Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 80
52 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Sjö íþróttakonur fengu í gær úthlutað úr Afrekskvenna- sjóði Glitnis og ÍSÍ en sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við bakið á afrekskonum í íþrótt- um og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Að þessu sinni voru tvær og hálf milljón króna til úthlutunar. Þær sem fengu styrk að þessu sinni eru: Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona sem stefnir ótrauð að þátttöku á ÓL í Peking. Embla Ágústsdóttir, sundkona úr íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, sem á Íslandsmetið í öllum þeim sundgreinum sem hún keppir í. Erla Dögg Haraldsdóttir sund- kona sem hefur verið í stöðugri framför og keppir að því mark- miði að tryggja þátttökurétt á ÓL síðar á árinu. Ragnheiður Ragnarsdóttir sund- kona, sem er eina sundkonan sem tryggt hefur sér þátttökurétt á ÓL í sumar. Sigrún Brá Sverrisdóttir sund- kona sem hefur á undanförnum árum sýnt stöðugar framfarir og á nú þrjú gildandi Íslandsmet í kvennaflokki og 16 í unglinga- flokkum. Silja Úlfarsdóttir frjálsí- þróttakona sem er ein af okkar bestu frjálsíþróttakonum og er nálægt lágmörkum fyrir ÓL í Pek- ing í 400 metra grindahlaupi. Sonja Sigurðardóttir sundkona, sem hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt í 50 metra baksundi á ÓL fatlaðra sem keppir á opna Breska meistaramótinu. Alls bárust 97 umsóknir í Afrekskvennasjóðinn að þessu sinni og nam heildarfjárhæð þeirra um 150 milljónum króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verð- ur í september 2008. - óój Úthlutað var í þriðja sinn úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ í gær en alls bárust 97 umsóknir: Fimm sundkonur meðal sjö styrkþega EIN AF SJÖ Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR fékk styrk.Hún sést hér með Svöfu Grönfeldt, formanni sjóðsstjórnar. FRÉTTAABLAÐIÐ/ARNÞÓR > Fjárfestir fjármagnaði kaup Sverris Sænska félagið GIF Sundsvall upplýsti á heimasíðu sinni í gær að kaupin á Sverri Garðarssyni hefðu að mestu verið fjármögnuð af fjárfestingafyrirtækinu AB Norrlandsinvest en fyrirtækið ku sér- hæfa sig í áhættufjárfestingum. Kaupin á Sverri eru ein þau stærstu í sögu félagsins en Sverrir kostaði félagið á bilinu 20-30 milljónir króna. Sverrir mun væntanlega skrifa undir samninginn við félagið ytra í dag en hann samdi til ársins 2010. Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Íslendingaliðinu Brann mæta fullir sjálfstrausts í seinni leik sinn gegn Everton í Evrópukeppni félagsliða sem fram fer á Goodison Park í Liverpool í kvöld eftir naumt tap í fyrri leik liðanna í Björgvin. „Okkur fannst úrslitin úr fyrri leiknum í Björgvin, þar sem Everton vann 0-2, ekki gefa rétta mynd af því hvernig leikur- inn spilaðist. Við munum bara nota það til að peppa okkur upp í undirbúningnum fyrir seinni leikinn og við stefnum klárlega á að ná betri úrslitum þá. Við höfum náttúrlega engu að tapa og ætlum bara að hafa gaman af þessu og getum farið afslappaðir inn í leikinn og þá rúllar þetta vonandi betur hjá okkur,“ sagði Kristján Örn sem var af öðrum ólöstuðum besti maður Brann í fyrri leik liðanna og hlaut sérstakt hrós frá Phil Neville, fyrirliða Everton, í viðtölum í leikslok. „Mér fannst við ná að loka vel á framherja Everton og þeir voru ekki að skapa sér mörg færi í leiknum. Það vantaði kannski örlítið upp á hjá okkur öllum og svona öflugir leikmenn eins og hjá Everton nýta flest þau færi sem gefast og við verðum að vera á tánum,“ sagði Kristján Örn sem ku vera undir smásjánni hjá mörgum félögum í Evrópu samkvæmt norskum fjölmiðlum í gær en hann er ekkert að velta sér upp úr því. „Það er alltaf einhver orðrómur í gangi og maður veit í sjálfu sér ekkert hvað er til í þessu. Ég einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir Brann og leikurinn gegn svo sterku liði eins og Everton er náttúrlega frábært tækifæri til að sýna hvað maður getur,“ sagði Kristján Örn sem er samningsbundinn Brann til loka ársins 2009 og er spenntur fyrir komandi tímabili í Noregi. „Það var mjög gott fyrir okkur að fá þessa leiki gegn Everton á þessum tímapunkti þar sem tiltölulega er stutt í tímabilið í Noregi og ég tel að við séum nú þegar komnir með gott forskot á önnur lið í deildinni í undirbúningnum. Við höfum titil að verja og ég hef mikla trú á því að næsta tímabil í Noregi verði skemmtilegt,“ sagði Kristján Örn að lokum. KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON: VERÐUR Í ELDLÍNUNNI MEÐ BRANN GEGN EVERTON Í EVRÓPUKEPPNINNI Í KVÖLD Frábært tækifæri til að sýna hvað maður getur Meistaradeild Evrópu: Lyon-Man. Utd 1-1 1-0 Karim Benzema (54.), 1-1 Carlos Tevez (87.) Arsenal-AC Milan 0-0 Celtic-Barcelona 2-3 1-0 Jan Vennegor of Hesselink (16.), 1-1 Lionel Messi (18.), 2-1 Barry Robson (38.), 2-2 Thierry Henry (52.), 2-3 Lionel Messi (79.) Fenerbahce-Sevilla 3-2 1-0 Mateja Kezman (17.), 1-1 Edu Dracena, sjm (23.), 2-1 Diego Lugano (57.), 2-2 Julien Escude (66.), 3-2 Semih Senturk (87.) Iceland Express-deild kvk: Haukar-Valur 61-67 Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 24, Kiera Hardy 21, Unnur Jónsdóttir 7, Bára Hálfdánardótt- ir 4, Telma Fjalarsdóttir 3, Ragna Brynjarsdóttir 2. Stig Vals: Molly Peterman 21, Þórunn Bjarnadóttir 15, Tinna Sigmundsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 9 (15 fráköst), Hafdís Helgadóttir 7, Lovísa Guðmundsdóttir 5. Grindavík-Keflavík 101-106 Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 44, Jovana Lilja Stefánsdóttir 15, Joanna Skiba 11, Ingibjörg Jakobsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 10, Petrún- ella Skúladóttir 10. Stig Keflavíkur: TaKesha Watson 36, Susanne Biemer 18, Rannveig Randversdóttir 17, Margrét Kara Sturludóttir 15, Pálína Gunnlaugsdóttir 12, Birna Valgarðsdóttir 5, Ingibjörg Vilbergsdóttir 3. KR-Fjölnir 74-64 Þýski handboltinn: Kiel-Flensburg 30-28 Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Flensburg. Nikola Karabatic skoraði ellefu mörk fyrir Kiel. Wilhelmshaven-Lubbecke 23-19 ÚRSLIT FÓTBOLTI Þjóðverjinn Berti Vogts hefur sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari Nígeríu lausu eftir ágreining við helsta yfirmann knattspyrnumála í landinu. Nígeríu gekk ekki sem skyldi á Afríkumótinu á dögunum og var mikil óánægja með árangur liðsins. Mikið gekk á sem endaði með því að Vogts gekk út en hann var samningsbundinn til ársins 2010. - hbg Berti Vogts: Hættur að þjálfa Nígeríu FÓTBOLTI Ítalska félagið Reggina, sem Emil Hallfreðsson leikur með, hefur lagt inn kvörtun til ítalska knattspyrnusambandsins sem og til knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, vegna hegðunar Chelsea. Hinn 15 ára gamli Vincenzo Camilleri neitaði að spila með félaginu á dögunum og kaus þess í stað að fljúga til London þar sem hann átti viðræður við Chelsea. „Þetta finnst okkur vera til marks um óhollustu og hreinlega rangt,“ sagði Lillo Foti, forseti Reggina sem er langt frá því að vera sáttur með enska félagið. Camilleri ætlaði að skrifa undir samning við Reggina þegar hann verður 16 ára en hefur nú ákveðið að semja frekar við Chelsea. Michel Platini, forseti UEFA, segir þetta mál vera leiðinlegt en hans mat er að leikmenn eigi að vera hjá uppeldisfélögum sínum þar til þeir verða 20-22 ára. Þær hugmyndir hafa ekki fallið í kramið hjá stóru félögunum í Evrópu frekar en aðrar hugmynd- ir forsetanna stóru - Platinis og Sepp Blatters. - hbg Ítalska liðið Reggina: Kvartar sáran yfir Chelsea ROMAN ABRAMOVICH Vinnubrögð hans félags féllu ekki í kramið hjá Reggina. NORDICV PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Seinni fjórir leikirnir í sextán liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu fóru fram í gær- kvöldi. Barcelona vann góðan sigur í Glasgow á Celtic, 2-3, og Man. Utd náði góðu jafntefli gegn Lyon, 1-1, í Frakklandi. Leikur Arsenal og AC Milan á Emirates- vellinum endaði með markalausu jafntefli og Fenerbahce lagði Sevilla á heimavelli, 3-2. Celtic hefur komið skemmtilega á óvart í Meistaradeildinni á þess- ari leiktíð og þeir héldu upptekn- um hætti í gær. Í tvígang tókst skoska liðinu að komast yfir gegn stórliði Barcelona en það dugði ekki til því argentínski snillingur- inn Lionel Messi sá til þess að Bar- celona fór heim með sigur í far- teskinu. Hann jafnaði leikinn í 1-1 og skoraði svo sigurmarkið. Í milli- tíðinni hafði Thierry Henry jafnað með frábæru marki. Eiður Smári Guðjohnsen kom af bekknum er tvær mínútur lifðu leiks. Man. Utd lenti í vandræðum gegn sterku liði Lyon í Frakklandi. Hinn magnaði Karim Benzema kom franska liðinu yfir með frá- bæru skoti utan teigs en Argent- ínumaðurinn Carlos Tevez kom United til bjargar er hann skoraði skömmu fyrir leikslok með skoti af stuttu færi. Tevez hafði áður komið inn á sem varamaður og hressti verulega mikið upp á leik enska liðsins sem er í fínni stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á Old Trafford. Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum á San Siro eftir að liðinu mistókst að leggja AC Milan á heimavelli. Emmanuel Adebayor fékk sannkallað dauðafæri á loka- andartökum leiksins en á einhvern undraverðan hátt tókst honum ekki að skora. Arsenal væri í tals- vert betri málum hefði Adebayor tekist að skora. Mikið fjör var síðan í Tyrklandi þar sem Fenerbahce lagði Sevilla, 3-2. Spænska liðið kvartar þó eflaust lítið yfir úrslitunum enda eiga þeir heimaleikinn inni og fara heim með tvö mikilvæg útivallar- mörk í farteskinu. henry@frettabladid.is Kvöld Argentínumannanna Argentínumennirnir Carlos Tevez og Lionel Messi voru hetjur sinna liða í Meistaradeildinni í gær. Tevez tryggði Man. Utd jafntefli gegn Lyon á útivelli og Messi tryggði Barcelona sigur í skrautlegum leik í Glasgow. DAUÐAFÆRI Adebayor klúðrar hér algjöru dauðafæri í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES GULLDRENGUR Carlos Tevéz skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir Man. Utd í gær. Wayne Rooney fagnar hér markinu með honum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.