Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 70
42 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Handritshöfundarnir í Hollywood eru væntanlega hetjur í augum kvikmynda- framleiðenda enda búnir að semja við sína yfirboðara og stöðva sitt verkfall. Sem þýðir að Kodak-höllin í Hollywood fyllist af stórstjörnum hvíta tjaldsins þegar sjálfur Óskar verður afhentur aðfaranótt mánu- dags. Óskarsverðlaunin eru sennilega eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í heiminum. Ekki vegna þess að gæðin hafa þar yfirleitt sigur heldur hefur gullni karlinn þau áhrif að nafn sigurvegarans lifir nánast að eilífu. Óskarinn er hins vegar ekki þessi fagverð- laun sem margir telja þau vera heldur skiptir pólítík, aldur og fyrri störf oft miklu meira máli en frammistaðan sjálf. Besta kvikmyndin Það þarf að leita töluvert langt aftur í tímann síðan spennan í þessum flokki var jafnmikil. Fyrirfram búast flestir kvikmyndaspekúlantar við að baráttan standi á milli No Country For Old Men og There Will Be Blood. Báðar myndirnar hafa sópað að sér hvers kyns fagverðlaunum og verið hampað af kvik- myndagagnrýnendum um allan heim. Að mati margra væri það stórslys ef önnur þessara yrði ekki fyrir valinu en enginn skyldi þó útiloka hina sterku hefð bandarísku kvikmyndaaka- demíunnar; að koma á óvart. Skipbrot Atonement á Bafta-verðlaunum kemur sennilega í bakið á henni og bæði Juno og Michael Clayton þykja eilítið of „litlar“ til að geta staðið uppi sem sigurvegarar. Spá IMDB: Coen-bræður fyrir No Country For Old Men Besti leikarinn Ólíkt kosningunni um bestu kvikmyndina þykir valið á besta leikaranum lítt spennandi. Það þætti nefnilega forsíðufrétt hjá flestum kvikmyndatíma- ritum ef Daniel Day-Lewis fengi ekki Óskarinn fyrir frammistöðu sína í There Will Be Blood. Lewis hefur fengið Bafta, Golden Globe og aðalverðlaun samtaka kvikmyndaframleiðenda og leikara auk þess sem hinar og þessar kvikmyndahátíðir, stórar og smáar, hafa valið hann þann besta. En menn skyldu ekki vanmeta áhrif George Cloon- ey í draumaborginni sem virðist hafa erft völd Roberts Redford. Clooney kom öllum á óvart þegar hann vann styttuna fyrir Syriana sem besti leikari í aukahlutverki og gæti hæglega stolið senunni. Fyrir- fram er hins vegar búist við því að ef Akademían skyldi vera svo vitlaus að ganga framhjá Lewis þá velji hún Johnny Depp í hlutverki morðóða rakarans Sweeney Todd. Spá IMDB: Daniel Day-Lews fyrir There Will Be Blood Besta leikkonan Vefur breska ríkisútvarpsins BBC spáir því að ef gengið verður fram hjá „stóru“ myndunum þá gæti kvikmyndin Juno orðið óvæntur sigurvegari. Þessi litla mynd Jasons Reitman hefur unnið hug og hjörtu áhorfenda og stjarna hennar, hin tvítuga Ellen Page, gæti hafa tyllt sér í efsta sætið hjá Akademíunni. Hollywood þykir líka fátt jafn skemmtilegt og að búa til nýjar stjörnur og Ellen kynni að njóta góðs af því. En Hollywood finnst líka nauðsynlegt að heiðra þær gömlu og þar skýtur Julie Christie öðrum leikkonum ref fyrir rass. Christie sýnir framúrskar- andi leik í Away from her og þessi magnaða leikkona fékk síðast verðlaun árið 1966 fyrir Darling. Þar sem akademían er að mestu skipuð gömlu og íhaldssömu fólki gæti það átt erfitt með að styðja við unglingaóléttu og kýs því frekar að leyfa einum úr sínum flokki að vinna enda eigi unga fólkið framtíðina fyrir sér. Spá IMDB: Ellen Page fyrir Juno Aðrir sigurvegarar samkvæmt IMDB: Besti leikstjóri: Ethan & Joel Coen (No Country for Old Men) Besti aukaleikari: Javier Bardem ( No Country for Old Men) Besta aukaleikkona: Cate Blanchett (I‘m not There) Besta handrit: Diablo Cody (Juno) Stjörnustund í Hollywood VIRÐINGARVOTTUR Julie Christie gæti farið með sigur af hólmi en 42 ár eru síðan hún fékk styttuna síðast fyrir Darling. COEN-SNILLD No Country For Old Men þykir enn eitt meistarastykkið úr smiðju Coen-bræðra og gæti stolið senunni í Kodakhöllinni. NÁNAST AUKAATRIÐI AÐ MÆTA Daniel Day-Lewis þykir svo sigurstranglegur sem besti leikari í aðalhlutverki að varla tekur því fyrir hann að mæta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur umfangið á væntanlegum Ísland- stökum í næstu Star Trek-kvikmynd minnkað talsvert frá því sem upphaf- lega var talið. Eins og kom fram í fjöl- miðlum á síðasta ári sýndu framleið- endur myndarinnar Íslandi mikinn áhuga og komu í þónokkrar skoðunar- ferðir. Jafnvel var talið að stór hluti myndarinnar yrði tekinn upp hér á landi en nú virðist hafa verið hlaupið frá þeirri hugmynd. Hins vegar hefur frumsýningu kvikmyndarinnar verið frestað um hálft ár og því gæti opnast smá gluggi fyrir Ísland að láta ljós sitt skína meðal Trekkara en það verður þó að teljast ólíklegt. Jafnframt eru litlar líkur taldar á því að einhverjar af þeim stórstjörnum sem leika aðalhlutverkin í myndinni komi hingað til lands en meðal þeirra eru Eric Bana og búð- arþjófurinn fyrrverandi, Win- ona Ryder. Framleiðslufyrirtækin Saga Film og Pegasus hafa verið í samskiptum við aðstandendur myndarinnar í Hollywood en þeir hafa gefið loðin svör og lítið viljað gefa upp. Ekki liggur fyrir endanlega hvort fyrirtækin munu þjónusta Star Trek- myndina og hvenær fulltrúar hennar láta sjá sig á Íslandi en það ætti að verða í lok næsta mánað- ar. - fgg Star Trek skreppur saman Aðdáendur Indiana Jones eru himinlifandi yfir sýnishorni úr nýjustu ævintýramyndinni um fornleifafræðinginn sem er sú fjórða í röðinni. Í sýnishorninu eru sýnd brot úr fyrstu þremur myndunum áður en Harrison Ford í hlutverki Jones sveiflar sér um á svipunni sinni. „Mér líður eins og barni á nýjan leik,“ sagði einn bloggari og annar bætti við að sýnishornið væri uppfullt af gríni og hasar. Myndin, sem nefnist The Kingdom of the Crystal Skull, kemur út í maí. Auk Fords fara með helstu hlutverk Cate Blanchett og Shia LaBeouf. Leikstjóri er Steven Spielberg og framleiðandi er George Lucas. Aðdáendur í skýjunum INDIANA JONES Harrison Ford fer með hlutverk fornleifafræðingsins Indiana Jones. THERE WILL BE BLOOD Daniel Day-Lewis þykir sýna stórleik í There Will Be Blood, sem byggir lauslega á skáldsögu eftir Upton Sinclair sem kom út 1927. Day-Lewis leikur gráðugan og kaldrifjaðan olíubarón sem ásælist landareign Sunday-fjölskyldunnar. Myndin hefur verið tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Jonny Greenwood, gítarleikari Radiohead, semur tónlistina í myndinni. Leikstjóri: Paul Thomas Anderson (Boogie Nights, Magnolia) Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Ciarán Hinds og Paul Dano. Dómur IMDB: 8,8/10. 27 DRESSES Í þessari rómantísku gamanmynd fer Katherine Heigl (úr sjónvarpsþáttunum Grey´s Anatomy) með hlutverk stúlku sem hefur verið brúðarmær 27 sinnum. Þegar hún verður ástfang- inn af tilvonandi mági sínum vandast málið heldur betur. Leikstjóri: Anne Fletcher (Step Up). Aðalhlutverk: Katherine Heigl, James Marsden og Brian Kerwin. Dómur IMDB: 6,5/10. AWAKE Þessi sálfræðitryllir fjallar um mann sem vaknar upp í miðri hjartaskurðaðgerð án þess að geta hreyft legg né lið eða tjáð sig. Á sama tíma þarf eiginkona hans að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir og takast á við persónuleg vandamál. Leikstjóri: Joby Harold. Aðalhlutverk: Jessica Alba, Hayden Christensen og Lena Olin. Dómur IMDB: 6,6/10. STEP UP 2 THE STREETS Tveir dansnemendur af ólíkum uppruna fella hugi saman í Maryland-listaskólanum. Þessi dansmynd er framhald Step Up sem kom út fyrir tveimur árum og naut töluverðra vinsælda. Leikstjóri: Jon Chu. Aðalhlutverk: Briana Evigan og Robert Hoffman. Dómur IMDB: 4,6/10. FRUMSÝNDAR UM HELGINA > FJALAKÖTTURINN Á STJÁ Þrjár kvikmyndir verða sýndar á vegum kvikmyndaklúbbsins Fjalakattarins í Tjarnarbíói á sunnudaginn. Meðal þeirra eru Joy Division og króatíska kvikmyndin Put Lubenica. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu klúbbsins, filmfest.is. ENGAR STJÖRNUR Ekki er reiknað með að aðalleikarar nýjustu Star Trek-myndarinn- ar, þau Eric Bana og Winona Ryder, komi hingað til lands. Hollywood-stjarnan Scarlett Johansson virðist ætla að feta í fótspor læriföðurs síns, Woody Allen. Hin sérlundaði leikstjóri hefur varla mátt gera kvikmynd á undanförnum árum án þess að Scarlett hafi verið viðloðandi og nú hefur leikkonan unga ákveðið að hastla sér völl á tónlistarsviðinu. Eins og Woody sem öllu jafnan leikur á klarinett í djasssveit sinni. Johansson hefur þannig opinberað að David Bowie sé meðal gesta á fyrstu sólóplötu hennar, Anywhere I Lay My Head, sem er væntanleg í maí. Á plötunni syngur leikkonan eingöngu lög eftir Tom Waits en aðrir gestir eru Nick Zinner úr rokksveitinni Yeah Yeah Yeahs og Sean Antanaitis úr Celebration. Dave Sitek, meðlimur hljómsveitarinnar TV on the Radio sem kom á Airwaves árið 2003, hljóðritaði plötuna. Annars hefur allt verið logandi á slúðursíðum netsins að undanförnu vegna sögusagna um að Scarlett og Natalie Portman hafi slegist á tökustað myndarinnar The Other Boleyn Girl. Samleikari þeirra Eric Bana hefur hins vegar komið þeim til bjargar og sagði að leikkonurnar elskuðu hvor aðra. Tekur lög Tom Waits SCARLETT JOHANS- SON Scarlett syngur lög Tom Waits á fyrstu sólóplötu sinni. Kynningarfundur Á fl ótta Kynningarfundur um hlutverkaleikinn Á fl ótta verður haldinn í dag, 21. febrúar, kl. 20:00 á Laugavegi 120. Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í leiknum sem og foreldum þeirra sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Næsti leikur verður haldinn helgina 1.–2. mars, skráning fyrir 22. febrúar. Nánari upplýsingar fást hjá urkir@redcross.is og 545 0407. Ungmennadeild Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.