Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir er hrifin af vönduðum og kvenlegum fötum en lætur tísku- bylgjur lítið á sig fá. Melkorka hefur sjaldan fylgt sérstökum bylgjum eða tískustraumum heldur farið sínar eigin leiðir í fata- vali. „Mér hefur stundum verið strítt á því að ég sé voðalega góð í því að finna flíkur sem enginn annar rekst á í ólíklegustu búðum,“ segir hún. Hin síðari ár er hún orðin pínulítið veik fyrir kvenlegum og vönduð- um fötum, jafnvel handunnum. „Ég hef minni og minni þolinmæði fyrir óvönduðum flíkum sem skemmast um leið.“ Fyrir nokkrum árum fann hún forláta jakka á götu- markaði í Jordaan-hverfinu í Amsterdam þar sem hún var við nám. „Mér fannst hann mjög fallegur og óvenjulegur en það er óljóst hvaðan hann kemur.“ Melkorka segir engin merki vera á jakkanum en hún heldur að hann geti verið frá Suður-Ameríku og jafn- vel frá Austur-Evrópu. „Ég mundi segja að þetta væri mjög vandaður jakki. Hann er svartur í grunninn en þó alsettur litríku munstri. Svo er hægt að snúa honum við og þá verður hann ennþá litríkari,“ lýsir Melkorka en hún gengur mikið í rauðu, grænu og bláu. Hún kaupir megnið af fötum sínum erlendis enda í góðri aðstöðu til þess. Hin síðustu ár hefur hún verið við flautunám í Amster- dam, London og París en er núna búsett í London. Síðastliðinn mánuð hefur Melkorka þó verið á land- inu og leyst af sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá hefur hún verið í upptökum fyrir Ríkisút- varpið en hún var, ásamt Víkingi Ólafssyni píanóleik- ara, valin fulltrúi Íslands í tónlistarkeppni evrópskra útvarpsstöðva. Næst er Melkorka svo væntanleg til landsins í apríl til að spila á útgáfutónleikum kammersveitarinnar Ísafoldar. vera@frettabladid.is Fer sínar eigin leiðir GÓÐAR Í GRÁU Stjörnurnar virðast margar hrifnar af gráa litnum þessa dagana. TÍSKA 2 ÖÐRUVÍSI ÚTIHURÐIR Útidyrahurðin skiptir óneitan- lega máli fyrir ásýnd hússins. HEIMILI 6 Melkorka keypti jakkann á götumarkaði í Amsterdam en það er alls kostar óljóst hvað- an hann er upprunninn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.