Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 48
● fréttablaðið ● hafnarfjörður 21. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR12
Híbýlaprýði Sívertsens-húss
verður viðfangsefni Arndísar
Árnadóttur hönnunarsagn-
fræðings á fyrirlestri sem hún
heldur í Pakkhúsinu í kvöld.
Skatthol, enskir stólar og marglit
gólfteppi, er yfirskrift fyrirlestrar
sem Arndís heldur klukkan 20.00 í
Pakkhúsinu í Hafnarfirði í kvöld.
„Ég ætla fyrst og fremst að skoða
húsakynni þeirra Rannveigar og
Bjarna Sívertsen á vissu tímabili
eða frá 1810 til 1825,“ segir Arn-
dís en til er skiptagerð frá árinu
1825 þar sem innbúi þeirra hjóna
er lýst, og við það styðst Arndís í
umfjöllun sinni.
Bjarni Sívertsen var nefndur
Bjarni riddari eftir að hafa feng-
ið aðalstign hjá danska kónginum.
Hann var brautryðjandi á Íslandi
í innlendri verslun og útgerð og
hefur verið nefndur faðir Hafnar-
fjarðar. Bjarni lét reisa íbúðarhús
fyrir sig 1803-1805 sem í dag kall-
ast Sívertsens-hús og er nú hluti
Byggðasafns Hafnarfjarðar.
Arndís heldur fyrirlesturinn í
Pakkhúsinu en mun síðan ganga
með gestum yfir í Sívertsens-hús
til að skoða þá muni sem þar er að
finna. „Ég ætla að taka fyrir ein-
stök húsgögn, skoða þau og setja
í samhengi við viðteknar venjur
í híbýlaháttum og efnismenningu
samtímans og hvernig hún breyt-
ist. Þetta var óvenjulegt hús á
þessum tíma þegar flestir bjuggu
í torfbæjum með mjög einfalda
innanstokksmuni og gaman að
velta fyrir sér hvaðan fyrirmynd-
irnar komu miðað við það sem við
búum við í dag,“ segir Arndís sem
hefur mjög gaman af því að geta
vakið athygli á húsgögnum sem
safngripum. Lítið hafi verið fjall-
að um það og engin úttekt gerð
á átjándu og nítjándu aldar hús-
gögnum í íslenskum söfnum þótt
þau sé að finna mjög víða.
Af þeim húsgögnum sem minnst
er á í skiptagerðinni frá 1825 eru
nokkur enn í húsinu. „Skattholið er
enn í húsinu eftir því sem ég best
veit en einhver vafi er um ensku
stólana. Þá eru þarna einnig munir
sem hafa nýlega borist í húsið, yf-
irleitt enskir en frá sama tíma,“
segir Arndís og finnst skemmti-
legt að bera saman hvort einhver
munur er á dönskum og enskum
húsgögnum.
Arndís er nú í óða önn að skrifa
doktorsritgerð um hönnun og hí-
býlahætti á tuttugustu öld á Ís-
landi. „Þessi fyrirlestur er því
svolítill útúrdúr en þetta tengist
því að ég er að skoða mikið hvað-
an fyrirmyndirnar koma að því
sem smiðirnir smíða og er líka
að skoða hvað er til af íslenskum
snikkaraverkum í söfnum,“ út-
skýrir Arndís og bendir á að í Sí-
vertsens-húsi sé eitthvað af ís-
lenskum smíðisgripum.
Litið inn til Bjarna og Rannveigar
Hafnarfjarðarbær veitir árlega
húsverndarstyrki til endurgerð-
ar eða viðgerða á húsnæði eða
öðrum mannvirkjum sem sérstakt
varðveislugildi hafa af listrænum
eða menningarsögulegum ástæð-
um. Þetta hefur verið gert frá
árinu 2002. Áhersla er lögð á að
styrkja framkvæmdir sem færa
ytra byrði húsa svo sem glugga og
klæðningu til upprunalegs horfs.
Umsóknarfrestur er til 25. febrú-
ar og þurfa umsækjendur að skila
styrk umsókn ásamt greinargóð-
um upplýsingum um áætlaðar
framkvæmdir, kostnaðaráætlun
og ljósmynd.
Nánar á www.hafnarfjordur.is
Styrkir til húsverndar
Mörg falleg og gömul hús er að finna í Hafnarfirði.
● HÁDEGISTÓNLEIKAR Í HAFNARBORG
Hádegistónleikar eru haldnir í Hafnarborg fyrsta fimmtudag hvers
mánaðar. Hefur þessari hefð verið haldið á lofti frá árinu
2003 en listrænn stjórnandi þeirra frá upphafi hefur
verið Antonía Hevesi píanóleikari.
Næstu hádegistónleikar verða fimmtudaginn 6.
mars klukkan 12.00. Þar mun Árndís Halla Ásgeirs-
dóttir söngkona hefja upp raust sína.
Arndís lauk 8. stigs prófi frá Söngskólanum í
Reykjavík árið 1994. Eftir það lá leiðin til Berlínar,
þar sem hún stundaði framhaldsnám.
Arndís Halla Ásgeirsdóttir
söngkona.
Arndís Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur heldur fyrirlestur um híbýlahætti í Sívertsens-húsi í byrjun nítjándu aldar í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Teg 2106 Teg 2064Teg 2083
Nýjar húsgagnasendingar