Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 24
24 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 480 5.082 -0,76% Velta: 5.39 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,96 +0,76% ... Bakkavör 45,30 -1,52% ... Eimskipafélagið 29,30 -1,84% ... Exista 12,18 -2,09% ... FL Group 10,03 -1,57% ... Glitnir 18,15 -0,55% ... Icelandair 25,70 -1,53% ... Kaupþing 741,00 -0,40% ... Landsbankinn 28,30 -1,05% ... Marel 94,00 -0,32% ... SPRON 5,79 -1,03% ... Straumur-Burðarás 12,43 -0,80% ... Teymi 5,29 -0,38% ... Össur 91,60 +0,11% MESTA HÆKKUN ATL. AIRWAYS +1,81% ATORKA +0,76% 365 +0,62%% MESTA LÆKKUN EXISTA -2,09% EIMSKIPAFÉL. -1,84% FL GROUP -1,57% Undirmálsspá Strax síðasta sumar bárust fréttir af því að Askar Capital hefði tapað peningum vegna undirmál- skrísunnar í Bandaríkjunum. Þegar Markaðurinn náði tali af Tryggva Þór Herbertssyni, forstjóra Askar Capital, í júli sagði hann þetta ekki alveg rétt. Ávöxtun fjárfestinga yrði ekki jafn góð og vonir stóðu til vegna fjárfestinga tengdum undirmálslánum. „Samt er áætlað að ávöxtunin á þeim hluta verði í kringum 20 prósent á ári í dollurum, í stað 27 prósenta ávöxtunar sem við reiknuðum upphaflega með,“ sagði Tryggvi. Í uppgjöri Askar kemur fram að gjaldfærsla vegna þessara fjárfestinga nemi um 2,1 milljarði króna á árinu 2007. Niðurstaðan var því önnur en Tryggvi spáði fyrir um en, honum til varnar, varð niðursveiflan miklu harðari en menn spáðu um mitt síðasta ár. Reynslubolti Hinn þaulreyndi fundarstjóri Jakob Möller hæstaréttarlögmaður stjórnaði aðalfundi Glitnis í gær af mikilli festu. Jakob hefur stjórnað fund- um FL Group og fleiri félaga enda mikilvægt að rétt sé að öllu staðið þegar um er að ræða skráð félög með þúsundir hluthafa. Rólegt var yfir Glitnisfundinum nema þegar Vilhjálmur Bjarnason bar fram spurningar um kaupréttarsamninga við stjórnendur Glitnis. Fékk Vilhjálmur sanngjarna meðferð en taldi þó spurningum ekki nægilega vel svarað. Fráfarandi stjórnarformaður sagði stjórnina einungis gera kaupréttarsamning við forstjóra en yfirstjórn sæi um kaupréttasamninga við æðstu stjórnendur. Þeir samningar væru hluti af launakjörum og því trúnaðarmál milli starfsmanns og bankans. Peningaskápurinn ... „Við erum að skoða yfirtöku á matvælafyrirtæki í Evrópu,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Hann vill ekki segja til um hve- nær frekari fregna af henni sé að vænta. Þá segir hann hugsanlegt að Alfesca kaupi dreifingarfyrir- tæki á Ítalíu á árinu. Alfesca tilkynnti síðasta haust að viðræður væru hafnar um kaup á breska matvælafyrirtækinu Oscar Mayer. Áreiðanleikakönnun var lokið í nóvember og stóð til að semja um verð þegar ákveðið var að fresta áætlunum þar til drægi úr óróleika á mörkuðum og hrá- efnisverð tæki að lækka. Govare vildi ekki segja nánar til um fyrirtækið sem nú sé til skoðunar, hins vegar geti svo farið að Alfesca kaupi á næstu mánuð- um ítalskt dreifingarfyrirtæki. „Ítölum líkar innfluttur matur og því borgar sig ekki að opna mat- vælafyrirtæki undir okkar merkj- um þar. Hagkvæmara er að flytja vöruna þangað og dreifa henni sjálfur,“ segir hann. - jab XAVIER GOVARE Forstjóri Alfesca segir fyrirtækið vera að skoða yfirtöku á matvælaframleiðanda í Evrópu og dreif- ingarfyrirtæki á Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skoða yfirtöku í Evrópu MARKAÐSPUNKTAR Byggingavísitalan hækkaði um 1,3 prósent frá því í janúar. Vísitalan hefur hækkað um tæp fimm prósent undanfarna tólf mánuði. „Hækkunin nú er einkum vegna hækkunar á verði byggingarefnis,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofunnar. Greiðslukortavelta í janúar nam tæp- lega 29 milljörðum króna, sem er um fimmtungs aukning frá sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Miðað er við úttektartímabilið sem hófst 18. desember. Debetkortavelta í janúar var 31,5 milljarðar króna sem er óbreytt frá sama mánuði í fyrra, en samdráttur um næstum því fjórðung miðað við desember. Ráðdeild í rekstri er forsvars- mönnum Glitnis ofarlega í huga um þessar mundir. Aðalfundur bankans var haldinn í gær. Þorsteinn Már Baldvins- son, nýkjörinn stjórnarmaður Glitnis, sagði undir liðnum önnur mál að tími hagræð- ingar, ráðdeild- ar og sparnað- ar væri framundan hjá bankanum. Glitnir ætti að vera leiðandi í því að skera niður kostnað svo hlut- hafar og viðskiptavinir gætu vel við unað. Tillaga hans um að lækka þóknun til stjórnarmanna væri lýsandi um að stjórnin væri ekki undanskilin aðhaldi. „Sjónum er beint að kostnaði til að aukinn hluti af tekjum bankans skili sér til ykkar, hluthafa bank- ans,“ sagði jafnframt Lárus Weld- ing, forstjóri Glitnis. Hann vék einnig orðum að háu skuldatrygg- ingarálagi á bréf íslensku bank- anna og kvaðst sammála því að það endurspegli ofmat á áhættu tengdri rekstri bankanna. Fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn M. Jónsson, hafði einn- ig orð á því yfir yfirliti sínu um starfsemi bankans á liðnu ári að áherslan væri nú á að draga úr kostnaði. Hluti af aðgerðum í þá veru segir hann sameiningu starf- semi bankans í Noregi undir merkjum Glitnis sem gengur í garð um næstu mánaðamót. „Árið 2007 var hins vegar almennt gott, þrátt fyrir skakkaföll í ytra umhverfi,“ sagði hann í ræðu sinni. Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir gerði athugasemd við uppkaup hlutabréfa Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, vegna starfsloka hans í fyrra, en í yfirlýsingu sem stjórn bankans sendi frá sér í gær er áréttað að starfslokin og viðskipti þeim tengd hafi verið í samræmi við heimildir stjórnar. - óká ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Á AÐALFUNDI Lárus Welding forstjóri og Þorsteinn M. Jónsson, fráfarandi stjórnarformaður Glitnis, höfðu báðir orð á að áhersla væri nú á ráðdeild í rekstri bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Ráðdeild og sparnaður framundan „Þetta eru viðbrögð okkar við óskum bankanna um að stjórn- völd taki að sér forystu og sam- ræmingarhlutverk,“ segir Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Finnur Sveinbjörnsson, fyrr- verandi forstjóri Icebank, hefur verið fenginn til þess að ræða við bankamenn og ýmsa hagsmuna- aðila fyrir hönd forsætisráðu- neytisins. Tilefnið er slæm staða á mörkuðum, lausafjárskortur, hátt skuldatryggingarálag íslenskra banka og ímynd íslensks efnahagslíf ytra. Skammt er síðan helstu forystu- menn íslenskra banka hittu for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra, til að ræða stöðuna. Eftir því sem næst verður komist hefur Finnur þegar rætt við bankamenn, en enn sem komið er hafa engar tillögur komið fram. - ikh Brú til bankanna Skuldatryggingarálag bank- anna ræðst af stemningu á fjármálamarkaði og er úr samhengi við undirliggjandi rekstur, segir forstöðumað- ur í erlendri fjármögnun hjá Landsbankanum. Í Financ- ial Times var fjallað um stöðuna á fjármálamörk- uðum og íslensku bankana. Stjórnarformaður Kaup- þings, átelur sérfræðing Saxo Bank fyrir „heimsku- legar“ ályktanir af skulda- tryggingarálagi Kaupþings. Mun hærra skuldatryggingarálag íslensku viðskiptabankanna en sambærilegra banka í Evrópu hefur verið til umfjöllunar í erlend- um miðlum síðustu daga. Vegna álagsins eru fjármögnunarleiðir með skuldabréfaútgáfu í raun lok- aðar íslensku bönkunum, segir í grein tveggja sérfræðinga í lána- ráðgjöf sem birt var í Financial Times á mánudag. Danska viðskiptablaðið Börsen birti svo í gær viðtal við yfirmann greiningardeildar Saxo Bank þar sem hann dró þá ályktun út frá háu skuldatryggingarálagi á bréf Kaup- þings að bankanum væri hættara við gjaldþroti en nokkru sinni. Í viðtali við Sigurð Einarsson, stjórn- arformann Kaupþings, sem birtist á vef Börsen í gær, segir hann ályktun greinandans óverjandi og úr lausu lofti gripna. „Greinandinn er annað hvort heimskur eða þekk- ir ekkert til íslensku bankanna. Ekki þarf annað en heimsækja heimasíðu okkar til að sjá lykiltöl- ur úr rekstri Kaupþings,“ segir hann við Börsen. Neikvæðar fregnir af íslensku bönkunum geta hins vegar dregið á langinn að úr rætist varðandi skuldatryggingarálagið. Matthías P. Einarsson, forstöðumaður í erlendri fjármögnun hjá Lands- bankanum, segir rétt að ekki sé fýsilegt fyrir bankana að fjár- magna sig á þeim kjörum sem nú bjóðist. „Og horfur eru þannig á markaði núna að ástandið gæti átt eftir að versna áður en það batnar,“ segir hann, en áréttar um leið að íslensku bankarnir séu vel í stakk búnir til að bíða af sér áhrif fjár- málaóróleikans. Hann segir suma evrópska banka, svo sem spænska, ítalska og írska, ekki standa betur en þá íslensku þegar kemur að fjár- mögnun, þótt það endurspeglist ekki með sama hætti í skuldatrygg- ingarálagi þeirra. Hann bendir á að spænskir bankar séu nú nánast ein- göngu fjármagnaðir í gegn um Seðlabanka Evrópu. Matthías segir „íslenska álagið“ svonefnda úr samhengi við grunn- rekstur bankanna og í raun endur- spegla stemningu á mörkuðum. Þannig virðist neikvæðar fregnir úr fjármálalífi heimsins skila sér í hækkuðu álagi á íslensku bankana jafnvel þótt þær snerti þá ekki neitt. Nýleg afskrift Credit Suisse vegna undirmálslána hafi þannig orðið til þess að 10 punktar hafi bæst við skuldatryggingarálag svissneska bankans, en 30 til 40 á íslensku bankana. Miðlarar á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum segir hann að horfi til smæðar íslenska hagkerf- isins og ójafnvægis í hagstærðum og túlki sem áhættuþátt í rekstri bankanna. Góðar fréttir af rekstri þeirra og uppgjör segir hann svo gleymast jafnskjótt og skugga beri einhvers staðar annars staðar á. „Góðar fréttir eru eins og að skvetta vatni á gæs meðan vondar fréttir lifa og hafa áhrif,“ segir hann og telur tæpast von á að þessi stemning breytist fyrr en sjái til botns í lausafjárkrísunni. olikr@frettabladid.is Á VIÐSKIPTAÞINGI Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings (lengst til hægri), gagnrýndi harðlega dómsdagsspá sem greinandi Saxo Bank í Danmörku setti í gær fram um Kaupþing, vegna hás skuldatryggingarálags á bréf bankans. Hann segir greinandann annaðhvort heimskan, eða illa upplýstan um stöðu íslensku bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Góðar fregnir eru eins og vatn á gæs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.