Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 4. apríl 2008 27 Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir ári voru Íslendingar fullir bjartsýni og fjárfestu af miklum móð hér sem annars staðar. Nú heyrast andvörp úr öllum áttum. Hvort tveggja er óskynsamlegt. Menn eiga að vona hið besta, um leið og þeir hljóta að vera búnir við hinu versta. Þeir mega með öðrum orðum aldrei missa vonina. Með því að mála skrattann á vegg- inn kemur hann áreiðanlega. Íslenskt atvinnulíf heilbrigt Evrópuútgáfa Wall Street Journal birti á dögunum eftir mig grein, þar sem ég benti á, að íslenskt atvinnulíf er í aðalatriðum heil- brigt og öflugt. Í fyrsta lagi hefur íslenska ríkið greitt upp skuldir sínar. Þær námu 32,7% af vergri landsframleiðslu 1994, en nú 3,8%, og á móti þeirri lágu upphæð stendur gjaldeyrisforði Seðla- bankans, svo að segja má, að íslenska ríkið sé skuldlaust. Í öðru lagi hefur hagur útflutn- ingsatvinnugreinanna vænkast mjög síðustu vikur og mánuði. Fiskur og ál eru í háu verði erlend- is, og seljendur þessarar vöru njóta eins og ferðaþjónustan góðs af því, að gengi krónunnar er ekki eins hátt og áður. Í þriðja lagi hefur myndast nýtt fjármagn hér hin síðari ár, dautt fjármagn orðið kvikt, eins og ég hef orðað það eftir hinum kunna rithöfundi Hernando de Soto frá Perú, en bók hans, Leyndardómar fjármagnsins, hefur komið út á íslensku. Nýtt fjármagn Hér er annars vegar um að ræða fiskistofnana. Ein meginsetning auðlindahagfræðinnar er, að eig- endalausar auðlindir, sem ókeypis aðgangur er að, eru ofnýttar, svo að ekki myndast neinn hagnaður af þeim. Þetta átti við um fiski- stofnana á Íslandsmiðum fyrr á árum. Hugsanlegur hagnaður af þeim fór í súginn í of miklum sókn- arkostnaði. En eftir að framselj- anlegum aflakvótum var úthlutað, hefur þetta breyst. Nú er þetta orðið skrásett, framseljanlegt, skiptanlegt og veðhæft fjármagn. Hins vegar er um að ræða ýmis opinber eða hálfopinber fyrirtæki, sem seld voru einkaaðilum síðustu sextán ár. Áður voru þau eigenda- laus. Þetta var fé án hirðis, eins og Pétur Blöndal kallaði það. En um leið og þau komust í hendur einka- aðila, varð til skrásett, framselj- anlegt, skiptanlegt og veðhæft fjármagn. Þessi fyrirtæki tóku að ganga kaupum og sölum, og í slík- um viðskiptum varð til hagkvæm- asta samsetning fjármagnsins. Stundum borgar sig að sameina fyrirtæki, stundum að skipta þeim upp, en þetta er allt torvelt, þegar þau eru eigendalaus. Frjáls við- skipti með fjármagn tryggja hina lífrænu þróun kapítalismans (sem Jósep Schumpeter kallaði tortím- andi sköpun). Öflugir lífeyrissjóðir Þriðja uppspretta hins nýja fjár- magns á Íslandi er lífeyrissjóðirnir. Heildareignir þeirra nema nú um 133% af landsframleiðslu. Það er hærra hlutfall en annars staðar í heiminum, en næstir okkur koma Hollendingar. Þetta tryggir ekki aðeins betri hag ellilífeyrisþega, þegar fram í sækir, heldur er þetta stórkostleg upphleðsla fjármagns. Stundum er því haldið fram, að Íslendingar séu fram úr hófi eyðslusamir. En ég held, að eyðslu- semi okkar sé skynsamlegri en virðast kann í fyrstu, vegna þess að ósýnilegur sparnaður okkar er svo miklu meiri en margra ann- arra þjóða, jafnt með háum greiðsl- um í lífeyrissjóði og afborgunum af eigin húsnæði. Aðrar þjóðir eru sparsamari á ráðstöfunar fé sitt, af því að þær mynda ekki eins miklar eignir, hvorki í lífeyris sjóðum né eigin húsnæði. Öll él styttir upp Þótt nú hafi blásið á móti um skeið, eiga Íslendingar því ekki að fyll- ast bölmóði. Öll él styttir upp um síðir. Undirstöður atvinnulífsins eru traustar og stöðugleiki í stjórn- málum. Ríkisstjórnin þarf að halda áfram á þeirri braut, sem hefur gefist best síðustu sautján árin, að auka svigrúm einstakl- inga, lækka skatta, selja ríkis- fyrirtæki og fjölga tækifærum venjulegs fólks til að brjótast úr fátækt til bjargálna. Jafnframt er nauðsynlegt, að Seðlabankinn verði áfram öflugur bakhjarl við- skiptabankanna, sem vaxið hafa hratt hin síðari ár. Við skulum draga rétta lærdóma af þeirri fjár- málakreppu, sem herjað hefur í heiminum síðasta misserið. En dýrmætasta eign okkar er vonin, – vonin um betri tíð með blóm í haga. Engan bölmóð! Stundum er því haldið fram, að Íslendingar séu fram úr hófi eyðslusamir. En ég held, að eyðslusemi okkar sé skynsam- legri en virðast kann í fyrstu... HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Efnahagsástandið Ríkulegur staðalbúnaður Galvaníseruð grind Evrópskar þrýstibremsur Radial dekk / 13” álfelgur Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum Útdraganleg trappa við inngang Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) 50 mm kúlutengi 220v tengill (blár skv. reglugerð) Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti Upphitaðar 12 cm springdýnur Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti 2 gaskútar Gasviðvörunarkerfi Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu Skyggðir gluggar 2 feta geymsluhólf Stórt farangurshólf Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald 1 x færanlegt lesljós með viftu 110 amp rafgeymir Heitt og kalt vatn, tengt Rafmagnsvatnsdæla 86 lítra vatnstankur Klósett með hengi Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla, fylgihluti og margt fleira. Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is CD spilari/ útvarp vatn tengt heitt/kalt Fjöðrun f. ísl. aðstæður Evrópskar Þrýstibremsur Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 Rockwood Fellihýsin 2008 Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Rockwood fellihýsin eru glæsileg og sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum. Með evrópskum þrýstibremsum, galvaniseraðri grind og hlaðin staðalbúnaði. Rockwood fellihýsi Verð frá 1.398.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.