Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 26
26 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SPOTTIÐ UMRÆÐAN Leikskólamál Á fyrsta fundi leikskólaráðs haustið 2006 var samþykkt tillaga þess efnis að stofna skyldi til hvatningarverðlauna leikskóla. Markmiðið með verðlaununum er að veita leikskólum í Reykjavík, starfsfólki þess eða öðrum hvatn- ingu í starfi, vekja athygli á grósku- miklu starfi sem fram fer í leikskól- um borgarinnar og stuðla að auknu nýbreytni- og þróunarstarfi. Hvatningarverðlaunin eru jákvæð og afar verðmæt fyrir reykvískt samfélag og framtíð yngstu Reykvíkinganna. Fyrstu verðlaun voru afhent í Höfða í maí 2007. Sex gróskumiklir leikskólar fengu þá verðlaun. Þeir voru Dvergasteinn fyrir verkefn- in ótrúleg eru ævintýrin og samstarf Myndlista- skólans í Reykjavík, leikskólinn Fellaborg fyrir verkefnið mannauður í margbreytileika, leikskólinn Hamraborg fyrir Vísindaverkefni, leikskólinn Nóaborg fyrir verkefnið stærðfræði, leikskólinn Sólborg fyrir verkefnin sameiginlegt nám fatlaðra og ófatlaðra barna og samvinna og fagstarf og síðast en ekki síst leikskólinn Steinahlíð fyrir verk- efnið umhverfisvernd. Miklu fleiri skólar fengu tilnefningar frá ólíkum aðilum og fyrir ólík verkefni. Í skólum borgarinnar er suðupott- ur hugmynda, frjórrar umræðu og framkvæmd verkefna sem tengjast reynslu og tilfinningum starfsfólks fyrir breytingum í samfélaginu hverju sinni. Verðlaunin veita kennurum og starfsfólki viðurkenn- ingu fyrir hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði og hvetur þá áfram til að láta hugmyndir sínar um umbætur og úrræði verða að veruleika og hafa þannig bein áhrif á aukin gæði skólaumhverfisins. Nú fer hver að verða síðastur til að vekja athygli á fagstarfi í leikskólum borgarinnar. Hægt er að skila inn tilnefningum til 15. apríl næstkomandi á heimasíðu Leikskólasviðs, www.leikskolar.is. Allir geta tilnefnt til verðlaunanna, foreldrar, kennarar, skólar, starfsmenn og aðrar borgar- stofnanir. Við val á verðlaunahöfum var haft til hliðsjónar að verkefnið væri öðrum til eftir- breytni og hvatning til góðra verka, svo og að fjölbreytt verkefni fái viðurkenningu. Hrósum leikskólunum fyrir gott starf! Höfundur er borgarfulltrúi. Hrósum leikskólunum ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Í skólum borgarinnar er suðupottur hug- mynda, frjórrar umræðu og framkvæmd verkefna sem tengjast reynslu og tilfinningum starfsfólks fyrir breytingum í samfélaginu hverju sinni. Þ að verður seint hægt að saka Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, fyrir áhugaleysi á löggæslustörf- um í landinu þau ár sem hann hefur setið í ráðuneytinu. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin sem löggæslu- menn hafa yfir það heila verið ánægðir með. Hefur Björn meðal annars verið sæmdur gullmerki Landssambands lögreglumanna fyrir „frábær störf í þágu lögreglumanna“. Eng- inn annar einstaklingur utan lögregluliðsins hefur verið sæmdur slíku heiðursmerki. Ákvörðun Björns Bjarnasonar um að skipta upp lögreglu stjóra- embættinu á Suðurnesjum kemur því nokkuð á óvart. Í fyrsta lagi virðist ákvörðunin tekin í flýti og án samráðs við yfirmenn embættisins. Rökstuðningurinn snýr nær eingöngu að skipulags- legum atriðum, það er að skipulag tollgæslu, öryggisgæslu og lög- gæslu eigi að vera í samræmi við það sem gerist annars staðar í stjórnkerfinu. Það á að gera stjórnsýslu skilvirkari og rekstrar- umhverfið betra. Hins vegar eru breytingarnar ekki gerðar í sparnaðarskyni. Svigrúm til þess virðist líka vera lítið ef miðað er við frásögn yfirmanna innan lögreglunnar. Ákvörðun um að lögreglustjórinn á Suðurnesjum færi með toll- gæslu, öryggiseftirlit og landamæra- og löggæslu í sínu embætti hefur væntanlega verið vel ígrunduð áður en hún tók gildi í árs- byrjun 2007. Og menn áttuðu sig á sérstöðu embættisins. Því til staðfestingar komst Björn þannig sjálfur að orði þegar hann stað- festi skipulag embættisins í janúar á síðasta ári: „Ég er þess full- viss, að undir forystu Jóhanns R. Benediktssonar lögreglustjóra tekst að sameina liðsheildina til góðra verka, en undir hans stjórn starfa um 220 manns, þar af um 90 lögregluþjónar og um 50 toll- verðir, fjöldi öryggisgæslumanna í flugstöð Leifs Eiríkssonar, lög- fræðingar og annað sérhæft fólk. Verkefni liðsins er annars vegar að tryggja, að öll gæsla á Keflavíkurflugvelli standist ströngustu kröfur og öryggi íbúanna á Suðurnesjum sé vel tryggt.“ Það er óhætt að segja að þessi orð ráðherrans hafa gengið eftir. Jóhann R. Benediktsson og hans lið hafa sýnt góðan árangur í að vakta hér landamæri hvort sem þar fara um glæpamenn eða fíkniefnasmyglarar. Á sama tíma fer gott orð af störfum lögregl- unnar á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn hefur því góða yfirsýn yfir þau störf sem embættið sinnir og flestir eru sammála um að sam starfið þarna á milli sé til fyrirmyndar og stjórnun skilvirk. Vera má að lögreglustjórinn hafi verið of frekur til fjárins og farið út fyrir fjárheimildir. Það er þá verkefni ráðuneytisins að hafa stjórn á því eins og þegar önnur embætti fara fram úr fjár- heimildum. Ekki er óeðlilegt að endurskoða þurfi rekstrargrunn nýs embættis eftir reynslutíma. Vandinn liggur ef til vill í fjár- lagagerðinni sjálfri þar sem til grundvallar fjárveitingu þarf að liggja fyrir ítarleg skilgreining á því hvaða þjónustu ríkið er að kaupa af lögregluembættum. Þetta má taka til endurskoðunar. Það er mikilvægt að Björn Bjarnason hlusti á sjónarmið manna eins og Jóhanns R. Benediktssonar og Stefáns Eiríkssonar lög- reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Frumskylda ríkisins er að veita borgurum vernd og tryggja öryggi landsins. Árangur í lög- gæslustörfum er ekki sjálfgefinn. Umdeild uppskipting löggæslu á Suðurnesjum: Árangur er ekki sjálfgefinn BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA Ráðamenn taka flugið Magnús Þór Hafsteinsson er æfur vegna þess ráðahags Ingibjargar Sólrúnar og Geirs að fljúga með einkaþotu til Rúmeníu og sinna engu um kröfur vörubílstjóra. Á bloggsíðu sinni segir hann: „En í staðinn fyrir að koma til móts við bílstjórana – þó ekki væri nema til dæmis að byrja á að bjóða þeim til fundar og tala við þá – þá flýr parið sem stjórnar landinu með einkaþotu til Rúmeníu!“ Flugið hans Sjáseskú En þessu fylgja síðan upplýsingar um áfangastaðinn. „Fyrir þau sem ekki vita: Rúmenía er land blóðsugunnar Drakúla. Rúmenía er líka land herra og frú Sjáseskú. Þau lögðu líka fljúg- andi á flótta á sínum tíma...“ Sprengjuflugið fræga Það er engu líkara en bloggarinn nái flugi þegar flugferðir eru til umræðu, eða hver man ekki eftir eftirfarandi bloggfærslu hjá Magnúsi Þór sem hann setti á síðu sína árið 2004: „...fljúga svo norður í Eyjafjörð yfir Kjöl, sprengja Stebbafr og Halldór Blöndal til helvítis, snúa svo til baka yfir heiðina og bomba Björn Bjarna og borgarstjórnarminnihlutann hálfa leið til andskotans og lenda svo við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli og hrynja í það á krán- um í Miðbænum.” Svo segir Geir H. Haarde að umræðan sé á lágu plani. jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.