Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 31

Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir er hrifin af vönduðum og kvenlegum fötum en lætur tísku- bylgjur lítið á sig fá. Melkorka hefur sjaldan fylgt sérstökum bylgjum eða tískustraumum heldur farið sínar eigin leiðir í fata- vali. „Mér hefur stundum verið strítt á því að ég sé voðalega góð í því að finna flíkur sem enginn annar rekst á í ólíklegustu búðum,“ segir hún. Hin síðari ár er hún orðin pínulítið veik fyrir kvenlegum og vönduð- um fötum, jafnvel handunnum. „Ég hef minni og minni þolinmæði fyrir óvönduðum flíkum sem skemmast um leið.“ Fyrir nokkrum árum fann hún forláta jakka á götu- markaði í Jordaan-hverfinu í Amsterdam þar sem hún var við nám. „Mér fannst hann mjög fallegur og óvenjulegur en það er óljóst hvaðan hann kemur.“ Melkorka segir engin merki vera á jakkanum en hún heldur að hann geti verið frá Suður-Ameríku og jafn- vel frá Austur-Evrópu. „Ég mundi segja að þetta væri mjög vandaður jakki. Hann er svartur í grunninn en þó alsettur litríku munstri. Svo er hægt að snúa honum við og þá verður hann ennþá litríkari,“ lýsir Melkorka en hún gengur mikið í rauðu, grænu og bláu. Hún kaupir megnið af fötum sínum erlendis enda í góðri aðstöðu til þess. Hin síðustu ár hefur hún verið við flautunám í Amster- dam, London og París en er núna búsett í London. Síðastliðinn mánuð hefur Melkorka þó verið á land- inu og leyst af sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá hefur hún verið í upptökum fyrir Ríkisút- varpið en hún var, ásamt Víkingi Ólafssyni píanóleik- ara, valin fulltrúi Íslands í tónlistarkeppni evrópskra útvarpsstöðva. Næst er Melkorka svo væntanleg til landsins í apríl til að spila á útgáfutónleikum kammersveitarinnar Ísafoldar. vera@frettabladid.is Fer sínar eigin leiðir GÓÐAR Í GRÁU Stjörnurnar virðast margar hrifnar af gráa litnum þessa dagana. TÍSKA 2 ÖÐRUVÍSI ÚTIHURÐIR Útidyrahurðin skiptir óneitan- lega máli fyrir ásýnd hússins. HEIMILI 6 Melkorka keypti jakkann á götumarkaði í Amsterdam en það er alls kostar óljóst hvað- an hann er upprunninn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.