Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 4
4 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR ATVINNUMÁL Fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík verður fyrsta álverið á heimsvísu sem knúið verður áfram eingöngu með raf- magni frá jarðhitavirkjunum, gangi áform Landsvirkjunar eftir. Eins og greint var frá í Fréttablað- inu í gær hefur Alcoa ákveðið að hefja vinnu við mat á umhverfis- áhrifum vegna álversins. Með því hefst lögformlegt ferli byggingar álversins og með því aukast líkur um að fyrir hugað álver verði að veruleika. Fyrirhugað álver yrði um 250 þúsund tonn og þyrfti 400 mega- vött af rafmagni sem koma af jarðhitasvæðum í nágrenni Húsa- víkur, í landi Norðurþings, Skútu- staðahrepps, Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar. Fjölmennur íbúafundur var á Húsavík í gær. Endanleg ákvörðun um að álver verði reist er þó háð umhverfis- matinu og jákvæðum niðurstöðum þess. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur Alcoa sýnt vilja til þess að reikna með möguleika á stækkun álversins úr 250 þúsund tonnum í 346 þúsund tonn, sem er sambærilegt því sem fyrirtækið rekur á Reyðarfirði. - mh Ákvörðun Alcoa um að hefja umhverfismat: Álver á Bakka líklegra núna Húsavík Mývatn Álver 250.000 tonn á ári Þeistareykir 120 MWe Krafla I 60 + 40 MWe Krafla II 120 MWe Bjarnarflag 80 MWe Grjótháls Skjálfandafljót Laxá Bakka- höfði VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 10° 11° 8° 10° 9° 17° 15° 12° 8° 11° 21° 17° 11° 12° 24° 9° 30° 16° 2Á MORGUN 8-13 m/austast, annars hægviðri. -1 SUNNUDAGUR 8-15 m/s austast, annars hægviðri. -3 -3 -3 -1 -2 2 2 3 0 -7 4 5 6 9 10 14 5 8 5 5 -3 -3 -3 1 1 FLOTTAR HELGARHORFUR Það verður ekki annað sagt en að veðurhorfur helgar- innar séu fl ottar. Bjartviðri um mest allt land og hægur vindur. Reyndar verður veðrið austast á landinu mun lakara. Þar má búast við stífri norðanátt, skýjuðu veðri og stöku éljum. Fremur kalt verður í veðri. 6 1 -3 -4 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur HEILBRIGÐISMÁL „Menn segja stund- um að hér á landi sé miklum pen- ingum veitt í heilbrigðiskerfið. Hluti af skýringu á því getur verið að við séum að ganga lengra en aðrir þegar kemur að lækningum, til dæmis meðal aldraðra,“ segir Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Í grein sem hann hefur skrifað og birtist á vefsíðu Land- spítalans fer hann meðal ann- ars yfir grein- ingu OECD á íslensku heil- brigðiskerfi og bendir á skýring- ar á kostnaði. Meðal annars bendir hann á að Íslendingar geri mun oftar krans- æðaþræðingar, sem yfirleitt eru gerðar á eldra fólki, heldur en Svíar. Ef tíðni krans- æðaþræðinga væri sú hin sama og í Svíþjóð væri kostnaður heil- brigðiskerfisins um 66 til 112 millj- ónum krónum lægri en nú, svo dæmi sé tekið. „Hér eru gerðar opnar hjarta- aðgerðir á áttræðu fólki og þaðan af eldra, og líklega er það sjald- gæfara í öðrum löndum hér í kring- um okkur. Bretar segja bara tæpi- tungulaust að eitt gott ár til viðbótar hjá svo gömlu fólki megi ekki kosta meira en þrjátíu til fjörutíu þúsund evrur. Hér leggj- um við hins vegar allt undir, mér liggur við að segja sem betur fer. Þetta þarf hins vegar að ræða opin- skátt,“ segir Magnús. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans og framkvæmdastjóri lækn- inga, segir að óbeint segi skýrslu- höfundar OECD að Íslendingar þurfi að setja sér viðmið í þessum málum. Þjóðin eldist og telja þeir að til lengri tíma geti Íslendingar ekki gengið jafn langt í lækning- um á öldruðum og gert hefur verið. „Hér hefur ekki farið fram alvöru umræða um þessi mál svo mér sé kunnugt um,“ segir Björn. Hann telur hins vegar styttast í að ráða- menn þurfi að ræða þessi mál af alvöru. „OECD bendir óbeint á að við höfum ekki efni á því að eldast mikið meira með óbreyttu fyrir- komulagi,“ segir hann. „Þetta hefur verið ósköp lítil og mjög erfið umræða. Mér finnst meiri virðing vera borin fyrir gömlu fólki hér á landi heldur en ég hef kynnst erlendis og þessi mál því í skynsamlegum farvegi hér á landi. OECD segir að við höfum ekki efni á þessu mikið lengur. Það sé bara þannig að við séum að eldast og fjöldi aldraða vaxi, sem og kostnaðurinn í kring- um heilbrigðiskerfið. Þetta kunni að taka allt ríkiskerfið undir sig ef við höldum svona áfram,“ segir hann. karen@frettabladid.is Höfum ekki efni á að eldast án breytinga Íslendingar ganga mjög langt þegar kemur að lækningum á öldruðum. For- stjóri Landspítalans segir að OECD segi óbeint að þjóðin hafi ekki efni á slíku fyrirkomulagi. Fyrrverandi forstjóri spítalans segir að umræðu sé þörf. ÍSLENDINGA BERA MIKLA VIRÐINGU FYRIR ÖLDRUÐUM Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans og framkvæmdastjóri lækninga, segir umhyggju fyrir gömlu fólki innan heilbrigðiskerfisins mun meiri hérlendis en tíðkast víða erlendis. Tölfræði sýnir fram á þetta. Hann segir OECD skýrslu þó óbeint benda á að óbreytt fyrirkomulag gangi ekki mikið lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BJÖRN ZOËGA MAGNÚS PÉTURSSON BÚKAREST, FRÉTTABLAÐIÐ „Þið eigið okkar stuðning vísan,“ svaraði Lulzim Basha, utanríkisráðherra Albaníu, spurningu Fréttablaðsins um afstöðu albanskra stjórnvalda til framboðs Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogafund- ur Atlantshafs- bandalagsins samþykkti í gær aðild Albaníu. Basha sagði þá samþykkt risastórt skref fyrir þjóð sína, öryggi hennar yrði tryggara en áður. Ísland er ráðherranum hugleikið þar sem tímamóta- afstöðu til aðildar Albaníu var lýst á fundi utanríkisráðherra Nató-ríkja í Reykjavík 2002. - bþs Framboð til Öryggisráðs SÞ: Albanía heitir Íslandi atkvæði LULZIM BASHA FÉLAGSMÁL Margrét Pála Ólafs- dóttir, stofnandi og framkvæmda- stjóri Hjallastefnunnar, og Viðskiptaráð Íslands fengu í gær frelsisverðlaun Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS). Margrét Pála þykir skara fram úr með hugmyndaauðgi og dugnaði við að skapa nýja valmöguleika. Farsælt starf hennar sé framúrskarandi rökstuðningur fyrir einkafram- taki í menntamálum. Viðskiptaráð er níutíu ára um þessar mundir, og er verðlaunað fyrir að vera aflvaki nýrra hugmynda um hvernig sé hægt að auka hag þjóðarinnar. - bj Frelsisverðlaun SUS afhent: Margrét Pála og Viðskiptaráð verðlaunuð VIÐURKENNING Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, afhenti Margréti Pálu Ólafsdóttur frelsisverðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Aðalfundur Bíl- greinasambandsins (BGS) ítrekaði í gær stefnu sambands- ins um að vörugjöld á bílum verði einfölduð og lækkuð. BGS hefur lagt fram tillögur um að vörugjöld á alla bíla verði fimmtán prósent, í stað þess að hafa þau í tveimur flokkum með fjölmörgum undantekningum eins og staðan er í dag, segir Egill Jóhannsson, formaður BGS. Þessi breyting myndi gera það að verkum að endurnýjun bílaflota landsmanna yrði hraðari. Þar með fjölgaði hlutfallslega sparneytnum og öruggum bílum sem mengi minna, segir Egill. - bj Ítrekun Bílgreinasambandsins: Vörugjöld verði einfölduð SVÍÞJÓÐ, AP Sænska stjórnin hefur ákveðið að verja andvirði þriggja milljarða íslenskra króna til viðbótar í áætlun sem verðlaunar bílkaupendur fyrir að velja umhverfisvæna bíla. Frá því í apríl í fyrra hafa sænsk stjórnvöld boðið hverjum þeim sem kaupir bíl sem uppfyllir settar reglur um umhverfisvænleika (losa innan við 120 grömm af koltvísýringi á kílómetra) 10.000 sænskar krónur í styrk til kaup- anna, andvirði 125.000 íslenskra. Þetta hefur leitt til 50 prósenta aukningar í sölu slíkra bíla á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við sama tíma árið áður. - aa Sænsk umhverfismál: Verðlauna vist- væn bílakaup SAMGÖNGUR Verð á 95 oktana bensíni er mun hærra í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en hér á landi, að því er fram kemur í Vefriti fjármálaráðuneytisins. Algengt verð á lítra hér á landi í lok mars var um 152 krónur, og fékk ríkið 47,5 prósent af því. Hæst var verðið í Noregi, um 187 krónur, og tekur ríkið 59,8 prósent af lítraverðinu. - bj Bensínverð á Norðurlöndum: Lítraverðið er lægst á Íslandi GENGIÐ 03.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,3135 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,78 75,14 148,21 148,93 116,24 116,9 15,585 15,677 14,538 14,624 12,438 12,51 0,7274 0,7316 121,65 122,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.