Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 77
FÖSTUDAGUR 4. apríl 2008 45 Það virðist vera að birta til í lífi Britney Spears. Nýlega fréttist að hún væri í viðræðum við fyrrverandi umboðs- mann sinn, Larry Rudolph, um að taka aftur við málum hennar, en Spears rak Rudolph eftir að hann lagðist á eitt með foreldrum hennar um að senda söngkonuna í meðferð snemma á síðasta ári. Rudolph, sem á heiðurinn af mörg- um vinsælustu lögum Spears, hefur staðfest að þau séu farin að tala saman á ný, en segir nauðsynlegt að hún einbeiti sér að því að ná fullri heilsu áður en áframhaldandi starf verður rætt. Það eru ekki einu endurfundirnir sem gætu verið í uppsiglingu í lífi Britney, því heimildir bandaríska blaðsins Star herma að hún og barnsfaðir hennar og fyrrverandi eiginmaður, Kevin Federline, hyggist fara saman í felur um stund með það í huga að taka upp þráð- inn í sambandi sínu. Mariah Carey hefur ýtt Elvis úr öðru sætinu á lista yfir þá tónlistarmenn sem hafa oftast náð toppsæt- inu á vin- sældalistum í Banda- ríkjunum. Carey og Elvis deildu öðru sætinu um hríð, en þau höfðu bæði átt 17 lög í topp- sætinu. Eftir að nýja lag Mariuh, Touch My Body, klifraði upp í fyrsta sæti Billboard-listans náði hún öðru sætinu, Elvis situr í því þriðja, en Bítlarnir tróna á toppnum með 20 lög. Fréttir herma að Beyoncé og Jay-Z hyggist ganga í það heilaga í New York í dag. Fregnir bárust af því fyrr í vikunni að þau hefðu sótt um hjúskaparleyfi í Scarsdale í New York, en það gildir í tvo mánuði. Söngfuglarnir hafa verið saman í tæp sex ár en hafa lítið tjáð sig um samband sitt, og það sama gildir um brúðkaupið. Slúðrarinn Perez Hilton telur sig hins vegar vita að brúðkaupið eigi að fara fram í dag. FRÉTTIR AF FÓLKI Það fer óðum að skýrast hver mun standa uppi sem söngvari í Bandinu hans Bubba, en nú eru einungis fjórir keppendur eftir. Dómnefnd þáttanna, sem skipuð er þeim Vil- helmi Antoni Jónssyni og Birni Jör- undi Friðbjörnssyni auk Bubba sjálfs, hefur notið dyggrar aðstoðar gestadómara við að ákvarða örlög keppenda hingað til, og verða engar breytingar þar á í síðustu þáttun- um. Í kvöld er það enginn annar en Páll Rósinkrans sem sest í gesta- dómarastólinn og leggur mat á þá fjóra keppendur sem eftir eru. Í undanúrslitunum að viku liðinni verður það hins vegar Magni Ásgeirsson sem spáir í spilin og söngvarana út frá hyldjúpum reynslubrunni sínum sem rokk- stjörnu. Gestadómari í úrslitaþætt- inum, sem verður á dagskrá Stöðv- ar 2 18. apríl næstkomandi, verður svo enginn annar en Eiríkur Hauks- son, sem verður flogið sérstaklega hingað til lands frá Noregi. Eiríkur er kannski í hvað bestri æfingu við dómarastörfin, en hann hefur verið fulltrúi Íslands í skandinavíska Euro visionþættinum á síðustu árum og snarað fram einkunnum fyrir öll Eurovisionlög ársins. Í kvöld mun Arnar Már Friðriks- son flytja lagið To Be Grateful, Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur Starlight, Thelma Hafþórsdóttir syngur Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, og Hjálmar Már Krist- insson flytur Vorkvöld í Reykjavík. Eiki, Magni og Palli dæma hjá Bubba Kate Hudson og Owen Wil- son virðast ætla að láta reyna á samband sitt að nýju, því heimildir herma að þau séu nú í íbúðaleit í New York. Þau hittust við tökur á myndinni You, Me And Dupree, en hættu saman í fyrra. Skömmu síðar gerði Wilson sjálfs- morðstilraun, en nú virðast bjartari tímar vera fram undan. „Hún er tilbúin að koma sér fyrir og hefur jafnvel talað um að eignast fleiri börn,“ segir heimildarmaður New York Daily News. FRÉTTIR AF FÓLKI REYNSLUBOLTAR Í DÓMNEFND Gestadómararnir í síðustu þáttunum af Band- inu hans Bubba eru ekki af verri toganum, enda allir reynsluboltar úr rokkheiminum. Jamis X24 20”, 7-12 ára, álstell, 7 gíra Líka til svart Verð 26.990 kr. út í vorið Hjólaðu Það er hvergi slegið af gæðunum í Jamis barnahjólum Öll hönnunin miðar að því að öryggi barnanna okkar sé sem mest. Stellið er t.d. sérstaflega lágt við sætið til að auðvelda barninu að ná tökum á hjólinu. Og svo spillir ekki fyrir hvað hjólin eru flott. Jamis Lady Bug 12”, 2-5 ára Verð 13.990 kr. Jamis Hot Rod 12”, 2-5 ára Verð 13.990 kr. Jamis Laser 1.6 16”, 3-6 ára Verð 15.990 kr. Jamis Miss Daisy 16”, 3-6 ára Verð 15.990 kr. Jamis Laser 2.0 20”, 5-9 ára álstell, fótbremsa Verð 18.990 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 84 2 04 /0 7 Jamis X20 20”, 6-9 ára, álstell, 6 gíra Verð 24.990 kr. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Jamis Ranger fjallahjól 17”- 21”, álstell, 21 gírar, ýmsir litir Verð áður 23.990 – 29.990 kr. Verð nú 16.793 – 20.993 kr. NÝ HJÓLADEILD! Komdu og sjáðu glæsilega hjóladeild í nýju búðinni okkar – Útilíf Holtagörðum Tilboð : 30% afslátt ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.