Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 76
48 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Það hefur lengi verið mín skoðun að Þursaflokkurinn sé ein af merkustu hljómsveitum íslenskrar poppsögu. Nú er kominn út kassi með öllum fjórum Þursaplötunum ásamt 70 mínútna aukaplötu með áður óút- gefnum og fágætum hljóðritunum. Með honum gefst tækifæri til að rifja upp tónlist sveitarinnar. Hvernig hljóma Þursar árið 2008? Egill Ólafsson hóaði saman í Hinn íslenzka Þursaflokk á haustdögum 1977 og hann hóf formlega starf- semi í ársbyrjun 1978. Í sveitinni voru í upphafi auk Egils sem söng og spilaði á píanó þeir Þórður Árna- son gítarleikari, Tómas Tómasson bassaleikari (báðir félagar Egils úr Stuðmönnum), Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Rúnar Vilbergs- son fagottleikari. Hugmyndin var að stofna sveit sem tæki íslensk þjóðlög og færði í nútímalegan bún- ing. Þjóðlög færð í rafvæddan nútíma- búning Þursaflokkurinn starfaði nokkuð samfellt til ársins 1984 og á þeim tíma sendi sveitin frá sér fjórar plötur, samdi tónlist fyrir danssýn- ingu og leikrit og spilaði mikið á tónleikum, aðallega á Íslandi, en fór líka í nokkurra mánaða tónleikaferð til Evrópu veturinn 1978-1979. Í plötukassanum sem hér er til umfjöllunar eru allar fjórar plötur Þursanna: Hinn íslenzki Þursaflokk- ur sem kom út 1978. Þursabit (1979), Á hljómleikum (1980) og Gæti eins verið (1982). Á aukadisknum eru fimm lög af plötunni Ókomin forn- eskja sem Þursar byrjuðu á 1984 en kláruðu ekki, óútgefin lög, tónleika- upptökur og upptakan af laginu Þögull eins og meirihlutinn sem var í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Eins og áður segir byrjuðu Þurs- ar á því að taka fyrir íslensk þjóðlög og færa í rafvæddan nútímabúning. Á fyrstu plötunni eru fimm lög úr þjóðlagasafnbók séra Bjarna Þor- steinssonar og þrjú frumsamin, tvö instrúmental lög eftir Egil og svo smellurinn Nútíminn eftir Egil og Sigurð Bjólu. Þegar leið á ferilinn fjarlægðust Þursarnir þjóðlagaarf- inn smám saman og á Gæti eins verið eru eintóm frumsamin lög. Inn í tónlist Þursanna blandaðist á ferlinum allskonar tónlist, auk þjóð- laganna voru áhrif frá progg-rokki og djassrokkbræðing einna mest áberandi. Stöðug þróun og mikil spilagleði Eitt af sérkennum Þursaflokksins er að það var mikið lagt í útsetning- arnar og þessir frábæru hljóðfæra- leikarar sem skipuðu hann fengu allir svigrúm til að njóta sín. Tón- leikar sveitarinnar einkenndust af mikilli spilagleði, ekki síst eftir að Karl heitinn Sighvatsson hljóm- borðsleikari gekk til liðs við hana. Sumar af mínum kærustu minning- um frá Þursatónleikum eru einmitt um Kalla í miklum ham við orgelið. Það sem gerði Þursaflokkinn jafn áberandi góðan og raun ber vitni er meðal annars að hann hafði alltaf sérstöðu og metnað. Tónlistin þró- aðist mikið, en var alltaf áhugaverð og skemmtileg. Allar fjórar Þursa- plöturnar standa vel fyrir sínu og þó að meistaraverkið Þursabit hafi alltaf verið í mestu uppáhaldi hjá mér þá standa hinar plöturnar henni lítið að baki. Og þær eru allar ólíkar – hafa hver sinn karakter sem er auðvitað kostur. Þó að Þursarnir hafi verið framsæknir og stundum nokkuð proggaðir þá eru lög sem náðu miklum vinsældum á öllum plötunum. Glæsileg útgáfa Það er mikið lagt í þennan nýja Þursa- kassa og hægt að full- yrða að hann setji ný viðmið í íslenskri end- urútgáfu. Hönnun umbúða og frágangur er til fyrirmyndar. Áður óbirtar myndir og blaðaúrklippur setja svip á plötuums- lögin og Egill Ólafsson rekur sögu sveitarinnar í fimm textum sem eru birtir í umslagi hverrar plötu fyrir sig. Skemmti- legur texti sem gerir mikið fyrir útgáfuna. Fyrir harða Þursaaðdá- endur munar samt mest um auka- plötuna. Á henni eru sextán lög, flest þeirra áður óútgefnar hljóðritanir. Lögin fimm af plötunni Ókomin forneskja eru góð viðbót í Þursa- safnið og sýna að sveitin var langt frá því að staðna þegar hún lagði upp laupana. Var að þróast út í þyngri og tilraunakenndari hluti. Hljómurinn á tónleikaupptökunum er nokkuð misjafn eins og gengur, en það er mikill fengur í þeim flest- um samt sem áður. Sumar upptökurnar eru skemmtilega hráar og það er gaman að þessum lögum sem hafa ekki komið út áður, til dæmis Anarkí og Lísublús við texta Megasar. Upptakan á Frá Vesturheimi sýnir þá miklu stemningu sem oft náðist á Þursa- tónleikum. Hljóðvinnsla virðist hafa tekist nokkuð vel þó að styrkurinn á afspiluninni hefði mátt vera meiri. Á heildina litið er þetta sérstaklega glæsilegur og vel unninn pakki sem gefur góða mynd af einni af framsæknustu og skemmtilegustu hljómsveitum íslenskrar rokksögu. Nú bíður maður bara spenntur eftir tónleikunum! Trausti Júlíusson Flott útgáfa sem setur ný viðmið TÓNLIST Hinn íslenzki Þursaflokkur – kassi með fimm diskum Þursaflokkurinn ★★★★★ Plötukassinn með Þursaflokknum inniheldur allar fjórar plötur einnar af höfuðsveitum íslenskrar poppsögu og 70 mínútna aukadisk með fágætu efni. Flottur pakki sem hæfir flottri sveit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E YÞ Ó R ÞURSAFLOKKURINN 2008 Þrjátíu ár eru liðin frá því að sveitin hóf starfsemi. Afmælinu er fagnað með útgáfu fimm diska pakka og stórtón- leikum í Höllinni um helgina. Fyrsta lag rokkaranna í Jet Black Joe í töluverðan tíma verður frumflutt í Kastljósinu 4. apríl næstkomandi. Lagið fer í loftið í tilefni af tónleikum þeirra og Gospelkórs Reykjavíkur sem verða haldnir í Laugardalshöll 16. maí. Gestkvæmt verður á tónleikunum og mun Páll Rósinkranz meðal annars syngja dúett með þekktum íslenskum flytjanda. Ekki vilja þeir félagar þó gefa upp hver flytjandinn verður, enn sem komið er. Þriðjungur miðanna á tónleik- ana seldist upp aðeins tveimur klukkustundum eftir að salan hófst og ættu aðdáendur Jet Black Joe því að hafa hraðar hendur ætli þeir að tryggja sér miða. Jet Black Joe með nýtt lag JET BLACK JOE Rokkararnir frumflytja nýtt lag hinn 4. apríl næstkomandi. Rokkararnir í Oasis eiga tvær bestu plötur Bretlands frá upphafi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem tónlistartímaritið Q og versl- anirnar HMV stóðu fyrir. Ellefu þúsund manns tóku þátt í könnun- inni. Í efsta sæti varð fyrsta plata Oasis, Definitely Maybe, sem kom út 1994 og í öðru sæti lenti (What´s the Story) Morning Glory sem kom út tveimur árum síðar. Plata Radiohead, OK Computer, lenti í þriðja sæti, Bítlaplatan Revolver í því fjórða og samnefndur frum- burður Stone Roses í því fimmta. Paul Rees, ritstjóri Q, segir að Oasis hafi rakað til sín þrefalt fleiri atkvæðum en næsta hljóm- sveit á eftir sem sýndi að hljóm- sveitin sé tvímælalaust sú ástsæl- asta á Bretlandseyjum. „Niðurstöðurnar sýna berlega vin- sældir Oasis því það hefur engin áhrif þótt á listanum séu plötur á borð við OK Computer með Radio- head og Revolver með Bítlunum.“ Alls lentu fimm Bítlaplötur á lista yfir fimmtíu bestu plöturnar en aðeins Revolver komst á topp tíu. Oasis átti tvær plötur til við- bótar á topp fimmtíu, Don´t Belie- ve the Truth og Be Here Now. Rad- iohead, Pink Floyd, Muse og Coldplay áttu þrjár plötur hver á listanum. Aðeins ein kona komst á listann, eða Amy Winehouse, sem náði 35. sæti með plötuna Back to Black. Oasis á bestu plöturnar TÍU BESTU PLÖTURNAR 1. Oasis - Definitely Maybe 2. Oasis - (What’s the Story) Morning Glory? 3. Radiohead - OK Computer 4. Beatles - Revolver 5. Stone Roses - Stone Roses 6. Beatles - Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band 7. Clash - London Calling 8. Keane - Under the Iron Sea 9. Pink Floyd - Dark Side of the Moon 10. Verve - Urban Hymns OASIS Rokkararnir í Oasis eiga tvær vin- sælustu plötur allra tíma í Bretlandi. Rokksveitin Kiss virðist eiga í ein- hverjum fjárhagskröggum um þessar mundir en hún hefur boðið aðdáendum sínum að hitta sig á tónleikaferð sinni um heiminn, gegn gjaldi. Þeir sem eru tilbúnir að greiða um 85 þúsund krónur fá að hitta goðin sín og láta smella mynd af sér með þeim, auk þess sem þeir fá bol merktan sveitinni og fleira skemmtilegt. Þeir sem vilja ein- ungis sjá lokaæfingu Kiss fyrir tónleika þurfa að greiða um 35 þúsund krónur. Kaupi menn pakk- ann í heild sinni, bæði fund með hljómsveitinni og aðgang að æfingunni, kostar hann um hundr- að þúsund krónur. Að því er kemur fram á tón- leikasíðu Kiss er miði á tónleika sveitarinnar ekki innifalinn í verð- inu en aðeins þeir sem kaupa slík- an miða mega hitta sveitina. „Koss“ fyrir morðfé KISS Hljómsveitin Kiss virðist eiga í fjár- hagskröggum um þessar mundir. Náman námsmannaþjónusta Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Árlega veitir Lands bankinn viðskiptav inum Námunnar veglega námsstyrk i. Nú er komið að þ ví að velja hæfustu umsækjendur til N ámsstyrkja Landsb ankans í 19. sinn. Umsóknarfrestur er til 3. mars 2008 . Allar nánari uppl ýsingar og skráningarblöð er að finna á land sbanki.is Styrkirnir skiptast þannig 3 styrkir til framh aldsskóla- og iðnn áms, 150.000 kr. h ver 3 styrkir til háskól anáms (BA/BS/BEd ), 300.000 kr. hver 4 styrkir til framh aldsnáms á háskó lastigi, 350.000 kr . hver 3 styrkir til listnám s, 350.000 kr. hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.