Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 36
A
ðeins sex tímum eftir að
fimm manna úrslitunum í
Bandinu hans Bubba lauk,
voru keppendurnir fjór-
ir, þau Arnar, Eyþór, Thelma og
Hjálmar ásamt Unni Birnu, glað-
vakandi á leiðinni til London í boði
Iceland Express.
Eftir einkar þægilegt flug var
lent í Stansted en þaðan var lest-
in tekin rakleiðis inn í borgina.
Thelma Hafþórsdóttir, ein af kepp-
endunum, segir að þetta hafi verið
æðisleg ferð. Þau hafi byrjað á því
að fá sér hádegisverð á hótelinu og
svo hafi þau farið í Covent Garden
þar sem þau kíktu á útimarkaði og
götugrínara. „Þetta var alveg æðis-
leg ferð og hápunkturinn var þegar
við fórum á söngleikinn „We will
Rock You“,“ segja keppendurnir al-
sælir eftir ferðina. Þegar Thelma
er spurð að því hvort það hafi ekki
verið skrýtið að vera þarna með
þremur strákum þá segir hún svo
ekki vera. „Ég var svolítið eins og
andamamma þarna,“ segir hún og
hlær. Þegar þau eru spurð að því
hvort það hafi ekki verið skrýtið að
vera saman í ferðalagi því þau séu
í keppni svara þau eins og sannar
fegurðardrottningar og segja að þau
séu öll æðislega góðir vinir. „Auðvit-
að viljum við öll vinna en svo verð-
ur þetta bara að koma í ljós,“ segja
þau. Eftir að hafa ærslast allan
laugardaginn tóku þau sunnudag-
inn rólegan. Þrátt fyrir hátt gengi
á pundinu slepptu þau sér aðeins í
verslunum borgarinnar fyrri part
dags. Seinni parturinn fór í tökur
fyrir þáttinn þar sem þjófavarnir í
bílum og kirkjuklukkur sem slógu
hundrað sinnum léku lykilhlutverk
í hljóðupptökunum.
Kvöldið endaði svo á indverskum
stað í Soho þar sem ferðin var full-
komnuð. Í kvöld verður stórsöngv-
arinn Páll Rósinkrans í gestadóm-
arasæti og verður spennandi að
sjá hverjir fá að halda áfram.
Krakkarnir úr Bandinu hans Bubba skemmtu sér konunglega í London
Thelma var eins og
andamamma
Hópurinn skemmti sér konunglega í London.
Hilton Reykjavík Nordica hótel ætlar nú að bjóða upp á „High Tea“ á
VOX-bar í fyrsta sinn á Íslandi.
„High Tea“ er upprunnið í Evrópu, en það var fyrst í Frakklandi á 17.
öldinni sem heldra fólkið hóf þann sið að hittast um eftirmiðdaginn yfir
fallegu kaffiborði og gera sér glaðan dag. Í seinni tíð hefur „High Tea“
rutt sér rúms á hótelum víða um heim. Björk Óskarsdóttir, „Chef Garde
Manger“ á VOX, á heiðurinn af veitingunum en um er að ræða þriggja
hæða bakka með samlokum af ýmsu tagi, ferskum ávöxtum og fallegum
litlum kökum. Á Hilton Reykjavik Nordica verður „High Tea“ í boði á
VOX-bar alla daga vikunnar frá kl. 14-18. Nú er ekkert annað í stöðunni
en að hóa saman þeim sem þér þykir vænt um og njóta þess að vera til.
„High Tea“ er nýjasta æðið
Björk Óskarsdóttir, „Chef Garde Manger“ á VOX, leggur lokahönd á glæsilegar
„High Tea“-veitingar.
4 • FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008