögum úr eða jafnvel hættum veiðum á þorski fari að byggjast upp ein- hver gríðarlegur lífmassi af þorski sem muni síðan gefa af sér hlutfallslega enn stærri lífmassa sem loksins verði hægt að veiða úr. Þessar kenningar um að veiða minna til að veiða meira seinna hafa ekki gengið upp hér við Íslandsstrendur sl. áratugi og hafa í raun hvergi í heiminum gengið eftir. Í síð- ustu ástandsskýrslu Hafró kemur fram á bls. 20 að meðalþyngd flestra aldursflokka þorsks er í eða við sögulegt lágmark, og í rannsóknum á áti hrefnunnar má leiða að því líkum að hún éti allt að tvöfalt meira af þorski en íslenskum útgerðum er leyft að veiða í ár. Hvað myndi bóndinn gera? Varla færi hann að fjölga gripum á afrétt ef þeir héldu ekki eðlilegum holdum og hvað þá að ætla að geyma þá til langframa á beitilöndum þar sem stór hluti verður rándýrum að bráð. Nú er að vona að ráðunautar í landbúnaðarráðu- neytinu sýni nýjum húsbónda að ekki gengur að halda áfram með búskap sem þennan sem er líkastur því sem bræðurnir á Bakka ráku hér norðanlands forðum daga. Höfundur er líffræðingur. Búhyggindi ráðherrans á Bakka SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Fylgst með framvindu Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, og Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, hafa komist að samkomulagi um samstarf landanna um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrla. Á heima- síðu dómsmálaráðuneytisins kemur fram að við verkefnið verði fylgt reglum um opinber innkaup hér á landi og á Evrópska efna- hagssvæðinu. Enn fremur segir þar að Norðmenn hafi opnað vefsíðu um innkaupin þar sem fylgjast megi með framvindu þeirra. Það hefði ekki verið verra að bjóða upp á svo- leiðis þegar Grímseyj- arferjan var keypt. Hátíðarhöld Eins og þekkt er áttaði Björn Bjarna- son sig á möguleikum internetsins á undan öðrum íslenskum stjórnmála- mönnum og sýndi þá makalausu framsýni að byrja að blogga áður en bloggið varð til. Fyrir vikið verður hans án efa minnst sem afa bloggsins á Íslandi. Heimasíða Björns átti þrettán ára afmæli á þriðjudag og vitaskuld lyfti forbloggarinn sér upp í tilefni dagsins. „Daginn hélt ég hátíðlegan með því að sitja fundi með bresk- um ráðherrum og þingmönnum og ræða við þá um fangelsismál, lögreglumál og Scheng- en-málefni.“ Það verður ekki af Birni tekið að hann kann að halda upp á afmæli. Kristján örláti Samgönguráðuneytið hefur gefið barna- og unglingageðdeild Land- spítala tvær milljónir króna til kaupa á íbúð í nágrenni deildarinnar fyrir foreldra sem þurfa að fylgja börn- um sínum utan af landi. Sannarlega göfugt mál. En þyki Kristjáni BUGL fá of lítið í fjárlögum en samgönguráðu- neytinu ofskammtaðar tvær milljónir væri þá ekki langeinfaldast fyrir samgönguráðherra að fá það leiðrétt? bergsteinn@frettabladid.is Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld 21. febrúar kl. 20. Fyrirlesari sr. Svavar Stefánsson. Allir velkomnir Sorg í kjölfar sjálfsvígs N iðurstaða kjarasamninganna á almennum vinnu- markaði var um margt merkileg. Pólitísk viðbrögð við henni eru ekki síður athyglisverð og segja sína sögu. Alkunna er að allar breytingar á hagstærðum geta haft hættur í för með sér. Að öllu virtu er þó rétt að líta á þessa samninga sem framlag til stöðugra ástands í þjóð- arbúskapnum. Það hefur lengi verið siður að ríkisstjórn kæmi að kjarasamn- ingum. Á sinni tíð voru það kallaðir félagsmálapakkar. Þeim var gjarnan spilað út í pólitísku auglýsingaskyni og stundum þó að við blasti að verið væri að gera verðbólgusamninga. Seinna kom þjóð- arsáttarhugtakið. Fyrsta alvöru tilraunin með það var gerð 1986. Eftir nokkra þróun var best heppnaða tilraunin af þessu tagi gerð 1990. Við eðlilegar aðstæður er sérstök aðkoma ríkisins hins vegar óæskileg. Aðilar vinnumarkaðarins eiga á eigin ábyrgð að glíma við þetta vandasama og mikilvæga efnahagslega hlutverk. Í því ljósi má deila um hvort réttlætanlegt var af hálfu ríkisstjórnarinn- ar að koma með jafn umfangsmiklum hætti inn í þessa samninga og raun bar vitni. Að sönnu er verulegur afgangur á fjárlögum þessa árs. Í ljósi viðskiptahallans er hins vegar ljóst að sá afgangur má ekki minni vera ef ríkissjóður á að teljast virkur þátttakandi í því að stuðla að betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Sjálfsagt átti ríkissjóður ekki annarra kosta völ en taka þátt í þessum samningum með auknum útgjöldum og lækkun skatta. En frá kögunarhóli þeirra sem annt er um efnahagslegt jafnvægi mátti ríkissjóður örugglega ekki ganga lengra við svo búið en gert var. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu vel mátt gera gleggri grein fyrir þeirri þröngu stöðu og rökstyðja efnahagslegt mikil- vægi þess að setja aðkomu ríkissjóðs þröngar skorður við ríkjandi aðstæður. Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna eru að vísu ekki sam- hljóma í afstöðu sinni. Það er eðlilegt þegar þrír flokkar eiga í hlut. Kjarninn í gagnrýni þeirra allra felst þó í ádrepum á ríkisstjórnina fyrir of háa verðbólgu og himinháa vexti. Um leið láta þeir það álit í ljós að aðilar vinnumarkaðarins hefðu átt að semja um meiri hækkun á heildarlaunakostnaði og ríkissjóður hefði átt að koma með öflugri hætti að niðurstöðunni. Hér verður ekki látið að því liggja að stjórnarandstöðuflokk- arnir myndu lýsa afstöðu af þessu tagi væru þeir ábyrgir fyrir landsstjórninni. Satt best að segja væri ósanngjarnt að núa þeim slíku ábyrgðarleysi um nasir. En hjá því verður ekki komist að benda á að það sem þeir leggja til að gert verði gengur þvert á þau markmið sem þeir segjast stefna að og átelja ríkisstjórnina fyrir að gera ekki af nægjanlegri röggsemi. Þegar allt innra samhengi skortir í málflutning eins og í þessu tilviki hefur hann óneitanlega litla vigt. Það er skaði því að ærin ástæða er til að ræða efnahagsmálin á grundvelli dýpri og mark- vissari röksemdafærslu. Það er einfaldlega hollt fyrir þessa ríkis- stjórn eins og aðrar að málflutningur stjórnarandstöðunnar bíti. Stjórnarandstaðan hefur til að mynda engar hugmyndir um lög- bundið markmið Seðlabankans eða hvort styrkja þarf gjaldeyris- varasjóð hans til að ná stöðugleikamarkmiðunum. Hvort tveggja gæti þó verið gilt umræðuefni við ríkisstjórnina eða tilefni til pól- itísks frumkvæðis. Fáliðuð stjórnarandstaða þarf ekki sjálfkrafa að hugsa þröngt. Viðbrögð við kjarasamningum: Þversagnir ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.