Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 86
58 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR „Einhvers staðar verður maður að hafa tekjur. Ekki fær maður þær af leikarastarfinu,“ segir Arnar Jónsson, sem hefur vakið athygli fyrir að auglýsa fasteignir á Arnarneshæð í útvarpinu. Spurður segist hann ekki viss um að nafnið sitt hafi ráðið því að hann var fenginn í starfið. „Ég held að það sé miklu einfaldara en það. Þeir fá sér bara góða lesara sem þeir telja að einhver hlusti á,“ segir hann. „Þeir hafa góða reynslu af mér því ég hef auglýst fyrir þá áður. Svo er þetta öndvegisfólk sem á þetta fyrirtæki sem ég kannast við.“ Sjálfur býr Arnar í miðbæ Reykjavíkur og segist vera algjör miðbæjarrotta. Hvort hann gæti hugsað sér að flytja á Arnarneshæðina fengi hann þar frítt húsnæði segir hann það alveg óvíst. „Þarna er gott útsýni og mjög huggulegt. Það getur vel verið en ég veit ekki hvort ég nennti að þrífa sex hundruð fermetra. Ég er ekki í þeim launaklassa,“ segir hann í léttum dúr. Arnar hefur í nógu að snúast því þessa dagana er hann að æfa fyrir leikritið Engispretturnar sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu. „Þetta er leikrit eftir konu frá Serbíu. Hörkugott verk.“ - fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. sæti 6. tveir eins 8. hversu 9. bein 11. ógrynni 12. teiti 14. egg fisks 16. mun 17. titill 18. skörp brún 20. bor 21. pottréttur. LÓÐRÉTT 1. starf 3. eftir hádegi 4. svelgja 5. dorma 7. sammála10. fley 13. hrós 15. ekkert 16. ílát 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. ee, 8. hve, 9. rif, 11. of, 12. knall, 14. hrogn, 16. ku, 17. frú, 18. egg, 20. al, 21. ragú. LÓÐRÉTT: 1. verk, 3. eh, 4. svolgra, 5. sef, 7. einhuga, 10. far, 13. lof, 15. núll, 16. ker, 19. gg. „Það er mjög misjafnt hvað ég borða og fer eftir því hvenær ég vakna. Í gær smurði ég mér nú bara flatbrauð með hangikjöti og drakk trönuberjasafa með. Stundum vakna ég svo seint að það er kominn hádegismatur. Þá fer ég oft á BSÍ eða Múla- kaffi og fæ mér heimilismat.“ Jens Guð, gervigrasafræðingur. Arnar auglýsir Arnarneshæð ARNARNESHÆÐ Arnar Jónsson hefur lesið inn auglýsingar fyrir Arnarneshæðina. „Líklega er þetta innan þeirra laga sem Ríkisútvarpið starfar eftir. Þau lög eru reyndar víðtæk. Finnst mér þetta eðlilegt? Nei, það finnst mér ekki. Ég hefði frekar viljað sjá Ríkisútvarpið draga úr sínum umsvifum,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, formaður mennta- málanefndar. Á morgun verður hleypt af stokk- unum nýju dreifingar- og kynning- arfyrirbæri kvikmynda. Það hefur hlotið nafnið Gagnrýnandinn og er samstarfsverkefni Morgunblaðs- ins, Ríkisútvarpsins og Samfilm. Aðspurður hvert hlutverk Mogg- ans og RÚV sé í þessu samstarfi segir Úlli Helgason hjá Sambíóum að þetta sé samstarf um kynningu á kvikmyndum. „Þannig mun Popp- landið á RÚV koma mikið inn í kynningu og Morgunblaðið veita áskrifendum sínum tilboð á mynd- irnar okkar.“ Og Guðni Már Henn- ingsson á Rás 2 er hinn kátasti: „Ríkisútvarpið er mikið fyrir að lyfta undir góðar kvikmyndir og er því sönn ánægja að taka þátt í verk- efninu.“ Setja má spurningarmerki við aðkomu ríkisstofnunar að slíku verkefni og það gerir Þorgrímur Gestsson hjá Hollvinum Ríkisút- varpsins svo sannarlega. Hann getur reyndar ekki séð, öfugt við Sigurð Kára, að þetta sé í samræmi við lög. Með þeim fyrirvara að hann viti ekki hvað felst í sam- komulaginu þá sé í öllu falli undar- legt að blanda Ríkisútvarpinu í slíkan rekstur. „Skrýtið að vera í samstarfi við einkafyrirtæki á samkeppnisvettvangi. Álíka und- arlegt og samningurinn við Björ- gólf [Guðmundsson sem lét 150 milljónir af hendi rakna til kvik- myndagerðar fyrir RÚV],“ segir Þorgrímur. Mörður Árnason, fyrr- verandi alþingismaður, sem tókst á um frumvarp um RÚV á þingi á sínum tíma tekur í sama streng með sömu fyrirvörum. „Ég veit ekki um hvað þetta er. Ætla Sam bíó- in að fara að sýna leikrit RÚV? Lénharð fógeta? Sé þetta kynning þá gilda ákveðnar reglur þar um hvað varðar kostun og auglýsingar. Þetta er mjög skrýtið.“ Ísleifur Þórhallsson rekur hlið- stætt fyrirbæri og Gagnrýnandinn er. Græna ljósið. Hann fagnar framtakinu og samkeppninni í sjálfu sér þó augljóslega sé Gagn- rýnandinn stofnað til höfuðs sér og sínu. En vill ekki leggja sitt lóð í gagnrýni á aðkomu RÚV. „Allt sem ýtir undir aðsókn á metnaðarfullar kvikmyndir er af hinu góða. Nú þarf fólk bara að fara að mæta á þessar myndir.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær ekki hafa kynnt sér málið til hlítar og því vannst ekki svigrúm til að koma hans sjónarmiðum á framfæri við vinnslu fréttarinnar. jakob@frettabladid.is SIGURÐUR KÁRI: VILL SJÁ RÍKISÚTVARPIÐ DRAGA ÚR UMSVIFUM Gagnrýnandi á gráu svæði RÚV Komið í samstarf við Samfilm og Morgunblaðið við kynningu á kvikmyndum. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Telur samstarfið líklega innan þeirra víðtæku laga sem RÚV starfar eftir en finnst þetta óeðlilegt. ÞORGRÍMUR GESTSSON Skrýtið að vera í samstarfi við einkafyrirtæki á sam- keppnisvettvangi. Leikarar úr söngleiknum Kræ- Beibí, sem Verslunarskólinn sýnir nú í Austurbæ, heimsóttu Barna- spítala Hringsins í gær, og hittu þar fyrir börn af barnaspítalanum ásamt krökkum frá Barna- og unglingageðdeild. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla, og gaman að geta skemmt krökkunum,“ segir Ásgrímur Geir Logason, sem leik- ur hnakkann Baldvin í sýningunni. „Við sungum nokkur lög og lékum aðeins fyrir þau, og þau skemmtu sér mjög vel yfir því,“ segir hann. Leikhópurinn kom þar að auki færandi hendi með geisladiska með tónlist úr leikritinu, og fangið fullt af föndurvörum úr Pennan- um-Eymundsson. Kræ-beibí var frumsýnt í Aust- urbæ 7. febrúar, og sýningar standa nú yfir. Söngleikurinn er byggður á kvikmyndinni Cry Baby frá árinu 1990, en tónlistin á rætur sínar að rekja til sjötta áratugar- ins. Verkið gerist árið 1950 og fjallar um hina tvo ólíku heima töffarans Kræ-Beibí og Aðalbjarg- ar, sem tilheyrir hópi hnakka. Þegar Kræ-Beibí hrífur Aðal- björgu úr örmum verðandi milli- stjórnandans Baldvins hitnar í kolunum. Leikstjóri sýningarinn- ar er Björk Jakobsdóttir, en Jón Ólafsson fór með tónlistarstjórn. Miða er hægt að nálgast á midi.is. Verslingar skemmtu veikum börnum Í FRÍÐUM FLOKKI Árni Eyþór tók sig vel út með töffurunum úr Kræ-Beibí. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Moggamenn hafa verið að taka bloggsvæði sitt í gegn undir forystu Árna Matthíassonar. Nýlega var farið að skjóta auglýsingum inn á bloggsvæð- in við misjafnar undirtektir. Til dæmis kvartaði Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjöl- miðlafræði, undan þessu og hótaði að fara með sitt víðlesna blogg annað. Nú bjóða Moggamenn bloggurum upp á að kaupa sig frá auglýsingum og kostar það þrjú hundruð krónur á mánuði. Blaðamannaverðlaun BÍ á að afhenda næstkomandi laugardag en tilnefningar til þeirra hafa þegar verið kynntar við mismikla hrifn- ingu. Á vef Blaðamannafélagsins er til dæmis könnun þar sem kemur fram að aðeins 20 prósent eru þeirrar skoðunar að tilnefningar séu „Mjög góðar og eðlilegar”. Haukn- um Kristni Hrafnssyni í Kompási þykir það lítill hasar að keppa, með sína Íraksför, við umfjöllun annars vegar um svifryk og hins vegar fit-kostnað. Dómnefndin hefur stigið ofurvarlega til jarðar en hana skipuðu Birgir Guðmunds- son, formaður, Lúðvík Geirsson, Jóhannes Tómasson, Sigríður Árnadóttir og Kristín Þorsteins- dóttir. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Páll Rósin krans fann ástina á n ý: Nr. 8 - 2008 Verð 659 kr . 21. feb. – 27 . feb. Systurnar Ósk og Sjöfn fóru í hjáveituaðgerð: Baðfatafyrirsætan Lilja: 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 DR. GUNNI MEÐ HÁR! Myndaalbúmið m itt: Soffía Karls: AFTUR ÓFRÍSK! GALDRA- MAÐUR Á SUÐUR- NESJUM! Reynir Katrínarson : Fegurðardrottning in Helga Dýrfinna: Bara í Sjáið mynd irnar ! Gerir lí fið skemm tilegra ! 109 KÍLÓ FOKIN! FÉKK FLUGFR EYJU Í FANGIÐ! ÁST OGUMHYGGJA!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.