Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 13 ARMENÍA, AP Þúsundir manna komu saman í Jerevan, höfuðborg Armen- íu, í gær með ásakanir um að kosningasvindl hafi tryggt Serge Sarkisian forsætisráðherra sigur í forsetakosningum á þriðjudaginn. Sarkisian hlaut nærri 53 prósent atkvæða en helsti mótframbjóðandi hans, Levon Ter-Petrosian, sem var forseti á árunum 1991-98, fékk 21,5 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem sá um eftirlit með kosning- unum, segir að framkvæmd þeirra hafi að mestu verið eins og alþjóðleg- ar skuldbindingar kveða á um, þótt ýmsu hafi reyndar verið ábótavant. Stuðningsmenn Ter-Petrosians segja hins vegar að kosningasvindl hafi verið útbreitt. Sjálfur segist Ter-Petrosian hafa sigrað í kosningunum. Hann segir stjórnvöld hafa orðið uppvís að því að falsa atkvæði, kaupa atkvæði og ganga í skrokk á stuðningsmönnum sínum sem hugðust fylgjast með framkvæmd kosninganna. Nikol Pashinian, náinn ráðgjafi Ter-Petrosians, hvatti fólk til að krefjast réttlætis: „Það væri glæpur af okkar hálfu að láta þessum glæpamönnum landið eftir.“ - gb Kosningaeftirlitsmenn ÖSE segja kosningar í Armeníu hafa farið að mestu rétt fram: Stjórnvöld sökuð um atkvæðakaup FÉLAGSMÁL Tæpum 600 þúsund krónum var nýlega úthlutað úr minningarsjóði Jóhanns Péturs Sveinssonar, fyrrverandi lögfræðings og formanns Sjálfsbjargar - Landssambands fatlaðra. Er tilgangur sjóðsins að styrkja hreyfihamlaða einstaklinga til náms sem og einstök málefni sem varða aðgengi fatlaðra. Eru styrkþegar fimm talsins að þessu sinni og úr báðum þessum flokkum. „Með lífi sínu sýndi Jóhann Pétur fram á að vel er hægt að lifa lífinu lifandi þrátt fyrir mikla fötlun,“ segir í tilkynningu frá minningarsjóðnum. Jóhann Pétur rak eigin lögfræðistofu og tók virkan þátt í félagsmálum og stjórnmálum. Hann lést árið 1994, þá aðeins 34 ára gamall. Var sjóðurinn stofnaður tæpu ári síðar og byggist hann á frjálsum framlögum. - ovd Úthlutun úr minningarsjóði: Hreyfihamlaðir fá námsstyrki FRÁ ÚTHLUTUN Kristján V. Hjálmarsson, Hólmfríður Benediktsdóttir og Aðalbjörg Guðgeirsdóttir eru meðal styrkþega. MENNTUN Skyndihjálparvegg- spjaldið Getur þú hjálpað í neyð verður gefið öllum leik-, og grunn-, framhalds- og háskólum landsins. Gefandi er Rauði krossinn í samstarfi við N1 og er tilefnið 112 dagurinn sem haldinn var nýlega á vegum viðbragðsað- ila í björgun og almannavörnum um land allt. Á veggspjaldinu eru upplýsing- ar um hvernig bregðast má við í neyð og er framsetning bæði einföld og skýr. - ovd Nýtt skyndihjálparveggspjald: Allir skólar fá nýtt veggspjald GETUR ÞÚ HJÁLPAÐ? Mörg dæmi eru um að börn hafi bjargað mannslífum með grunnþekkingu í skyndihjálp. Þungatakmarkanir víða Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir á fjölmörgum vegum í öllum landshlutum. Biður Vegagerðin flutningsfyrirtæki að kynna sér hvar slíkar takmarkanir eru í gildi. SAMGÖNGUR FORSÆTISRÁÐHERRANN SIGRAÐI Serge Sarkisian forsætisráðherra er sakaður um kosningasvindl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Ökmaður Dodge Ram bíls flúði af vettvangi eftir að hafa ekið niður ljósastaur á mótum Bæjarháls og Bitruháls í Reykjavík. Tilkynnt var um óhappið til lögreglu snemma á mánudagsmorgun. Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang var ökumaður á bak og burt sem fyrr segir en bíllinn stóð eftir mikið skemmd- ur. Lögreglumenn handtóku mann skammt frá vettvangi og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við áreksturinn féll ljósastaur- inn svo sýnt þykir að bíllinn hefur verið á talverðri ferð. - ovd Keyrði niður ljósastaur: Ökumaðurinn hljóp á brott Nýjar 1 lítra umbúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.