Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 35 „Ég fæddist í maí en í desember, á jóladag, dó móðurafi minn sem hét Kristján Franklín og ég var skírður í höfuðið á honum, það er nú ekki flóknara en það.“ Þannig útskýrir Kristján Franklín Magnús athafnamaður tilurð nafnsins síns. Þó hann þyki ekki líkjast afa sínum í útliti er þó stundum nefnt að þeir séu líkir í hegðun. „Afi var höfuð sinnar fjölskyldu sem var allt fólk sem flutti í bæinn vestan af fjörðum. Reynd- ar var ætlunin að það settist að á Ólafsvík en vegna óveðurs var farið framhjá og endað í Reykjavík. Hann var elstur sinna bræðra sem reyndar hétu allir Franklín að seinna nafni,“ út- skýrir Kristján en ástæðuna segir hann þá að jafnvel hafi verið stefnt að því að flytja fjöl- skylduna búferlum vestur um haf og þá hefði þetta nafn hentað vel sem ættarnafn. Hins vegar varð nafnið aldrei nema skírnarnafn á Ís- landi og þeir bræður kölluðu sig aldrei Frankl- ín. „Þetta bara festist einhvern veginn við mig,“ segir Kristján Franklín sem er ánægður með nafnið sitt. En hvaðan kemur nafnið Magnús? „Það er ætt- arnafn, líklega á einni fámennustu ætt lands- ins sem ber ættarnafn,“ segir Kristján en föð- urafi hans tók upp nafnið þegar hann flutti til Danmerkur. Örlögin höguðu því þó þannig að hann flutti aftur heim og var læknir í Reykjavík. „Svo hét pabbi minn þessu nafni og hans börn hafa tekið þetta upp. Við erum tveir albræð- ur sem búum hér og höfum tekið þetta upp en öll hin systkinin sem hafa tekið upp nafn- ið hafa flutt utan, búa í Þýskalandi, Kanada og Danmörku.“ En hvað með börn Kristjáns, bera þau Magn- úsarnafnið? Já, strákarnir mínir eru með þetta ættarnafn og reyndar Franklínsnafnið líka,“ segir Kristján Franklín glettinn. NAFNIÐ MITT: KRISTJÁN FRANKLÍN MAGNÚS Franklín í þrjá ættliði KRISTJÁN FRANKLÍN MAGNÚS Ber skírnarnafn móðurafa og ættarnafn föðurafa. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aldís Jóna Ásmundsdóttir Lindargötu 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 22. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigríður Jóhannesdóttir Ásgeir Árnason Ásmundur Jóhannesson Margrét Guðbjartsdóttir Auður Jóhannesdóttir Haraldur Lárusson Guðni Jóhannesson Bryndís Sverrisdóttir Arnbjörn Jóhannesson ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Guðni Oddgeirsson Melási 3, Raufarhöfn, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju laugardag- inn 23. febrúar kl 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Þorsteinsdóttir Þorbjörg Rut Guðnadóttir Ársæll Geir Magnússon Oddgeir Guðnason Elísabet Karlsdóttir Guðný Guðnadóttir Árni St. Björnsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærar eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur og tengdadóttur, Unnar Fadilu Vilhelmsdóttur Hraunási 5, Garðabæ, sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala-háskóla- sjúkrahúss. Sveinn Benediktsson Gunnar Már Óttarsson Ásgerður Ágústsdóttir Vilhelm G. Kristinsson Jón G. Vilhelmsson Sigurður E. Vilhelmsson Jóhanna M. Vilhelmsdóttir Benedikt Sveinsson Guðríður Jónsdóttir Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gísli Brynjólfsson, frá Þykkvabæjarklaustri, Árskógum 6, sem lést fimmtudaginn 7. febrúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Þóranna Brynjólfsdóttir Guðrún Gísladóttir Sigurður Reynir Gíslason Málfríður Klara Kristiansen Áslaug Gísladóttir Þórður Kr. Jóhannesson Freyr Tómasson, Birnir Jón Sigurðsson, Anna Diljá Sigurðardóttir, Kristín Rut Þórðardóttir og Gísli Þór Þórðarson. , amma og ann 19. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Magnea Gísladóttir, frá Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 19. febrúar. Páll Helgi Sturlaugsson Emma Sigurjóna Rafnsdóttir Sigríður Elísabet Sturlaugsdóttir Ómar Örn Þorbjörnsson Guðrún Ingibjörg Sturlaugsdóttir Karl Jensson ömmu og langömmubörn. Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Björn Sigurðsson fv. bifreiðastjóri, Árskógum 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 16. febrúar. Jarðsett verður í kyrrþey. Ársól Margrét Árnadóttir Margrét Björnsdóttir Brynjúlfur Erlingsson Sigurður Björnsson Ólafía Björnsdóttir Sólveig Björnsdóttir Ólafur Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, stjúp- faðir, afi og langafi, Jón Björgvin Rögnvaldsson fyrrverandi hafnarvörður, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. febrúar kl 14.00. Hrafnhildur Jónsdóttir Kristján Fredriksen Kristín S. Jónsdóttir Guðbjörn Garðarsson Ragnhildur Skjaldar barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og frænka, Svandís Júlíusdóttir Skúlagötu 78, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudag- inn 18. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Karl Valur Guðjónsson Díana Björnsdóttir Brynja Guðjónsdóttir Sveinn Þór Hallgrímsson Júlíus Kristinsson Lotte Knudsen Kristján Kristinsson Egill Kristinsson Hafdís Ósk Gísladóttir Barnabörn og aðrir aðstandendur. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrit- aði á dögunum samstarfs- samning við indverska há- skólann TERI, sem hýsir Auðlindastofnun Indlands. Samningurinn felst í víð- tækri samvinnu í umhverf- is- og auðlindafræðum, í orku- og jarðvísindum auk samvinnu í rannsóknum á sjálfbærri þróun. Samningurinn, sem var undirritaður í Nýju-Delí á Indlandi, felur einnig í sér gagnkvæm skipti á nem- endum og kennurum. Nób- elsverðlaunahafinn R.K. Pachauri skrifaði undir samstarfssamninginn fyrir hönd TERI en hann tók við friðarverðlaunum Nób- els á síðasta ári ásamt Al Gore, fyrrverandi varafor- seta Bandaríkjanna. Pa- chauri er forstöðumaður TERI en hann hefur einn- ig starfað sem formað- ur vísindanefndar Samein- uðu þjóðanna um loftslags- breytingar,IPCC og tók við Nóbelsverðlaununum sem fulltrúi þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við und- irritunina á samningi há- skólanna en viðstödd at- höfnina voru einnig þær Guðrún Pétursdóttir, for- stöðumaður Stofnunar Sæ- mundar fróða um sjálfbæra þróun, Árný Erla Svein- björnsdóttir, stjórnarfor- maður stofnunarinnar, Jón Atli Benediktsson prófess- or í rafmagnsverkfræði og þróunarstjóri Háskóla Ís- lands og Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands á Ind- landi. Tilgangur heimsóknar Kristínar Ingólfsdóttur til Indlands var að þiggja boð Pachauri um að flytja fyr- irlestur á alþjóðlegri ráð- stefnu um loftslagsbreyt- ingar auk þess að taka þátt í umræðum við lok ráðstefn- unnar og skrifa undir áður- nefndan samning. Einnig kynnti starfsfólk TERI starfsemi stofnun- arinnar og áherslur í rann- sóknum og kennslu. Sendi- nefnd Háskóla Íslands kynnti starfið hér heima og valin verkefni á sviði jökla- fræði, orkuvísinda, jarð- skjálftafræði auk umhverf- is- og auðlindafræða. Jafn- framt var skýrt frá aðkomu vísindamanna Háskóla Ís- lands að kennslu í Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur hefur verið á Íslandi í 30 ár. Starfssamning- ur við Auðlinda- stofnun Indlands UNDIRRITUN SAMNINGS Háskóli Íslands undirritaði samstarfssamning við Auðlindastofnun Indlands þar sem Nóbelsverðlaunahafinn R.K. Pachari er í forsvari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.